Föstudagsviðtalið: Stjórnmálamenn ala á hræðslu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 27. nóvember 2015 07:00 "Við báðum ekkert um styrk, við vissum ekkert um styrk, við fengum engan styrk og höfum ekki fengið krónu. Ég tók þriggja milljóna veð í minni íbúð til að geta haldið áfram með teiknisamkeppni fyrir moskunni,“ segir Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi. Salmann vísar í orð Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði á dögunum ástæðu til þess að Íslendingar vöknuðu til vitundar um vandann sem fylgir öfgafullri íslamstrú; sem sé sá mesti frá tímum nasista. Sá vandi verði ekki leystur með barnalegri einfeldni og aðgerðum á sviði umburðarlyndis og félagslegra umbóta. Tilefni ummæla forsetans voru atburðirnir í París. Ólafur Ragnar sagði einnig við þetta sama tækifæri að hann hefði komist að því á fundi með fulltrúum erlends ríkis fyrir nokkru, að ríki sem vill rækta öfgakennt íslam vildi skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. Hafa ekki fengið styrk „Forsetaembættið gaf út yfirlýsingu á sínum tíma þegar Ólafur Ragnar hitti sendiherra Sádi-Arabíu sem tjáði forsetanum að þeir ætli að styrkja byggingu moskunnar um milljón dollara. Forsetabíllinn keyrði sendiherra á lóðina okkar og fór að skoða hana. Við vissum ekkert um það. Ég gaf yfirlýsingu þegar ég var spurður að þessu. Ég sagði: Hvar eru þessir milljón dollarar? Enginn kom til okkar.“ Salmann segist fyrst hafa heyrt af heimsókninni í yfirlýsingu forsetaembættisins og strax gefið út að það kæmi ekki til greina að taka við peningunum. „Við tökum ekki við peningum frá fasistaríki. Þótt okkur hefði verið boðnir milljón dollarar – þeir voru að tala saman og ég veit ekkert hvað fór þeim á milli – en af hverju segir forsetinn honum ekki að skipta sér ekki af þessu. Salmann segir forsetann stuðla að sundrungu en ekki sameiningu með þessum orðum sínum. „Forsetinn, sem á að vera sameiningartákn þjóðarinnar, er farinn að reyna sundra okkur í pólitískum tilgangi,“ segir hann og telur líka til forsætisráðherrann og umræðu í kringum borgarstjórnarkosningar. Ábyrgð stjórnmálamanna sé rík, þeir þurfi að gæta þess að ala ekki á hræðslu. Það geti haft afdrifaríkar afleiðingar. „Mér finnst sóðalegt að pólitíkusar noti svona aðferðir til að ná í atkvæði, það finnst mér ekki heilbrigt. Það er verið að ala á hræðslu. Þeir eiga að vita að svona hræðsla er stórhættuleg. Það er með svona áróðri og svona hræðslu sem við komum Hitler til valda. Mörg vandamál í heiminum eru uppsprottin af þessari sundrungu.“ Salmann segir hræsni að Sádi-Arabía ætli sér að gefa peninga til velferðarríkisins Íslands ámeðan fólk svelti í þeirra heimshluta. „Ég vil að þessir milljón dollarar renni til stríðssærðs fólks í Jemen.“Hættulegt að ala á hræðslu Salmann hefur verið áberandi í fjölmiðlum upp á síðkastið og rætt um hatursáróður gegn múslimum sem var áberandi í kringum umræðuna um mosku á Íslandi og nú eftir hryðjuverkin í París. „Í raun og veru byrjaði þetta eftir 11. september. Þá fór rasismi og hatursáróður að aukast – fólk fór að kenna múslimum um öll vandamál í heiminum. Rasistar eru alltaf á móti öllum, ég minnist Víetnama, Litháanna og Pólverjanna, mér finnst þetta vera sjúkdómur í landinu,“ segir Salmann.Finna múslimar fyrir auknum fordómum og hatursáróðri eftir hryðjuverkin í París? „Það sem mér finnst hættulegt er að upp á síðkastið eru pólitíkusar farnir að nota svona áróður til að ná einhverjum pólitískum markmiðum. Það finnst mér stórhættulegt. Embættismenn eða stjórnmálaflokkar eru farnir að sundra þjóðinni, þá finnst mér við vera komin á hættulega braut.Skotleyfi á múslima í orðræðu Salmann segir skotleyfi gefið á múslima í orðræðunni. „Í raun og veru þá má ekki, sem betur fer, vera með áróður gagnvart konum eða samkynhneigðu fólki eða gyðingum en það er leyfilegt gagnvart múslimum og íslam. Ef þriðjungur mannkyns er alveg eins og stjórnmálamenn lýsa okkur þá er heimurinn voðalega slæmur. Hvað hafa múslimar gert til að uppskera þetta hér á landi? Þetta er fáfræði hjá þjóðinni, því miður. Við erum talin þjóð sem les og er vel menntuð en mér finnst fáránlegt þegar það er hlustað á fólk sem veit hvorki eitt né neitt um íslam en talar um trúna eins og það sé sérfræðingar. Við erum aldrei spurðir. Við erum að auglýsa fyrirlestra, ef fólk vill koma og fræðast um íslam en við fáum ekki það fólk sem er á móti Íslam. Við viljum að fólk komi til að fræðast og spyrja. Hvernig ætlar fólk að þekkja mig án þess að tala við mig?“Kærði morðhótunNú stendur til að rannsaka hatursglæpi hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er þörf á því að rannsaka þá og hatursáróður á Íslandi? „Auðvitað, því þetta er stórhættulegt. Í júní í fyrra fékk ég morðhótun. Það var óhugnanleg morðhótun sem ég kærði til lögreglunnar. Það er eitt og hálft ár síðan og ég er ekki búinn að fá svar,“ segir Salmann. Hann segir lögregluna hafa látið málið falla niður í fyrstu. Sú ákvörðun hafi verið kærð til ríkissaksóknara sem hafi gert lögreglu að taka upp rannsókn málsins. Það var í janúar á þessu ári sem ríkissaksóknari gaf lögreglunni þessi tilmæli en enn hefur Salmann ekkert heyrt frá lögreglunni. „Það er nærri því ár síðan, eða í janúar á síðasta ári.“Æsingatal ýtir undir ódæðisverk Morðhótunin vakti mikinn ugg með honum og fjölskyldu hans. Hann segist eiga rétt á vörn samfélagsins fyrir ógn eins og aðrir Íslendingar. „Hann las ábyggilega gamlar víkingasögur því hann ætlar að flá skinnið af mér og drepa mig. Ég trúi því ekki að einhver geri svona í illsku sinni, en ég veit það samt ekki. Breivik var ábyggilega talinn heilbrigður áður en hann framdi sín ódæðisverk og krakkarnir í París hafa ábyggilega verið talin í lagi. Maður veit aldrei hvað þessir brjálæðingar gera. Við verðum að veita þegnum samfélagsins þá vörn sem þarf. Þetta æsingatal, ýtir manneskjum til að fremja ódæðisverk. Krefst varnar Hann minnist þess þegar settur var svínshaus á lóð þar sem moska á að rísa. „Lögregla tók þátt í að fjarlægja sönnunargögnin með því að henda þeim í ruslið. Erum við að bíða eftir einhverju? Ég krefst þess að fá vörn. Ég er búinn að vera í landinu í 45 ár og ég er búinn að gera mitt; vinna, borga skatta og allt það. Ég á börn og níu barnabörn. Hvar er minn réttur? Þarf ég að gjalda fyrir það sem ég hef í hausnum og mínu hjarta? Trúin er í mínu hjarta og heilanum á mér. Ég er bara mjög stoltur af því að vera múslimi. Ég elska íslam og er búinn að stúdera íslam og líka búinn að stúdera kristna trú. En ég er hissa þegar fólk blaðrar eitthvað svona sem það hefur ekki hugmynd um, það fær meðbyr í fjölmiðlum í öllu svona rugli.“ Salmann hefur búið á Íslandi í 45 ár, hann á níu barnabörn og hefur notið farsældar. Hann minnir á að hann og aðrir íslenskir múslimar eigi rétt á sömu vernd og aðrir í samfélaginu. Fréttablaðið/AntonÓttast þriðju heimsstyrjöldina Hatursáróður hefur aukist í Evrópu eftir hryðjuverkin í París. Salmann segist telja það vera vegna þess hversu nálæg ógnin af ISIS er. Hann minnir á að Vesturveldin eigi ríkan þátt í því ófriðarástandi sem hefur skapast í Afríku og Mið-Austurlöndum. Nú þurfi almenningur að krefja ráðamenn um að stuðla að friði en ekki frekara stríði og ógnum. „Þetta er komið nálægt okkur. París, London, Madríd og í Noregi. Áður fyrr var þetta langt frá. Það hefur ríkt styrjöld í langan tíma, frá 2001 þegar Bandaríkin og Nató fóru að ráðast á Afganistan. Það var árið 2003 þegar Ísland samþykkti árás á Írak,“ segir Salmann og segir þá árás hafa reynst afdrifaríka og styrkt hryðjuverkasamtök á borð við Isis og Al Kaída. „Við erum ekkert að pæla í þeim milljónum sem hafa dáið þarna. Daglega eru hryðjuverk framin í Sýrlandi, Írak, Sómalíu og Lýbíu. Ísland með sinni þátttöku í Nató er þátttakandi í þessu. En besta leiðin til að losna við þessa hræðslu er að semja um frið. En ekki að vera alltaf að æsa fólk til að drepa meira, gera fleiri árásir og sprengja meira. Stríðið gegn hryðjuverkum, hvað hefur það skapað okkur? „Meiri hryðjuverk.“ Við verðum að stoppa og hugsa. Eigum við að byggja 21. öldina á hatri og styrjöldum. Ég er hræddastur um að þriðja heimsstyrjöldin sé að byrja út af þessu hernaðarbrölti stórveldanna. Við gjöldum fyrir afskipti stjórnmálamanna. Ég og þú. Almenningur þarf að standa upp og segja hingað og ekki lengra. Við tökum ekki þátt í þessu.“ Laminn af hermönnum Salmann er fæddur í Jerúsalem í Palestínu og var tólf ára gamall þegar borgin var hernumin. „Jerúsalem var alveg dýrðleg áður en Ísraelsmenn komu árið 1967. Ég var svo ánægður í æsku minni þar, þetta var svo falleg borg og fallegt land. Herinn var svo óhugnanlegur og var að stoppa okkur unga krakka. Á leiðinni í skólann var sparkað í okkur og þeir ásökuðu okkur um að kasta steinum í þá. Þetta var tóm lygi. Við vorum náttúrulega hræddir en hræðslan hverfur með tímanum. Þegar maður er barinn aftur og aftur af hermönnum þá missir maður virðinguna fyrir þeim. Þá byrjar maður að taka þátt í mótmælagöngum, steinkasti á móti hermönnum, skothríð og fólk særist. Þetta er óhugnanlegt. Fólk skilur ekki stríðið – það er leiðinlegt að það skuli ekki setja sig í spor annarra.“ Hann segir þetta augljóslega hafa mótað sig. „Ég fæddist frjáls og var þangað til ég var 12 ára gamall. Þá mátti ég aldrei gleyma nafnskírteininu og mátti ekki vera skítugur á höndunum því hermenn báðu mann að opna hendurnar og ef þeir sáu að maður var með mold á höndunum þá vorum við lamdir í klessu því þá héldu þeir að við hefðum verið að kasta grjóti. Maður þurfti að passa sig og við gátum ekki leikið okkur eftir klukkan 6 eða 7 á kvöldin. Þá var útgöngubann og skothríð. Maður var alltaf hræddur. Ég vona að það þurfi enginn að líða þetta. Við verðum að losna við hatrið, yfirganginn. Reyna að búa til heim þar sem allir hafa sín gildi.“ Hreifst af gleði Íslendinga Salmann kom til Reykjavíkur þann 3. júní 1971. En af hverju Ísland? „Ég var búinn með menntaskólann sextán ára. Fékk inngöngu í bandarískan háskóla og ætlaði að læra læknisfræði. Bróðir minn var hérna. Hann kom árið 1966, rétt fyrir stríðið í nóvember og fékk ekki að snúa aftur því þeir Palestínumenn sem voru ekki á staðnum við hernámið fengu ekki að koma til baka. Ég ætlaði að koma hingað að vinna í þrjá mánuði áður en ég færi til Bandaríkjanna. En ég hef aldrei komist til Bandaríkjanna og þakka guði fyrir það að ég tók ákvörðun um að fara ekki. Ég varð strax hrifinn af Reykjavík,“ segir hann. „Þetta var fallegt sumar og bjart, mér fannst þetta spennandi. Svo kom 17.júní og það var rosaleg upplifun. Ég hef aldrei séð fólk svona glatt, dansandi og hoppandi. Ég sagði þá hérna ætla ég að vera.“ Salmann einsetti sér að læra íslensku og fór að vinna. Fyrst í steinsmiðju S.Helgasonar og svo fór hann á sjó. „Skipstjórinn spurði: viltu ekki vera með? Jú, jú, sagði ég. Hafði aldrei séð skip. Ég var þrjú eða fjögur ár á sjó. Þetta var ævintýri. Ég lærði íslensku með því að vinna með körlunum þarna. Það töluðu fáir ensku þannig að ég var tilneyddur til að læra tungumálið. Það gekk bara mjög vel og eftir svona sex mánuði var ég farinn að geta bjargað mér alls staðar. Íslendingar sem ég hef þekkt í gegnum tíðina er alveg úrvals fólk, fyrsta flokks.““ Fann ástina í kjörbúð Salmann fann ástina tvisvar á Íslandi. Hann kynntist fyrstu eiginkonu sinni þegar hann hafði dvalið á landinu í tvö ár, þau eignuðust saman tvö börn en skildu árið 1983. Svo hitti hann stóru ástina í lífi sínu, hana Ingibjörgu Sigurjónsdóttur sem hann er enn giftur í dag. „Ég kynntist henni árið 1984 og hún er búin að þola mig í öll þessi ár. Ég bjó í Breiðholti og hún líka. Ég sá hana í verslun í Drafnarfelli, hún var að versla og ég sagði ég skal tala við þessa konu. Ég beið fyrir utan búðina þangað til hún var búin að versla. Ég kynnti mig og sagði henni að mig langaði að fá mér kaffi og tala við hana. Hún var ekki mjög spennt fyrst. En svo hringdi hún seinna og við höfum verið saman síðan.“Flóttamenn vilja vinna Salmann segir skyldu okkar að taka vel á móti flóttamönnum. „Ég held að það sé skylda sem við berum sem manneskjur að taka vel á móti fólki sem bankar á hurðina hjá okkur og óskar eftir aðstoð. En auðvitað verðum við að skipuleggja vel hvernig við getum tekið á móti fólki og boðið því það besta sem við getum. Þegar fólk flýr, og ég þekki þetta af eigin raun, þá flýr það ekki útaf trúarbrögðum. Það eru fleiri en múslimar á flótta, frá Sýrlandi flýr líka kristið fólk. Alls konar fólk flýr þaðan. Við megum ekki fara að flokka fólk. Flóttamaður, hann er manneskja fyrst og fremst. Hann er að flýja hættuna. Við verðum auðvitað að gera allar ráðstafanir, skaffa húsnæði, túlkaþjónustu, læknisþjónustu, allt þetta þannig að við getum boðið það besta.“ Hann minnir á að þeir sem hingað komi vilji leggja sitt af mörkum til samfélagsins. „Þeir vilja bara byrja að taka þátt í samfélaginu, flestir þeirra eru ungir menn sem eru ekki vanir að sitja heima, þetta er allt saman vinnandi fólk og sumir hámenntaðir. Þeir vilja komast bara inn í samfélögin og fara að vinna. Tölur segja að atvinnuleysi sé minnkandi hér. Það má ekki gleyma að það eru um 30 þúsund útlendingar hérna. En samt er atvinnuleysi minnst hér í Evrópu, hvað er þetta fólk að tala um sem segir að hingað komi fólk að stela vinnu? Þetta sama fólk segir síðan að þetta fólk sé að koma hingað að lifa af bótum, segir hann og bendir á þversögnina.Frelsi fylgir ábyrgð Bág staða kvenna í múslimskum menningarheimi er oft rædd. Salmann segir múslima verða að fara að íslenskum lögum og sjálfur aðhyllist hann frjálsræði kvenna. „Staðan er alveg eins og þín staða og hverrar einustu konu. Hérna höfum við lög sem verja auðvitað okkar samfélag. Kvennaathvarfið var ekki gert fyrir múslimskar konur, það var gert fyrir íslenskar konur sem voru kristnar. Það eru til svona menn í öllum samfélögum og öllum trúarbrögðum,“ segir hann og vísar í menn sem leggja hendur á konur „Sem betur fer höfum við hér lög sem virka á alla. Ef einhver brýtur lögin þá á hann að fá sína refsingu, og harða refsingu finnst mér. Það er engin hætta á að þetta hálfa prósent þjóðarinnar sem múslimar eru hafi áhrif á 99,5 prósent hennar. Við erum 1500 manns múslimar á Íslandi. Við erum fáir í samfélaginu og ég skil ekki þetta hatur.“ Honum finnst refsingar fyrir nauðgun ófullnægjandi á Íslandi. „Mig langar að breyta mörgu, refsingar við nauðgun er vanvirðing. Það er margt sem ég er ekki sáttur við. Ég er hrifinn af kvennafrjálsræði en frelsi fylgir ábyrgð. Ég er stoltur af því að konur eru meira menntaðar í mínu heimalandi. Fleiri stelpur í háskólunum en strákar,“ segir Salmann og minnir á að konur og karlar í Íslam eru sköpuð úr einni sál.“ Leiðrétting frá skrifstofu forseta Íslands: Skrifstofa forseta Íslands telur nauðsynlegt að leiðrétta rangfærslu í viðtali Fréttablaðsins í dag við Salmann Tamimi. Þar segir um skoðunsendiherra Sádi-Arabíu á lóð undir fyrirhugaða moskubyggingu: „Forsetabíllinn keyrði sendiherra á lóðina okkar og fór að skoða hana.“Þetta er rangt. Sendiherrann var 5. mars einungis keyrður, eins og venja er, frá hóteli til Bessastaða og aftur til baka. Lýsing SalmannsTamimi á sér því enga stoð. Eins og fram kemur á heimasíðu forsetaembættisins sagðist sendiherrann hafa skoðað lóðina daginn áður. Föstudagsviðtalið Trúmál Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
"Við báðum ekkert um styrk, við vissum ekkert um styrk, við fengum engan styrk og höfum ekki fengið krónu. Ég tók þriggja milljóna veð í minni íbúð til að geta haldið áfram með teiknisamkeppni fyrir moskunni,“ segir Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi. Salmann vísar í orð Ólafs Ragnars Grímssonar sem sagði á dögunum ástæðu til þess að Íslendingar vöknuðu til vitundar um vandann sem fylgir öfgafullri íslamstrú; sem sé sá mesti frá tímum nasista. Sá vandi verði ekki leystur með barnalegri einfeldni og aðgerðum á sviði umburðarlyndis og félagslegra umbóta. Tilefni ummæla forsetans voru atburðirnir í París. Ólafur Ragnar sagði einnig við þetta sama tækifæri að hann hefði komist að því á fundi með fulltrúum erlends ríkis fyrir nokkru, að ríki sem vill rækta öfgakennt íslam vildi skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. Hafa ekki fengið styrk „Forsetaembættið gaf út yfirlýsingu á sínum tíma þegar Ólafur Ragnar hitti sendiherra Sádi-Arabíu sem tjáði forsetanum að þeir ætli að styrkja byggingu moskunnar um milljón dollara. Forsetabíllinn keyrði sendiherra á lóðina okkar og fór að skoða hana. Við vissum ekkert um það. Ég gaf yfirlýsingu þegar ég var spurður að þessu. Ég sagði: Hvar eru þessir milljón dollarar? Enginn kom til okkar.“ Salmann segist fyrst hafa heyrt af heimsókninni í yfirlýsingu forsetaembættisins og strax gefið út að það kæmi ekki til greina að taka við peningunum. „Við tökum ekki við peningum frá fasistaríki. Þótt okkur hefði verið boðnir milljón dollarar – þeir voru að tala saman og ég veit ekkert hvað fór þeim á milli – en af hverju segir forsetinn honum ekki að skipta sér ekki af þessu. Salmann segir forsetann stuðla að sundrungu en ekki sameiningu með þessum orðum sínum. „Forsetinn, sem á að vera sameiningartákn þjóðarinnar, er farinn að reyna sundra okkur í pólitískum tilgangi,“ segir hann og telur líka til forsætisráðherrann og umræðu í kringum borgarstjórnarkosningar. Ábyrgð stjórnmálamanna sé rík, þeir þurfi að gæta þess að ala ekki á hræðslu. Það geti haft afdrifaríkar afleiðingar. „Mér finnst sóðalegt að pólitíkusar noti svona aðferðir til að ná í atkvæði, það finnst mér ekki heilbrigt. Það er verið að ala á hræðslu. Þeir eiga að vita að svona hræðsla er stórhættuleg. Það er með svona áróðri og svona hræðslu sem við komum Hitler til valda. Mörg vandamál í heiminum eru uppsprottin af þessari sundrungu.“ Salmann segir hræsni að Sádi-Arabía ætli sér að gefa peninga til velferðarríkisins Íslands ámeðan fólk svelti í þeirra heimshluta. „Ég vil að þessir milljón dollarar renni til stríðssærðs fólks í Jemen.“Hættulegt að ala á hræðslu Salmann hefur verið áberandi í fjölmiðlum upp á síðkastið og rætt um hatursáróður gegn múslimum sem var áberandi í kringum umræðuna um mosku á Íslandi og nú eftir hryðjuverkin í París. „Í raun og veru byrjaði þetta eftir 11. september. Þá fór rasismi og hatursáróður að aukast – fólk fór að kenna múslimum um öll vandamál í heiminum. Rasistar eru alltaf á móti öllum, ég minnist Víetnama, Litháanna og Pólverjanna, mér finnst þetta vera sjúkdómur í landinu,“ segir Salmann.Finna múslimar fyrir auknum fordómum og hatursáróðri eftir hryðjuverkin í París? „Það sem mér finnst hættulegt er að upp á síðkastið eru pólitíkusar farnir að nota svona áróður til að ná einhverjum pólitískum markmiðum. Það finnst mér stórhættulegt. Embættismenn eða stjórnmálaflokkar eru farnir að sundra þjóðinni, þá finnst mér við vera komin á hættulega braut.Skotleyfi á múslima í orðræðu Salmann segir skotleyfi gefið á múslima í orðræðunni. „Í raun og veru þá má ekki, sem betur fer, vera með áróður gagnvart konum eða samkynhneigðu fólki eða gyðingum en það er leyfilegt gagnvart múslimum og íslam. Ef þriðjungur mannkyns er alveg eins og stjórnmálamenn lýsa okkur þá er heimurinn voðalega slæmur. Hvað hafa múslimar gert til að uppskera þetta hér á landi? Þetta er fáfræði hjá þjóðinni, því miður. Við erum talin þjóð sem les og er vel menntuð en mér finnst fáránlegt þegar það er hlustað á fólk sem veit hvorki eitt né neitt um íslam en talar um trúna eins og það sé sérfræðingar. Við erum aldrei spurðir. Við erum að auglýsa fyrirlestra, ef fólk vill koma og fræðast um íslam en við fáum ekki það fólk sem er á móti Íslam. Við viljum að fólk komi til að fræðast og spyrja. Hvernig ætlar fólk að þekkja mig án þess að tala við mig?“Kærði morðhótunNú stendur til að rannsaka hatursglæpi hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er þörf á því að rannsaka þá og hatursáróður á Íslandi? „Auðvitað, því þetta er stórhættulegt. Í júní í fyrra fékk ég morðhótun. Það var óhugnanleg morðhótun sem ég kærði til lögreglunnar. Það er eitt og hálft ár síðan og ég er ekki búinn að fá svar,“ segir Salmann. Hann segir lögregluna hafa látið málið falla niður í fyrstu. Sú ákvörðun hafi verið kærð til ríkissaksóknara sem hafi gert lögreglu að taka upp rannsókn málsins. Það var í janúar á þessu ári sem ríkissaksóknari gaf lögreglunni þessi tilmæli en enn hefur Salmann ekkert heyrt frá lögreglunni. „Það er nærri því ár síðan, eða í janúar á síðasta ári.“Æsingatal ýtir undir ódæðisverk Morðhótunin vakti mikinn ugg með honum og fjölskyldu hans. Hann segist eiga rétt á vörn samfélagsins fyrir ógn eins og aðrir Íslendingar. „Hann las ábyggilega gamlar víkingasögur því hann ætlar að flá skinnið af mér og drepa mig. Ég trúi því ekki að einhver geri svona í illsku sinni, en ég veit það samt ekki. Breivik var ábyggilega talinn heilbrigður áður en hann framdi sín ódæðisverk og krakkarnir í París hafa ábyggilega verið talin í lagi. Maður veit aldrei hvað þessir brjálæðingar gera. Við verðum að veita þegnum samfélagsins þá vörn sem þarf. Þetta æsingatal, ýtir manneskjum til að fremja ódæðisverk. Krefst varnar Hann minnist þess þegar settur var svínshaus á lóð þar sem moska á að rísa. „Lögregla tók þátt í að fjarlægja sönnunargögnin með því að henda þeim í ruslið. Erum við að bíða eftir einhverju? Ég krefst þess að fá vörn. Ég er búinn að vera í landinu í 45 ár og ég er búinn að gera mitt; vinna, borga skatta og allt það. Ég á börn og níu barnabörn. Hvar er minn réttur? Þarf ég að gjalda fyrir það sem ég hef í hausnum og mínu hjarta? Trúin er í mínu hjarta og heilanum á mér. Ég er bara mjög stoltur af því að vera múslimi. Ég elska íslam og er búinn að stúdera íslam og líka búinn að stúdera kristna trú. En ég er hissa þegar fólk blaðrar eitthvað svona sem það hefur ekki hugmynd um, það fær meðbyr í fjölmiðlum í öllu svona rugli.“ Salmann hefur búið á Íslandi í 45 ár, hann á níu barnabörn og hefur notið farsældar. Hann minnir á að hann og aðrir íslenskir múslimar eigi rétt á sömu vernd og aðrir í samfélaginu. Fréttablaðið/AntonÓttast þriðju heimsstyrjöldina Hatursáróður hefur aukist í Evrópu eftir hryðjuverkin í París. Salmann segist telja það vera vegna þess hversu nálæg ógnin af ISIS er. Hann minnir á að Vesturveldin eigi ríkan þátt í því ófriðarástandi sem hefur skapast í Afríku og Mið-Austurlöndum. Nú þurfi almenningur að krefja ráðamenn um að stuðla að friði en ekki frekara stríði og ógnum. „Þetta er komið nálægt okkur. París, London, Madríd og í Noregi. Áður fyrr var þetta langt frá. Það hefur ríkt styrjöld í langan tíma, frá 2001 þegar Bandaríkin og Nató fóru að ráðast á Afganistan. Það var árið 2003 þegar Ísland samþykkti árás á Írak,“ segir Salmann og segir þá árás hafa reynst afdrifaríka og styrkt hryðjuverkasamtök á borð við Isis og Al Kaída. „Við erum ekkert að pæla í þeim milljónum sem hafa dáið þarna. Daglega eru hryðjuverk framin í Sýrlandi, Írak, Sómalíu og Lýbíu. Ísland með sinni þátttöku í Nató er þátttakandi í þessu. En besta leiðin til að losna við þessa hræðslu er að semja um frið. En ekki að vera alltaf að æsa fólk til að drepa meira, gera fleiri árásir og sprengja meira. Stríðið gegn hryðjuverkum, hvað hefur það skapað okkur? „Meiri hryðjuverk.“ Við verðum að stoppa og hugsa. Eigum við að byggja 21. öldina á hatri og styrjöldum. Ég er hræddastur um að þriðja heimsstyrjöldin sé að byrja út af þessu hernaðarbrölti stórveldanna. Við gjöldum fyrir afskipti stjórnmálamanna. Ég og þú. Almenningur þarf að standa upp og segja hingað og ekki lengra. Við tökum ekki þátt í þessu.“ Laminn af hermönnum Salmann er fæddur í Jerúsalem í Palestínu og var tólf ára gamall þegar borgin var hernumin. „Jerúsalem var alveg dýrðleg áður en Ísraelsmenn komu árið 1967. Ég var svo ánægður í æsku minni þar, þetta var svo falleg borg og fallegt land. Herinn var svo óhugnanlegur og var að stoppa okkur unga krakka. Á leiðinni í skólann var sparkað í okkur og þeir ásökuðu okkur um að kasta steinum í þá. Þetta var tóm lygi. Við vorum náttúrulega hræddir en hræðslan hverfur með tímanum. Þegar maður er barinn aftur og aftur af hermönnum þá missir maður virðinguna fyrir þeim. Þá byrjar maður að taka þátt í mótmælagöngum, steinkasti á móti hermönnum, skothríð og fólk særist. Þetta er óhugnanlegt. Fólk skilur ekki stríðið – það er leiðinlegt að það skuli ekki setja sig í spor annarra.“ Hann segir þetta augljóslega hafa mótað sig. „Ég fæddist frjáls og var þangað til ég var 12 ára gamall. Þá mátti ég aldrei gleyma nafnskírteininu og mátti ekki vera skítugur á höndunum því hermenn báðu mann að opna hendurnar og ef þeir sáu að maður var með mold á höndunum þá vorum við lamdir í klessu því þá héldu þeir að við hefðum verið að kasta grjóti. Maður þurfti að passa sig og við gátum ekki leikið okkur eftir klukkan 6 eða 7 á kvöldin. Þá var útgöngubann og skothríð. Maður var alltaf hræddur. Ég vona að það þurfi enginn að líða þetta. Við verðum að losna við hatrið, yfirganginn. Reyna að búa til heim þar sem allir hafa sín gildi.“ Hreifst af gleði Íslendinga Salmann kom til Reykjavíkur þann 3. júní 1971. En af hverju Ísland? „Ég var búinn með menntaskólann sextán ára. Fékk inngöngu í bandarískan háskóla og ætlaði að læra læknisfræði. Bróðir minn var hérna. Hann kom árið 1966, rétt fyrir stríðið í nóvember og fékk ekki að snúa aftur því þeir Palestínumenn sem voru ekki á staðnum við hernámið fengu ekki að koma til baka. Ég ætlaði að koma hingað að vinna í þrjá mánuði áður en ég færi til Bandaríkjanna. En ég hef aldrei komist til Bandaríkjanna og þakka guði fyrir það að ég tók ákvörðun um að fara ekki. Ég varð strax hrifinn af Reykjavík,“ segir hann. „Þetta var fallegt sumar og bjart, mér fannst þetta spennandi. Svo kom 17.júní og það var rosaleg upplifun. Ég hef aldrei séð fólk svona glatt, dansandi og hoppandi. Ég sagði þá hérna ætla ég að vera.“ Salmann einsetti sér að læra íslensku og fór að vinna. Fyrst í steinsmiðju S.Helgasonar og svo fór hann á sjó. „Skipstjórinn spurði: viltu ekki vera með? Jú, jú, sagði ég. Hafði aldrei séð skip. Ég var þrjú eða fjögur ár á sjó. Þetta var ævintýri. Ég lærði íslensku með því að vinna með körlunum þarna. Það töluðu fáir ensku þannig að ég var tilneyddur til að læra tungumálið. Það gekk bara mjög vel og eftir svona sex mánuði var ég farinn að geta bjargað mér alls staðar. Íslendingar sem ég hef þekkt í gegnum tíðina er alveg úrvals fólk, fyrsta flokks.