Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Snærós Sindradóttir skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Þolendum reynist oft erfitt að gróa eftir nauðgun eða annað kynferðisbrot því viðurkenningu skortir á brotinu. Unnur Brá vill auðvelda þessa viðurkenningu í kerfinu. Fréttablaðið/Andri Marinó „Mér finnst alveg hægt að fara að endurskoða lögin hjá okkur, en það er engin lausn,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, um lög um kynferðisbrot. Ítrekaðir sýknudómar í kynferðisbrotamálum hafa vakið athygli á síðustu dögum. Unnur segir að lausnin felist í margþættari breytingum á framkvæmd en ekki lagabreytingum einum saman. „Í fyrsta lagi þurfum við að gæta að því að það séu næg efni og aðstæður fyrir þá sem eru að vinna í þessum málum. Bæði í rannsóknum, hjá ákæruvaldinu og dómstólum.“ Unnur segir að helmingur mála á borði ríkissaksóknara séu kynferðisbrotamál. Það sé því nærri ómögulegt að setja þau í forgang hjá embættinu eins og reglur kveða á um. „Ef það eru aðeins meiri fjárveitingar og aðeins fleiri starfsmenn þá verða málin ekki jafn gömul og þá ónýtast vonandi færri mál,“ segir hún. Unnur Brá Konráðsdóttirvísir/vilhelm „Annað sem myndi hjálpa er að gera eins og Svíar varðandi endurmenntun og símenntun dómara. Ef þú ert með nýja brotaflokka, eins og til dæmis mansal, þá er mjög eðlilegt að það fari fram einhver umræða og fræðsla.“ Hún segir að þriðja leiðin til að bæta meðferð þessara mála væri ef réttargæslumaður brotaþola hefði meira vægi í dómssal. Í norskri dómaframkvæmd geti réttargæslumaður komið að málflutningi og brotaþolar upplifi sig þá frekar hafa rödd innan dómssalarins. Í einhverjum tilfellum sé refsing ekki raunhæf eða rétt leið heldur þurfi að hugsa út fyrir boxið. „Þá höfum við tvær leiðir. Annars vegar að brotaþolar fari hreinlega í einkamál og krefjist miskabóta. Það eru minni sönnunarkröfur í einkamálum. Þar er ekki verið að dæma neinn til refsingar heldur til greiðslu bóta. Þetta er eitthvað sem réttargæslumenn gætu farið að gera í auknum mæli." Þá segir hún að svokölluð uppbyggileg réttvísi, sem reynd hefur verið í Danmörku og Noregi, geti gagnast þolendum sem ekki komast í gegnum réttarkerfið. Þá sé málið rætt með lögfræðingum, brotaþola og geranda. Gerandi hafi tækifæri til að sýna iðrun og það geti veitt þolanda ákveðna lokun. Það gæti sérstaklega gagnast í eldri málum. „Það sem við getum gert í þinginu er að segjast hafa pólitískan vilja til að breyta og að við ætlum að gera það í samvinnu við alla aðila.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
„Mér finnst alveg hægt að fara að endurskoða lögin hjá okkur, en það er engin lausn,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, um lög um kynferðisbrot. Ítrekaðir sýknudómar í kynferðisbrotamálum hafa vakið athygli á síðustu dögum. Unnur segir að lausnin felist í margþættari breytingum á framkvæmd en ekki lagabreytingum einum saman. „Í fyrsta lagi þurfum við að gæta að því að það séu næg efni og aðstæður fyrir þá sem eru að vinna í þessum málum. Bæði í rannsóknum, hjá ákæruvaldinu og dómstólum.“ Unnur segir að helmingur mála á borði ríkissaksóknara séu kynferðisbrotamál. Það sé því nærri ómögulegt að setja þau í forgang hjá embættinu eins og reglur kveða á um. „Ef það eru aðeins meiri fjárveitingar og aðeins fleiri starfsmenn þá verða málin ekki jafn gömul og þá ónýtast vonandi færri mál,“ segir hún. Unnur Brá Konráðsdóttirvísir/vilhelm „Annað sem myndi hjálpa er að gera eins og Svíar varðandi endurmenntun og símenntun dómara. Ef þú ert með nýja brotaflokka, eins og til dæmis mansal, þá er mjög eðlilegt að það fari fram einhver umræða og fræðsla.“ Hún segir að þriðja leiðin til að bæta meðferð þessara mála væri ef réttargæslumaður brotaþola hefði meira vægi í dómssal. Í norskri dómaframkvæmd geti réttargæslumaður komið að málflutningi og brotaþolar upplifi sig þá frekar hafa rödd innan dómssalarins. Í einhverjum tilfellum sé refsing ekki raunhæf eða rétt leið heldur þurfi að hugsa út fyrir boxið. „Þá höfum við tvær leiðir. Annars vegar að brotaþolar fari hreinlega í einkamál og krefjist miskabóta. Það eru minni sönnunarkröfur í einkamálum. Þar er ekki verið að dæma neinn til refsingar heldur til greiðslu bóta. Þetta er eitthvað sem réttargæslumenn gætu farið að gera í auknum mæli." Þá segir hún að svokölluð uppbyggileg réttvísi, sem reynd hefur verið í Danmörku og Noregi, geti gagnast þolendum sem ekki komast í gegnum réttarkerfið. Þá sé málið rætt með lögfræðingum, brotaþola og geranda. Gerandi hafi tækifæri til að sýna iðrun og það geti veitt þolanda ákveðna lokun. Það gæti sérstaklega gagnast í eldri málum. „Það sem við getum gert í þinginu er að segjast hafa pólitískan vilja til að breyta og að við ætlum að gera það í samvinnu við alla aðila.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira