Lárus Welding mun áfrýja dómnum í Stím-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2015 13:16 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð Stím-málsins fór fram. vísir/anton brink Allar líkur eru á því að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, muni áfrýja til Hæstaréttar þungum fangelsisdómi sem hann hlaut í Stím-málinu svokallaða. Ekki hefur þó verið lögð fram formleg áfrýjunarstefna en samkvæmt heimildum Vísis verður það gert á næstunni. Dómur í Stím-málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. Lárus var dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna lánveitinga Glitnis til eignarhaldsfélagsins Stím í nóvember 2007 og janúar 2008. Fyrra lánið var notað til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group sem bankinn átti sjálfur en seinna lánið var veitt svo Stím gæti staðið við skuldbindingar sínar vegna hlutafjárútboðs FL Group. Taldi héraðsdómur sannað að Lárus hefði farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga þar sem takmarkaðar tryggingar voru teknar að veði auk þess sem það er mat dómsins að Glitnir hafi ekki verið betur settur með því að veita Stím lán til að kaupa hlutabréf af bankanum sjálfum. Tveir aðrir voru dæmdir til refsingar í Stím-málinu, þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital. Var Jóhannes dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna kaupa fagfjárfestasjóðs Glitnis á víkjandi skuldabréfi útgefnu af Stím sem var í eigu Sögu Capital. Var Þorvaldur dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar. Þorvaldur hefur þegar gefið það út að hann muni áfrýja dómnum en ekki liggur hvort að Jóhannes muni áfrýja málinu. Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Allar líkur eru á því að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, muni áfrýja til Hæstaréttar þungum fangelsisdómi sem hann hlaut í Stím-málinu svokallaða. Ekki hefur þó verið lögð fram formleg áfrýjunarstefna en samkvæmt heimildum Vísis verður það gert á næstunni. Dómur í Stím-málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. Lárus var dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna lánveitinga Glitnis til eignarhaldsfélagsins Stím í nóvember 2007 og janúar 2008. Fyrra lánið var notað til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group sem bankinn átti sjálfur en seinna lánið var veitt svo Stím gæti staðið við skuldbindingar sínar vegna hlutafjárútboðs FL Group. Taldi héraðsdómur sannað að Lárus hefði farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga þar sem takmarkaðar tryggingar voru teknar að veði auk þess sem það er mat dómsins að Glitnir hafi ekki verið betur settur með því að veita Stím lán til að kaupa hlutabréf af bankanum sjálfum. Tveir aðrir voru dæmdir til refsingar í Stím-málinu, þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital. Var Jóhannes dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna kaupa fagfjárfestasjóðs Glitnis á víkjandi skuldabréfi útgefnu af Stím sem var í eigu Sögu Capital. Var Þorvaldur dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóhannesar. Þorvaldur hefur þegar gefið það út að hann muni áfrýja dómnum en ekki liggur hvort að Jóhannes muni áfrýja málinu.
Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Héraðsdómur gefur lítið sem ekkert fyrir málsvörn Lárusar í Stím-málinu "Ekki kemur að haldi málsvörn ákærða um að yfirsjón megi um kenna.“ 23. desember 2015 14:25
Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20
Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis.“ 21. desember 2015 15:12