Fjórfalt fleiri létust í umferðinni í ár Una Sighvatsdóttir skrifar 28. desember 2015 19:00 Sextán hafa látist í umferðinni það sem af er ári, fjórfalt fleiri en í fyrra. Skýringar má meðal annars finna í fjölgun ferðamanna, en einnig má rekja fleiri banaslys en áður til andlegra veikinda og hás aldurs ökumanna.Banaslysum í umferðinni hefur farið fækkandi sé litið yfir undanfarinn áratug, en eru þó umtalsvert fleiri í ár en síðustu ár á undan.Umferðarslys eru einhver mesta heilbrigðisvandi sem við stöndum frammi fyrir í dag en reynslan sýnir að með markvissum aðgerðum og forvörnum er hægt að sporna gegn þeim. Undanfarinn áratug hefur banaslysum í umferðinni farið fækkandi. Sé litið til síðustu fimm ára hefur meðalfjöldi látinna verið um tíu á ári, samanborið við tæp 19 að meðaltali á ári á fimm ára tímabili þar á undan. Áberandi fæstir létust í fyrra, aðeins fjórir. Þessa fækkun má meðal annars þakka aukinni bílbeltanotkun, vegaumbótum og forvörnum. Ekkert banaslys varð til dæmis í ár vegan ofsaaksturs. Andleg og líkamleg veikindi baki fleiri slysum en áður Af þeim sextán sem létust voru hinsvegar fimm erlendir ferðamenn. Til samanburðar létust engir erlendir ferðamenn í fyrra eða árið áður. Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarsviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að þarna sé nýr hópur sem þurfi að skoða með fyrirbyggjandi aðgerðir í huga. „En það er ekki öll sagan sögð með þessum slysum. Annað sem við erum að sjá líka á þessu ári eru slys sem má skýra með veikindum, bæði andlegum og líkamlegum veikindum og vegna eldri ökumanna. Þannig að þetta er aðeins frábrugðin mynd frá því sem við höfum séð hin fyrri ár.“Smári Sveinsson uppfærði tölu látinna á skiltinu við Sandskeið í dag. Hann hefur sinnt því starfi í áraraðir.„Vinna sem maður vill síst fá“ Smári Sveinsson er maðurinn sem annast skiltið á Sandskeið sem heldur utan um fjölda látinna. Fréttastofa hitti á Smára þegar hann hækkaði töluna í sextán í dag, vegna ferðamanns sem lést í Öræfasveit á öðrum degi jóla. „Ég er búinn að koma hérna í þónokkur ár. Maður fær upphringingu svona annað slagið. Of oft,“ segir Smári. „Þetta er eiginlega vinna sem maður vill síst fá.“ Smári segist tvisvar sinnum hafa þurft að setja upp hærri tölu vegna fólks sem hann þekkti sjálfur persónulega. Hann hefur því miður þurft að gera sér mun fleiri ferðir að skiltinu í ár en í fyrra, síðast á aðfangadag, og segir að skrefin séu sérstaklega þung þegar banaslys verða yfir hátíðarnar. „Þetta hefur ekki skeð lengi að svona mörg slys verði eins og í ár og þetta kom bara í runu núna, í desember má segja. Það var lengi vel átta og síðan hefur þetta hlaðist upp. Tvöfaldast.“Ágúst Mogensen segir að aðeins frábrugðin mynd sé á banaslysum í ár miðað við fyrri ár. Rannsaka þurfi hvernig unnt sé að bregðast við þróuninni.Áfram stefnt að fækkun banaslysa Rannsóknarnefnd umferðarslysa mun nú greina slysin sem urðu á árinu til að sjá hvernig hægt er að bregðast við fjölguninni. Ágúst segir ástæðulaust að standa ráðþrota gagnvart banaslysum og vísar til umferðaröryggisáætlunar stjórnvalda, sem nær fram til ársins 2022. Meginmarkmið hennar eru tvö:-Að fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni lækki um 5% á ári fram til ársins 2022-Að fjöldi látinna í umferðinni á hverjua 100.000 íbúa verði ekki meiri en best gerist í heiminum árið 2022 „Við getum bætt forvarnir, bætt merkingar í vegakerfinu og reynt að ná betur til erlendu ferðamannanna,“ nefnir Ágúst sem dæmi um fyrirbyggjandi aðgerðir í takti við þróunina. „Við lítum svo á að það megi fækka alvarlegum slysum og banaslysum. Við höfum séð af reynslu að það er hægt og viljum stefna í þá átt áfram.