““ Fann ástina í kjörbúð Salmann fann ástina tvisvar á Íslandi. Hann kynntist fyrstu eiginkonu sinni þegar hann hafði dvalið á landinu í tvö ár, þau eignuðust saman tvö börn en skildu árið 1983. Svo hitti hann stóru ástina í lífi sínu, hana Ingibjörgu Sigurjónsdóttur sem hann er enn giftur í dag. „Ég kynntist henni árið 1984 og hún er búin að þola mig í öll þessi ár. Ég bjó í Breiðholti og hún líka. Ég sá hana í verslun í Drafnarfelli, hún var að versla og ég sagði ég skal tala við þessa konu. Ég beið fyrir utan búðina þangað til hún var búin að versla. Ég kynnti mig og sagði henni að mig langaði að fá mér kaffi og tala við hana. Hún var ekki mjög spennt fyrst. En svo hringdi hún seinna og við höfum verið saman síðan.“Flóttamenn vilja vinna Salmann segir skyldu okkar að taka vel á móti flóttamönnum. „Ég held að það sé skylda sem við berum sem manneskjur að taka vel á móti fólki sem bankar á hurðina hjá okkur og óskar eftir aðstoð. En auðvitað verðum við að skipuleggja vel hvernig við getum tekið á móti fólki og boðið því það besta sem við getum. Þegar fólk flýr, og ég þekki þetta af eigin raun, þá flýr það ekki útaf trúarbrögðum. Það eru fleiri en múslimar á flótta, frá Sýrlandi flýr líka kristið fólk. Alls konar fólk flýr þaðan. Við megum ekki fara að flokka fólk. Flóttamaður, hann er manneskja fyrst og fremst. Hann er að flýja hættuna. Við verðum auðvitað að gera allar ráðstafanir, skaffa húsnæði, túlkaþjónustu, læknisþjónustu, allt þetta þannig að við getum boðið það besta.“ Hann minnir á að þeir sem hingað komi vilji leggja sitt af mörkum til samfélagsins. „Þeir vilja bara byrja að taka þátt í samfélaginu, flestir þeirra eru ungir menn sem eru ekki vanir að sitja heima, þetta er allt saman vinnandi fólk og sumir hámenntaðir. Þeir vilja komast bara inn í samfélögin og fara að vinna. Tölur segja að atvinnuleysi sé minnkandi hér. Það má ekki gleyma að það eru um 30 þúsund útlendingar hérna. En samt er atvinnuleysi minnst hér í Evrópu, hvað er þetta fólk að tala um sem segir að hingað komi fólk að stela vinnu? Þetta sama fólk segir síðan að þetta fólk sé að koma hingað að lifa af bótum, segir hann og bendir á þversögnina.Frelsi fylgir ábyrgð Bág staða kvenna í múslimskum menningarheimi er oft rædd. Salmann segir múslima verða að fara að íslenskum lögum og sjálfur aðhyllist hann frjálsræði kvenna. „Staðan er alveg eins og þín staða og hverrar einustu konu. Hérna höfum við lög sem verja auðvitað okkar samfélag. Kvennaathvarfið var ekki gert fyrir múslimskar konur, það var gert fyrir íslenskar konur sem voru kristnar. Það eru til svona menn í öllum samfélögum og öllum trúarbrögðum,“ segir hann og vísar í menn sem leggja hendur á konur „Sem betur fer höfum við hér lög sem virka á alla. Ef einhver brýtur lögin þá á hann að fá sína refsingu, og harða refsingu finnst mér. Það er engin hætta á að þetta hálfa prósent þjóðarinnar sem múslimar eru hafi áhrif á 99,5 prósent hennar. Við erum 1500 manns múslimar á Íslandi. Við erum fáir í samfélaginu og ég skil ekki þetta hatur.“ Honum finnst refsingar fyrir nauðgun ófullnægjandi á Íslandi. „Mig langar að breyta mörgu, refsingar við nauðgun er vanvirðing. Það er margt sem ég er ekki sáttur við. Ég er hrifinn af kvennafrjálsræði en frelsi fylgir ábyrgð. Ég er stoltur af því að konur eru meira menntaðar í mínu heimalandi. Fleiri stelpur í háskólunum en strákar,“ segir Salmann og minnir á að konur og karlar í Íslam eru sköpuð úr einni sál.“ Leiðrétting frá skrifstofu forseta Íslands: Skrifstofa forseta Íslands telur nauðsynlegt að leiðrétta rangfærslu í viðtali Fréttablaðsins í dag við Salmann Tamimi. Þar segir um skoðunsendiherra Sádi-Arabíu á lóð undir fyrirhugaða moskubyggingu: „Forsetabíllinn keyrði sendiherra á lóðina okkar og fór að skoða hana.“Þetta er rangt. Sendiherrann var 5. mars einungis keyrður, eins og venja er, frá hóteli til Bessastaða og aftur til baka. Lýsing SalmannsTamimi á sér því enga stoð. Eins og fram kemur á heimasíðu forsetaembættisins sagðist sendiherrann hafa skoðað lóðina daginn áður.
Föstudagsviðtalið Trúmál Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira