Ísland í dag: Er bílastæðavandi í miðborginni? Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. september 2015 21:30 Bílastæðavandi í miðborg Reykjavíkur hefur lengi verið til umræðu og hafa kaupmenn talað um það sem eina af ástæðum þess að hefðbundin verslun hefur vikið fyrir ferðamannaverslunum og jafnvel talað um vandinn sé að valda hnignun í verslun í miðbænum. En er þetta raunverulegur vandi?Úr íbúðahverfi í sitt hvora átt Til að svara þessari spurningu fékk Ísland í dag þau Björn Jón Bragason og Brynhildi Bolladóttur til að taka þátt í tilraun. Þau lögðu af stað frá sama heimilisfanginu; annað keyrði í Kringluna, fann stæði og fór í Vínbúðina á jarðhæðinni, en hitt keyrði niður í bæ og þurfti að koma sér í verslunina Herrahúsið-Adam á horni Laugavegs og Frakkastígs. Brynhildur ók niður í miðbæ en Björn Jón í Kringluna. Leiðin sem þau óku hófst við Frú Laugu við Laugalæk í 104 Reykjavík. Þaðan er um það bil jafn langt í Kringluna og niður í bæ.Óverulegur munurNiðurstaðan var sú að Björn Jón var tæpri mínútu fljótari á áfangastað en Brynhildur. Mestu munaði þó um röngu beygjuna sem Brynhildur tók á leiðinni út á Sæbraut en hún var þó fljótari en Björn Jón, um það bil tíu sekúndum, að aka sína leið og finna stæði. Brynhildur var 10 mínútur 23 sekúndur en Björn Jón 9 mínútur 38 sekúndur. Þessi tilraun leiddi því í ljós að óverulegur munur er á því að aka í bæinn til að versla og í Kringluna, þar sem eitt stærsta bílastæði landsins er til staðar. Fréttamaður ók leiðina síðdegis í dag til að kanna hvort að sama niðurstaða fengist. Það var ekki raunin því hann var um tveimur mínútum fljótari að aka niður í bæ og finna bílastæði en að aka í Kringluna og fá stæði. Í báðum tilfellum þurfti að ganga á bilinu 140-230 metra til að komast í verslunina sem stefnt var á.Ósammála um niðurstöðuna „Ég veit ekki hvað við getum dregið miklar ályktanir af þessu akkúrat en það er erfitt að finna stæði niðri í bæ, það þekkja allir sem sækja mikið niður í bæ,“ segir Björn Jón aðspurður um hvort niðurstaðan sýni fram á að bílastæðavandinn sé ofmetinn. „og því miður hefur verið viðskiptaflótti.“ Brynhildur er á öðru máli. „Já ég held að það sé algerlega klárt. Ég er ósammála Birni Jóni um að það sé bílastæðavandi í miðborginni. Ég athugaði í dag inn á vef Bílastæðasjóðs. Það voru laus stæði í öllum bílastæðahúsum í dag, mörg laus stæði, klukkan ellefu og klukkan fimm,“ segir hún. „Ég bý í bænum og starfa í bænum. Ég keyri ekki bíl dags daglega en ég er stundum á bíl og ég á aldrei í erfiðleikum að finna stæði. Ég átti ekki í neinum erfiðleikum með að finna stæði þarna og mér finnst þetta í raun frekar skrýtin umræða.“Vísar viðskiptaflótta á bug Brynhildur hafnar fullyrðingu Björns Jóns um viðskiptaflótta úr miðbænum. Bendir hún á að Dunkin' Donuts-röðin hafi verið enn þá í gær máli sínu til stuðnings. „Það er fyrst og fremst aðgengið, það er að segja umferðarflæði á stofnbrautunum er ekki nógu gott,“ segir hann. „Það bara að það sé gjaldtaka það fælir fólk frá. Borgin á fullt af bílastæðum annars staðar og rukkar ekki í stæði og því miður er ofsalega mikið af þessari rótgrónu verslun farin úr gamla bænum og mér finnst það miður.“ Björn Jón segir að ekki verði hægt að laða að verslunina aftur í bæinn nema með bættu aðgengi. Hann nefnir að fríum stæðum í bænum sem tilvalin væru fyrir fólk sem vinnur í bænum hafi fækkað. „Það eru til svo margar sniðugar lausnir á þessu sem mætti huga að,“ segir hann.Lundabúðirnar þurfa ekki stæði Sú verslun sem opnað hefur niðri í miðbænum eru svokallaðar Lundabúnaður en viðskiptavinir slíkra verslana þurfa fæstir á bílastæðum að halda. Björn Jón segir það vel að ferðaþjónustan vaxi í bænum en hefðbundin þjónusta hafi á sama tíma horfið. „Vaxtarbroddurinn í miðbænum er öll þessi ferðaþjónusta og það er auðvitað mjög vel en Íslendingum hefur bara því miður fækkað sem fara í verslunarerindi niður í bæ eða sækja aðra þjónustu,“ segir Björn Jón. „Ef við förum 20 til 30 ár aftur í tímann þá voru kannski flestir tannlæknar og bókhaldsstofur niðri í bæ líka og lögmannsstofur og ýmis þjónusta sem er öll er farin – því miður.“Sjáðu ferðalagið og umræðurnar um bílastæðamálin í borginni í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Bílastæðavandi í miðborg Reykjavíkur hefur lengi verið til umræðu og hafa kaupmenn talað um það sem eina af ástæðum þess að hefðbundin verslun hefur vikið fyrir ferðamannaverslunum og jafnvel talað um vandinn sé að valda hnignun í verslun í miðbænum. En er þetta raunverulegur vandi?Úr íbúðahverfi í sitt hvora átt Til að svara þessari spurningu fékk Ísland í dag þau Björn Jón Bragason og Brynhildi Bolladóttur til að taka þátt í tilraun. Þau lögðu af stað frá sama heimilisfanginu; annað keyrði í Kringluna, fann stæði og fór í Vínbúðina á jarðhæðinni, en hitt keyrði niður í bæ og þurfti að koma sér í verslunina Herrahúsið-Adam á horni Laugavegs og Frakkastígs. Brynhildur ók niður í miðbæ en Björn Jón í Kringluna. Leiðin sem þau óku hófst við Frú Laugu við Laugalæk í 104 Reykjavík. Þaðan er um það bil jafn langt í Kringluna og niður í bæ.Óverulegur munurNiðurstaðan var sú að Björn Jón var tæpri mínútu fljótari á áfangastað en Brynhildur. Mestu munaði þó um röngu beygjuna sem Brynhildur tók á leiðinni út á Sæbraut en hún var þó fljótari en Björn Jón, um það bil tíu sekúndum, að aka sína leið og finna stæði. Brynhildur var 10 mínútur 23 sekúndur en Björn Jón 9 mínútur 38 sekúndur. Þessi tilraun leiddi því í ljós að óverulegur munur er á því að aka í bæinn til að versla og í Kringluna, þar sem eitt stærsta bílastæði landsins er til staðar. Fréttamaður ók leiðina síðdegis í dag til að kanna hvort að sama niðurstaða fengist. Það var ekki raunin því hann var um tveimur mínútum fljótari að aka niður í bæ og finna bílastæði en að aka í Kringluna og fá stæði. Í báðum tilfellum þurfti að ganga á bilinu 140-230 metra til að komast í verslunina sem stefnt var á.Ósammála um niðurstöðuna „Ég veit ekki hvað við getum dregið miklar ályktanir af þessu akkúrat en það er erfitt að finna stæði niðri í bæ, það þekkja allir sem sækja mikið niður í bæ,“ segir Björn Jón aðspurður um hvort niðurstaðan sýni fram á að bílastæðavandinn sé ofmetinn. „og því miður hefur verið viðskiptaflótti.“ Brynhildur er á öðru máli. „Já ég held að það sé algerlega klárt. Ég er ósammála Birni Jóni um að það sé bílastæðavandi í miðborginni. Ég athugaði í dag inn á vef Bílastæðasjóðs. Það voru laus stæði í öllum bílastæðahúsum í dag, mörg laus stæði, klukkan ellefu og klukkan fimm,“ segir hún. „Ég bý í bænum og starfa í bænum. Ég keyri ekki bíl dags daglega en ég er stundum á bíl og ég á aldrei í erfiðleikum að finna stæði. Ég átti ekki í neinum erfiðleikum með að finna stæði þarna og mér finnst þetta í raun frekar skrýtin umræða.“Vísar viðskiptaflótta á bug Brynhildur hafnar fullyrðingu Björns Jóns um viðskiptaflótta úr miðbænum. Bendir hún á að Dunkin' Donuts-röðin hafi verið enn þá í gær máli sínu til stuðnings. „Það er fyrst og fremst aðgengið, það er að segja umferðarflæði á stofnbrautunum er ekki nógu gott,“ segir hann. „Það bara að það sé gjaldtaka það fælir fólk frá. Borgin á fullt af bílastæðum annars staðar og rukkar ekki í stæði og því miður er ofsalega mikið af þessari rótgrónu verslun farin úr gamla bænum og mér finnst það miður.“ Björn Jón segir að ekki verði hægt að laða að verslunina aftur í bæinn nema með bættu aðgengi. Hann nefnir að fríum stæðum í bænum sem tilvalin væru fyrir fólk sem vinnur í bænum hafi fækkað. „Það eru til svo margar sniðugar lausnir á þessu sem mætti huga að,“ segir hann.Lundabúðirnar þurfa ekki stæði Sú verslun sem opnað hefur niðri í miðbænum eru svokallaðar Lundabúnaður en viðskiptavinir slíkra verslana þurfa fæstir á bílastæðum að halda. Björn Jón segir það vel að ferðaþjónustan vaxi í bænum en hefðbundin þjónusta hafi á sama tíma horfið. „Vaxtarbroddurinn í miðbænum er öll þessi ferðaþjónusta og það er auðvitað mjög vel en Íslendingum hefur bara því miður fækkað sem fara í verslunarerindi niður í bæ eða sækja aðra þjónustu,“ segir Björn Jón. „Ef við förum 20 til 30 ár aftur í tímann þá voru kannski flestir tannlæknar og bókhaldsstofur niðri í bæ líka og lögmannsstofur og ýmis þjónusta sem er öll er farin – því miður.“Sjáðu ferðalagið og umræðurnar um bílastæðamálin í borginni í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent