Bjarni fékk föðurlegt klapp á bakið frá framkvæmdastjóra OECD Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. september 2015 23:09 Helstu áskoranir sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir í efnahagslífinu næstu misseri eru miklar launahækkanir og losun fjármagnshafta. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og að góðar horfur í efnahagslífinu á Íslandi séu eftirtektaverðar. Efnahags- og framfarastofnunin gerir á tveggja ára fresti nýjar skýrslur um aðildarríki sín. Angel Gurría, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, er nú staddur hér á landi og kynnti í dag nýja skýrslu um Ísland. Í skýrslunni kemur fram að horfur í íslenskum efnahagsmálum eru góðar. Ísland hafi jafnað sig hraðar en önnur Evrópuríki eftir fjármálahrunið árið 2008. Stofnunin gerir ráð fyrir áframhaldandi hagvexti hér á landi á næstu árum. „Það verður um 4% hagvöxtur hér á þessu ári og um 3% á næsta ári og það er í alþjóðlegu samhengi mjög mikill hagvöxtur. Þið eruð líka með fjárlög í jafnvægi, jafnvel með smáafgangi,“ segir Angel Gurría. Hann segir stjórnvöld standa frammi fyrir nokkrum áskorunum. Þær helstu séu losun fjármagnshaftanna og miklar launahækkanir sem samið hafi verið um á vinnumarkaðnum síðustu misseri. „Þegar þið semjið um 20 eða 30% launahækkanir er það augljóslega ekki sjálfbært þegar til lengri tíma er litið. Það er af því að þetta er mjög hatrammt ferli. Einkageirinn vill ekki átök, ekki verkföll, verkalýðsfélögin þrýsta á og ríkisstjórnin er þarna á milli og þarf stundum að borga hluta reikningsins, svo þetta er ekki mjög skilvirkt kerfi. Við leggjum til að það verði tekið á þessu og kerfið gert skilvirkar og það verði minni núningur í kerfinu,“ segir Angel Gurría framkvæmdastjóri OECD. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Helstu áskoranir sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir í efnahagslífinu næstu misseri eru miklar launahækkanir og losun fjármagnshafta. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og að góðar horfur í efnahagslífinu á Íslandi séu eftirtektaverðar. Efnahags- og framfarastofnunin gerir á tveggja ára fresti nýjar skýrslur um aðildarríki sín. Angel Gurría, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, er nú staddur hér á landi og kynnti í dag nýja skýrslu um Ísland. Í skýrslunni kemur fram að horfur í íslenskum efnahagsmálum eru góðar. Ísland hafi jafnað sig hraðar en önnur Evrópuríki eftir fjármálahrunið árið 2008. Stofnunin gerir ráð fyrir áframhaldandi hagvexti hér á landi á næstu árum. „Það verður um 4% hagvöxtur hér á þessu ári og um 3% á næsta ári og það er í alþjóðlegu samhengi mjög mikill hagvöxtur. Þið eruð líka með fjárlög í jafnvægi, jafnvel með smáafgangi,“ segir Angel Gurría. Hann segir stjórnvöld standa frammi fyrir nokkrum áskorunum. Þær helstu séu losun fjármagnshaftanna og miklar launahækkanir sem samið hafi verið um á vinnumarkaðnum síðustu misseri. „Þegar þið semjið um 20 eða 30% launahækkanir er það augljóslega ekki sjálfbært þegar til lengri tíma er litið. Það er af því að þetta er mjög hatrammt ferli. Einkageirinn vill ekki átök, ekki verkföll, verkalýðsfélögin þrýsta á og ríkisstjórnin er þarna á milli og þarf stundum að borga hluta reikningsins, svo þetta er ekki mjög skilvirkt kerfi. Við leggjum til að það verði tekið á þessu og kerfið gert skilvirkar og það verði minni núningur í kerfinu,“ segir Angel Gurría framkvæmdastjóri OECD.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira