Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 10:47 Við, undirrituð, skorum á Reykjavíkurborg að semja við menntaða matráða og falla frá þeirri stefnu að kaupa aðkeyptan mat í leik- og grunnskólum landsins. Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að fagmenntað fólk starfi í eldhúsum leik- og grunnskóla borgarinnar. Í Matarstefnu Reykjavíkurborgar frá 2018-2022 var sett fram markmið um að maturinn væri framleiddur í nærumhverfi neytandans. Mælikvarðinn á árangur var það hlutfall matargesta sem fengi mat sem framleiddur væri á starfsstað þeirra, á vegum Reykjavíkurborgar, og stefnt var á að hækka það hlutfall. Þvert á þetta markmið höfum við orðið þess vör að stefna borgarinnar undanfarin ár sé að ráða ekki fagmenntaða einstaklinga í eldhús leik- og grunnskóla í stað þeirra sem hætta þar störfum, heldur færa framleiðslu matarins yfir í miðlæg eldhús. Þar þarf eðlilega að framleiða matinn mörgum klukkutímum áður en hans er neytt. Þessari þróun höfum við miklar áhyggjur af. Aðkeyptur matur hefur reynst bæði óhentugur og óhagkvæmur. Maturinn er oft gjörunninn, sem hefur áhrif á gæði og næringargildi hans. Yfirleitt er í innihaldi hans umframmagn af ráðlögðum skammti af salti og sykri, auk þess sem hann inniheldur oft á tíðum aukaefni sem geta verið skaðleg heilsu barna. Matur barnanna á að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis um næringu barna, en aðkeyptur matur gerir það ekki, sem glöggt má sjá þegar skoðaðir eru matseðlar þjónustuaðila í þessum geira. Auk þess stuðlar aðkeyptur matur að matarsóun, þar sem börnunum finnst maturinn oft ólystugur og vilja ekki borða hann, loks þegar hann er borin á borð. Matarnýtni er betri þar sem tenging á milli eldhúss og neytenda er meiri og því auðveldara að aðlaga það magn sem eldað er eftir fjölda og nýta afganga betur þar sem eldhús er á staðnum. Bæði er tiltekið í Matarstefnunni 2018-2022 að unnið skuli gegn matarsóun í borginni. Þá er eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna það að vinna gegn matarsóun, þar sem það hefur í för með sér slæm áhrif á umhverfið, er sóun á auðlindum og kostar fé. Mikilvægi þess að fagþekking sé til staðar í eldhúsum leik- og grunnskóla hefur nýlega sýnt sig í íslensku samfélagi þegar í ljós komu afleiðingar þess að alvarleg mistök áttu sér stað í eldhúsi í leikskóla í borginni, sem meðal annars mátti rekja til skorts á fagmenntun. Það að flytja for eldaðan mat langa vegalengd teljum við ekki til þess fallið að auka matvælaöryggi. Við teljum að besta lausnin sé að ráða fagmenntað starfsfólk í störf í eldhúsum á leik- og grunnskólum, sem eru sérfræðingar í heilnæmum og næringarríkum mat. Það getur tryggt að maturinn sé heilsusamlegur, bragðgóður, stuðli að betri matarmenntun barna og eldaður í réttu magni. En til þess að svo geti orðið þarf að horfa til þeirra launa sem í boði eru fyrir fagfólk í matreiðslu í leik- og grunnskólum, sem eru of lág. Orðrétt kemur fram í áðurnefndri Matarstefnu: „Matur á að vera mikilvægur þáttur í menntun barna og starfsemi skóla í Reykjavík, í gegnum mat er hægt að læra og vel nærð börn eiga þar fyrir utan betur með að læra í hinum hefðbundnu námsgreinum.“ Við, undirrituð, tökum undir það og teljum að farsælast sé að matarmenntun barna sé í höndum þeirra sem hafa fagþekkingu og færni til að útbúa næringarríkan og vandaðan mat. Við skorum á stjórnendur og yfirvöld í Reykjavíkurborg að endurskoða núverandi stefnu og tryggja að leik- og grunnskólar ráði fagmenntað starfsfólk í þessi mikilvægu störf. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja að börnin fái staðgóða næringu til að vaxa, þroskast og ná sínum besta árangri bæði í skólanum og í lífinu almennt. Við áréttum að matvælaöryggi, heilsa og vellíðan barna eiga að vera forgangsatriði, og matreiðsla í skólaumhverfi er stórt skref í áttina að betra, umhverfisvænna og heilbrigðara samfélagi. F.h. foreldraráða Brekkuborgar, Funaborgar, Engjaborgar, Klettaborgar, Fífuborgar, Sunnufoldar og ungbarnaleikskólans Ársólar. Höfundur er í foreldraráði Brekkuborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Heilbrigðismál Matur Grunnskólar Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Við, undirrituð, skorum á Reykjavíkurborg að semja við menntaða matráða og falla frá þeirri stefnu að kaupa aðkeyptan mat í leik- og grunnskólum landsins. Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að fagmenntað fólk starfi í eldhúsum leik- og grunnskóla borgarinnar. Í Matarstefnu Reykjavíkurborgar frá 2018-2022 var sett fram markmið um að maturinn væri framleiddur í nærumhverfi neytandans. Mælikvarðinn á árangur var það hlutfall matargesta sem fengi mat sem framleiddur væri á starfsstað þeirra, á vegum Reykjavíkurborgar, og stefnt var á að hækka það hlutfall. Þvert á þetta markmið höfum við orðið þess vör að stefna borgarinnar undanfarin ár sé að ráða ekki fagmenntaða einstaklinga í eldhús leik- og grunnskóla í stað þeirra sem hætta þar störfum, heldur færa framleiðslu matarins yfir í miðlæg eldhús. Þar þarf eðlilega að framleiða matinn mörgum klukkutímum áður en hans er neytt. Þessari þróun höfum við miklar áhyggjur af. Aðkeyptur matur hefur reynst bæði óhentugur og óhagkvæmur. Maturinn er oft gjörunninn, sem hefur áhrif á gæði og næringargildi hans. Yfirleitt er í innihaldi hans umframmagn af ráðlögðum skammti af salti og sykri, auk þess sem hann inniheldur oft á tíðum aukaefni sem geta verið skaðleg heilsu barna. Matur barnanna á að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis um næringu barna, en aðkeyptur matur gerir það ekki, sem glöggt má sjá þegar skoðaðir eru matseðlar þjónustuaðila í þessum geira. Auk þess stuðlar aðkeyptur matur að matarsóun, þar sem börnunum finnst maturinn oft ólystugur og vilja ekki borða hann, loks þegar hann er borin á borð. Matarnýtni er betri þar sem tenging á milli eldhúss og neytenda er meiri og því auðveldara að aðlaga það magn sem eldað er eftir fjölda og nýta afganga betur þar sem eldhús er á staðnum. Bæði er tiltekið í Matarstefnunni 2018-2022 að unnið skuli gegn matarsóun í borginni. Þá er eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna það að vinna gegn matarsóun, þar sem það hefur í för með sér slæm áhrif á umhverfið, er sóun á auðlindum og kostar fé. Mikilvægi þess að fagþekking sé til staðar í eldhúsum leik- og grunnskóla hefur nýlega sýnt sig í íslensku samfélagi þegar í ljós komu afleiðingar þess að alvarleg mistök áttu sér stað í eldhúsi í leikskóla í borginni, sem meðal annars mátti rekja til skorts á fagmenntun. Það að flytja for eldaðan mat langa vegalengd teljum við ekki til þess fallið að auka matvælaöryggi. Við teljum að besta lausnin sé að ráða fagmenntað starfsfólk í störf í eldhúsum á leik- og grunnskólum, sem eru sérfræðingar í heilnæmum og næringarríkum mat. Það getur tryggt að maturinn sé heilsusamlegur, bragðgóður, stuðli að betri matarmenntun barna og eldaður í réttu magni. En til þess að svo geti orðið þarf að horfa til þeirra launa sem í boði eru fyrir fagfólk í matreiðslu í leik- og grunnskólum, sem eru of lág. Orðrétt kemur fram í áðurnefndri Matarstefnu: „Matur á að vera mikilvægur þáttur í menntun barna og starfsemi skóla í Reykjavík, í gegnum mat er hægt að læra og vel nærð börn eiga þar fyrir utan betur með að læra í hinum hefðbundnu námsgreinum.“ Við, undirrituð, tökum undir það og teljum að farsælast sé að matarmenntun barna sé í höndum þeirra sem hafa fagþekkingu og færni til að útbúa næringarríkan og vandaðan mat. Við skorum á stjórnendur og yfirvöld í Reykjavíkurborg að endurskoða núverandi stefnu og tryggja að leik- og grunnskólar ráði fagmenntað starfsfólk í þessi mikilvægu störf. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja að börnin fái staðgóða næringu til að vaxa, þroskast og ná sínum besta árangri bæði í skólanum og í lífinu almennt. Við áréttum að matvælaöryggi, heilsa og vellíðan barna eiga að vera forgangsatriði, og matreiðsla í skólaumhverfi er stórt skref í áttina að betra, umhverfisvænna og heilbrigðara samfélagi. F.h. foreldraráða Brekkuborgar, Funaborgar, Engjaborgar, Klettaborgar, Fífuborgar, Sunnufoldar og ungbarnaleikskólans Ársólar. Höfundur er í foreldraráði Brekkuborgar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun