80.000 börn á Íslandi á flótta Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 1. september 2015 09:00 Þegar ég kom heim frá Sýrlandi eftir þriggja mánaða dvöl sem ferðamaður hvatti ég alla til að heimsækja landið. Þar væri ótrúlega margt að sjá, sagan á hverju strái og gestrisnin einstök. Auðvitað var tjáningarfrelsi lítið sem ekkert. Öll andspyrna kæfð í fæðingu. En það Sýrland sem ég sá var samt friðsælt og fallegt land þar sem milljónir manna áttu líf eins og ég og þú. Síðan kom arabíska vorið og forsetinn mætti mótmælendum með gríðarlegri hörku. Átök brutust út sem urðu að blóðugu stríði. Afleiðingarnar eru skelfilegar: Nærri tólf milljónir manna hafa endað á flótta – meira en hálf sýrlenska þjóðin. Ég skrifa þetta aftur því þetta er svo ótrúlegt: Helmingur landsmanna hefur flúið að heiman. Þetta er eins og ef tæplega 165.000 Íslendingar væru á flótta. Af þeim væru rúmlega 80.000 börn.Skrýtinn heimurÉg viðurkenni fúslega að ég hef oft grátið yfir skelfingunni í Sýrlandi. Yfir eigin vanmætti. Af hverju er þetta bilaða stríð enn í gangi? Og hvernig má vera að Evrópa loki landamærum sínum svona kirfilega fyrir flóttafólki? Ekki bara frá Sýrlandi, heldur flóttafólki almennt. Hvaða fáránlega heimi búum við í þar sem drukknuð börn mara í hálfu kafi undan ströndum ríkja sem vilja ekki vita af þeim? Ég viðurkenni líka að mitt í vanmættinum hef ég oft verið þakklát fyrir að verða þó vitni að einum umfangsmestu neyðaraðgerðum sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur nokkru sinni ráðist í. Þær eiga sér stað núna í Sýrlandi og öllum nágrannaríkjunum. Ég fylltist líka þakklæti þegar ég sá í gær og um helgina hversu margir voru tilbúnir að leggja fram sína hjálp svo hingað mættu koma fleiri flóttamenn en ella. Það er nefnilega hægt að gera svo margt. Sumt er flókið, annað sáraeinfalt. Með því að senda sms-ið UNICEF í númerið 1900 gefur þú 1.900 krónur sem fara í að hjálpa börnum frá Sýrlandi í sárri neyð. Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég kom heim frá Sýrlandi eftir þriggja mánaða dvöl sem ferðamaður hvatti ég alla til að heimsækja landið. Þar væri ótrúlega margt að sjá, sagan á hverju strái og gestrisnin einstök. Auðvitað var tjáningarfrelsi lítið sem ekkert. Öll andspyrna kæfð í fæðingu. En það Sýrland sem ég sá var samt friðsælt og fallegt land þar sem milljónir manna áttu líf eins og ég og þú. Síðan kom arabíska vorið og forsetinn mætti mótmælendum með gríðarlegri hörku. Átök brutust út sem urðu að blóðugu stríði. Afleiðingarnar eru skelfilegar: Nærri tólf milljónir manna hafa endað á flótta – meira en hálf sýrlenska þjóðin. Ég skrifa þetta aftur því þetta er svo ótrúlegt: Helmingur landsmanna hefur flúið að heiman. Þetta er eins og ef tæplega 165.000 Íslendingar væru á flótta. Af þeim væru rúmlega 80.000 börn.Skrýtinn heimurÉg viðurkenni fúslega að ég hef oft grátið yfir skelfingunni í Sýrlandi. Yfir eigin vanmætti. Af hverju er þetta bilaða stríð enn í gangi? Og hvernig má vera að Evrópa loki landamærum sínum svona kirfilega fyrir flóttafólki? Ekki bara frá Sýrlandi, heldur flóttafólki almennt. Hvaða fáránlega heimi búum við í þar sem drukknuð börn mara í hálfu kafi undan ströndum ríkja sem vilja ekki vita af þeim? Ég viðurkenni líka að mitt í vanmættinum hef ég oft verið þakklát fyrir að verða þó vitni að einum umfangsmestu neyðaraðgerðum sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur nokkru sinni ráðist í. Þær eiga sér stað núna í Sýrlandi og öllum nágrannaríkjunum. Ég fylltist líka þakklæti þegar ég sá í gær og um helgina hversu margir voru tilbúnir að leggja fram sína hjálp svo hingað mættu koma fleiri flóttamenn en ella. Það er nefnilega hægt að gera svo margt. Sumt er flókið, annað sáraeinfalt. Með því að senda sms-ið UNICEF í númerið 1900 gefur þú 1.900 krónur sem fara í að hjálpa börnum frá Sýrlandi í sárri neyð. Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun