Innlent

Öllum sagt upp hjá Þórsbergi á Tálknafirði

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Indriði Indriðason
Indriði Indriðason
„Þetta er reiðarslag fyrir samfélög þegar svona gerist,“ segir Indriði Indriðason, sveitastjóri Tálknafjarðar. 

Öllum 26 starfsmönnum sjávarútvegsfyrirtækisins Þórsbergs á Tálknafirði hefur verið sagt upp.

„Við erum að funda með stjórnarmönnum Þórsbergs og sjá til hvernig þetta verður. Við þurfum að sjá nákvæmlega hversu margar stöður þetta eru og hvernig áhrif þetta gæti komið til með að hafa á sveitarfélagið og rekstur þess og hvernig aðstoða megi það fólk sem lendir í þessu,“ segir Indriði.

Hann segir að starfsemi Þórsbergs hafi bein eða óbein áhrif á rúmlega áttatíu prósent bæjarbúa Tálknafjarðar. „Það er ekki hægt að yfirfæra þetta á höfuðborgarsvæðið því að það er ekkert fyrirtæki sem er þar með álíka áhrif og hér.“

„Það eru þó önnur atvinnutækifæri sem bjóðast fólki hér,“ segir Indriði og bendir á að þrátt fyrir þessar agalegu fregnir hafi mikil uppbygging átt sér stað á Tálknafirði og í Vesturbyggð í tengslum við fiskeldi, þar séu tækifæri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×