Landflóttinn mikli? Frosti Ólafsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Meintur landflótti ungra Íslendinga hefur farið hátt í umræðu undanfarinna daga og ýmsar kenningar á lofti um orsakirnar. Fáir hafa þó velt fyrir sér hvort fyrirliggjandi gögn endurspegli raunverulegan vanda. Við nánari athugun er alls ekki ljóst að svo sé. Kveikjan að umræðunni eru tölur Hagstofunnar um mannfjöldaþróun sem birtust í upphafi mánaðarins. Í þeim kemur fram að brottfluttir Íslendingar voru 640 umfram aðflutta á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þetta er talið skjóta skökku við í ljósi þess að hér er mikill hagvöxtur, atvinnuþátttaka að nálgast hámark og efnahagshorfur góðar. Sú tilgáta hefur fest sig í sessi að brottflutninginn megi einkum rekja til ungra, menntaðra Íslendinga. Þegar þessar tölur eru rýndar kemur þó eftirfarandi í ljós: Brottflutningur Íslendinga á haustin er ekki nýr af nálinni. Á Hagstofunni ná ársfjórðungsleg gögn um flutning milli landa aftur til ársins 2010. Öll árin eiga það sammerkt að á þriðja ársfjórðungi flytja mun fleiri Íslendingar frá landi en til landsins, eða 575 á ári að meðaltali. Þetta má vafalaust rekja til ungra Íslendinga sem hefja nám erlendis að hausti til. Alþjóðavæðing breytir stöðugt íbúasamsetningu. Ef horft er til þróunarinnar síðustu þrjá áratugi hafa að meðaltali 540 fleiri Íslendingar flutt úr landi en til landsins á ári hverju. Á sama tíma hafa einstaklingar hvaðanæva úr heiminum ákveðið að setjast að á Íslandi. Meðaltal aðfluttra erlendra ríkisborgara umfram brottflutta á umræddu tímabili er 980 manns. Heilt yfir flytja því fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Það sama á við um árið í ár. Ungir Íslendingar hafa alltaf verið meginþorri brottfluttra. Á síðustu þremur áratugum hafa að meðaltali 330 fleiri Íslendingar á aldrinum 21 til 30 ára flutt úr landi en til landsins, samtals um 10.000 manns. Hlutdeild þessa hóps í heildarbrottflutningi nemur því um 60% á tímabilinu. Árið 2015 er hlutdeildin 47% og hlutdeild ungs fólks því minni en á meðalári. Hagvöxtur hefur hverfandi áhrif á brottflutning ungs fólks. Hjá ungu fólki er fylgni á milli brottflutnings og hagvaxtar mjög lítil. Hvort sem er góðæri eða kreppa þá flytur ungt fólk úr landi. Aðeins tvö dæmi eru um að fleira fólk á aldrinum 21 til 30 ára hafi flutt til landsins en frá því á síðustu þremur áratugum; árin 1987 og 1988. Þannig vill svo til að árið 1987 var skattalaust ár á Íslandi. Það er fjölmargt sem gera má til að bæta lífskjör á Íslandi. Ef staðreyndir sýna að einn þjóðfélagshópur stendur sérstaklega höllum fæti á Íslandi samanborið við önnur ríki ætti að taka slíkt alvarlega. Það er aftur á móti ekki líklegt til árangurs að byggja efnahagsaðgerðir á getgátum eða síbreytilegri fjölmiðlaumræðu. Fullyrðingar um landflótta ungs menntafólks hafa sprottið upp víða og málið verið tekið sérstaklega upp á Alþingi. Þar vísa aðilar til fjölmiðlaumfjöllunar máli sínu til stuðnings. Fyrirliggjandi gögn sýna aftur á móti að lítið hefur breyst hjá ungu fólki og ekkert liggur fyrir um menntunarstig brottfluttra. Orsakir þess að brottflutningur Íslendinga er meiri en á meðalári geta verið fjölmargar, bæði jákvæðar og neikvæðar, og um að gera að kanna þær nánar. Þar til sú greining hefur átt sér stað verður umræða um nauðsynlegar aðgerðir þó marklítil. Landflóttinn mikli gæti allt eins verið lítill eða enginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meintur landflótti ungra Íslendinga hefur farið hátt í umræðu undanfarinna daga og ýmsar kenningar á lofti um orsakirnar. Fáir hafa þó velt fyrir sér hvort fyrirliggjandi gögn endurspegli raunverulegan vanda. Við nánari athugun er alls ekki ljóst að svo sé. Kveikjan að umræðunni eru tölur Hagstofunnar um mannfjöldaþróun sem birtust í upphafi mánaðarins. Í þeim kemur fram að brottfluttir Íslendingar voru 640 umfram aðflutta á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þetta er talið skjóta skökku við í ljósi þess að hér er mikill hagvöxtur, atvinnuþátttaka að nálgast hámark og efnahagshorfur góðar. Sú tilgáta hefur fest sig í sessi að brottflutninginn megi einkum rekja til ungra, menntaðra Íslendinga. Þegar þessar tölur eru rýndar kemur þó eftirfarandi í ljós: Brottflutningur Íslendinga á haustin er ekki nýr af nálinni. Á Hagstofunni ná ársfjórðungsleg gögn um flutning milli landa aftur til ársins 2010. Öll árin eiga það sammerkt að á þriðja ársfjórðungi flytja mun fleiri Íslendingar frá landi en til landsins, eða 575 á ári að meðaltali. Þetta má vafalaust rekja til ungra Íslendinga sem hefja nám erlendis að hausti til. Alþjóðavæðing breytir stöðugt íbúasamsetningu. Ef horft er til þróunarinnar síðustu þrjá áratugi hafa að meðaltali 540 fleiri Íslendingar flutt úr landi en til landsins á ári hverju. Á sama tíma hafa einstaklingar hvaðanæva úr heiminum ákveðið að setjast að á Íslandi. Meðaltal aðfluttra erlendra ríkisborgara umfram brottflutta á umræddu tímabili er 980 manns. Heilt yfir flytja því fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Það sama á við um árið í ár. Ungir Íslendingar hafa alltaf verið meginþorri brottfluttra. Á síðustu þremur áratugum hafa að meðaltali 330 fleiri Íslendingar á aldrinum 21 til 30 ára flutt úr landi en til landsins, samtals um 10.000 manns. Hlutdeild þessa hóps í heildarbrottflutningi nemur því um 60% á tímabilinu. Árið 2015 er hlutdeildin 47% og hlutdeild ungs fólks því minni en á meðalári. Hagvöxtur hefur hverfandi áhrif á brottflutning ungs fólks. Hjá ungu fólki er fylgni á milli brottflutnings og hagvaxtar mjög lítil. Hvort sem er góðæri eða kreppa þá flytur ungt fólk úr landi. Aðeins tvö dæmi eru um að fleira fólk á aldrinum 21 til 30 ára hafi flutt til landsins en frá því á síðustu þremur áratugum; árin 1987 og 1988. Þannig vill svo til að árið 1987 var skattalaust ár á Íslandi. Það er fjölmargt sem gera má til að bæta lífskjör á Íslandi. Ef staðreyndir sýna að einn þjóðfélagshópur stendur sérstaklega höllum fæti á Íslandi samanborið við önnur ríki ætti að taka slíkt alvarlega. Það er aftur á móti ekki líklegt til árangurs að byggja efnahagsaðgerðir á getgátum eða síbreytilegri fjölmiðlaumræðu. Fullyrðingar um landflótta ungs menntafólks hafa sprottið upp víða og málið verið tekið sérstaklega upp á Alþingi. Þar vísa aðilar til fjölmiðlaumfjöllunar máli sínu til stuðnings. Fyrirliggjandi gögn sýna aftur á móti að lítið hefur breyst hjá ungu fólki og ekkert liggur fyrir um menntunarstig brottfluttra. Orsakir þess að brottflutningur Íslendinga er meiri en á meðalári geta verið fjölmargar, bæði jákvæðar og neikvæðar, og um að gera að kanna þær nánar. Þar til sú greining hefur átt sér stað verður umræða um nauðsynlegar aðgerðir þó marklítil. Landflóttinn mikli gæti allt eins verið lítill eða enginn.
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar