Tónlist

M.I.A. tæklar flóttamannavandann í nýju myndbandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
M.I.A er nokkuð vinsæl um allan heim.
M.I.A er nokkuð vinsæl um allan heim. vísir

Söngkonan Mathangi „Maya“ Arulpragasam, sem er betur þekkt sem M.I.A., hefur gefið út nýtt myndband við nýjasta lag hennar Borders. Lagið fjallar um flóttamannavandann í heiminum og er myndbandið sérstaklega vel heppnað.

Það lýsir vandanum vel og má sjá flóttamenn klifra yfir vírgirðingu og fasta um borð í litlum bát út á miðju hafi.

Borders er lag sem verður á nýjustu plötu söngkonunnar Matahdatah sem kemur út á næstunni. Það mun vera fjórða breiðskífa hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.