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Sextán hafa látist í umferðinni það sem af er ári, fjórfalt fleiri en í fyrra. Skýringar má meðal annars finna í fjölgun ferðamanna, en einnig má rekja fleiri banaslys en áður til andlegra veikinda og hás aldurs ökumanna.Banaslysum í umferðinni hefur farið fækkandi sé litið yfir undanfarinn áratug, en eru þó umtalsvert fleiri í ár en síðustu ár á undan.Umferðarslys eru einhver mesta heilbrigðisvandi sem við stöndum frammi fyrir í dag en reynslan sýnir að með markvissum aðgerðum og forvörnum er hægt að sporna gegn þeim. Undanfarinn áratug hefur banaslysum í umferðinni farið fækkandi. Sé litið til síðustu fimm ára hefur meðalfjöldi látinna verið um tíu á ári, samanborið við tæp 19 að meðaltali á ári á fimm ára tímabili þar á undan. Áberandi fæstir létust í fyrra, aðeins fjórir. Þessa fækkun má meðal annars þakka aukinni bílbeltanotkun, vegaumbótum og forvörnum. Ekkert banaslys varð til dæmis í ár vegan ofsaaksturs. Andleg og líkamleg veikindi baki fleiri slysum en áður Af þeim sextán sem létust voru hinsvegar fimm erlendir ferðamenn. Til samanburðar létust engir erlendir ferðamenn í fyrra eða árið áður. Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarsviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að þarna sé nýr hópur sem þurfi að skoða með fyrirbyggjandi aðgerðir í huga. „En það er ekki öll sagan sögð með þessum slysum. Annað sem við erum að sjá líka á þessu ári eru slys sem má skýra með veikindum, bæði andlegum og líkamlegum veikindum og vegna eldri ökumanna. Þannig að þetta er aðeins frábrugðin mynd frá því sem við höfum séð hin fyrri ár.“Smári Sveinsson uppfærði tölu látinna á skiltinu við Sandskeið í dag. Hann hefur sinnt því starfi í áraraðir.„Vinna sem maður vill síst fá“ Smári Sveinsson er maðurinn sem annast skiltið á Sandskeið sem heldur utan um fjölda látinna. Fréttastofa hitti á Smára þegar hann hækkaði töluna í sextán í dag, vegna ferðamanns sem lést í Öræfasveit á öðrum degi jóla. „Ég er búinn að koma hérna í þónokkur ár. Maður fær upphringingu svona annað slagið. Of oft,“ segir Smári. „Þetta er eiginlega vinna sem maður vill síst fá.“ Smári segist tvisvar sinnum hafa þurft að setja upp hærri tölu vegna fólks sem hann þekkti sjálfur persónulega. Hann hefur því miður þurft að gera sér mun fleiri ferðir að skiltinu í ár en í fyrra, síðast á aðfangadag, og segir að skrefin séu sérstaklega þung þegar banaslys verða yfir hátíðarnar. „Þetta hefur ekki skeð lengi að svona mörg slys verði eins og í ár og þetta kom bara í runu núna, í desember má segja. Það var lengi vel átta og síðan hefur þetta hlaðist upp. Tvöfaldast.“Ágúst Mogensen segir að aðeins frábrugðin mynd sé á banaslysum í ár miðað við fyrri ár. Rannsaka þurfi hvernig unnt sé að bregðast við þróuninni.Áfram stefnt að fækkun banaslysa Rannsóknarnefnd umferðarslysa mun nú greina slysin sem urðu á árinu til að sjá hvernig hægt er að bregðast við fjölguninni. Ágúst segir ástæðulaust að standa ráðþrota gagnvart banaslysum og vísar til umferðaröryggisáætlunar stjórnvalda, sem nær fram til ársins 2022. Meginmarkmið hennar eru tvö:-Að fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni lækki um 5% á ári fram til ársins 2022-Að fjöldi látinna í umferðinni á hverjua 100.000 íbúa verði ekki meiri en best gerist í heiminum árið 2022 „Við getum bætt forvarnir, bætt merkingar í vegakerfinu og reynt að ná betur til erlendu ferðamannanna,“ nefnir Ágúst sem dæmi um fyrirbyggjandi aðgerðir í takti við þróunina. „Við lítum svo á að það megi fækka alvarlegum slysum og banaslysum. Við höfum séð af reynslu að það er hægt og viljum stefna í þá átt áfram.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira