Ísland í dag: Fékk nýra úr gömlum skólabróður í jólagjöf Bjarki Ármannsson skrifar 21. desember 2015 20:30 Gyða Thorlacius Guðjónsdóttir steig fram í Íslandi í dag í nóvember í fyrra og óskaði eftir gjafanýra, þar sem fjölskyldumeðlimir hennar hentuðu ekki sem gjafar. Henni þótti mjög erfitt að biðja um hjálp á þennan hátt og hana grunaði ekki að rúmu ári síðan yrði hún komin með nýra - og það úr gömlum skólabróður úr Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég var búin að vera í vél í þrjú ár þegar ég kom hingað síðast,“ sagði Gyða í Íslandi í dag í kvöld. „Ég var mjög veik og mér leið mjög illa. Ég var orðin hálförvæntingarfull, búin að fara í gegnum ættingja og kunningja og ekkert fundist.“Sjá einnig: Með ónýt nýru í fimmtán ár en leyfir sér ekki að hugsa um dauðann Hún segir að henni hafi þótt mjög erfitt að stíga fram í sjónvarpi og auglýsa hreinlega eftir líffæri. En það var þá sem Kjartan Jón Bjarnason, gamall skólafélagi Gyðu, kom til sögunnar sem mögulegur líffæragjafi. Hann setti sig í samband við hana eftir að hafa séð viðtalið og sagðist vera tilbúinn að gefa henni annað nýrað, ef það hentaði. „Það eru akkúrat tvær vikur í dag síðan ég vaknaði eftir aðgerðina,“ segir Kjartan. „Það kemur á óvart hvað þetta er allt fljótt að ganga til baka. Ég var skorinn fyrir hálfum mánuði og fæ að fara heim tveimur dögum síðar. Maður fer náttúrulega aðeins hægar um, þar sem einhverjir skurðir eru að gróa og svona, en þetta er ekkert að há manni. Þetta hefur bara gengið rosalega vel.“ Hann bendir á að það á ekki að vera vandamál að lifa með einu nýra. „Þannig að þú getur haldið áfram að drekka bjór og svona,“ segir Gyða létt.Ertu byrjaður að drekka bjór?„Að sjálfsögðu,“ segir Kjartan og hlær. Gyða segist ekki vera búin að ákveða hvað hún gefur Kjartani í jólagjöf en það muni þó sennilega ekki „toppa“ gjöfina hans.Innslagið um Gyðu og Kjartan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Gyða Thorlacius Guðjónsdóttir steig fram í Íslandi í dag í nóvember í fyrra og óskaði eftir gjafanýra, þar sem fjölskyldumeðlimir hennar hentuðu ekki sem gjafar. Henni þótti mjög erfitt að biðja um hjálp á þennan hátt og hana grunaði ekki að rúmu ári síðan yrði hún komin með nýra - og það úr gömlum skólabróður úr Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég var búin að vera í vél í þrjú ár þegar ég kom hingað síðast,“ sagði Gyða í Íslandi í dag í kvöld. „Ég var mjög veik og mér leið mjög illa. Ég var orðin hálförvæntingarfull, búin að fara í gegnum ættingja og kunningja og ekkert fundist.“Sjá einnig: Með ónýt nýru í fimmtán ár en leyfir sér ekki að hugsa um dauðann Hún segir að henni hafi þótt mjög erfitt að stíga fram í sjónvarpi og auglýsa hreinlega eftir líffæri. En það var þá sem Kjartan Jón Bjarnason, gamall skólafélagi Gyðu, kom til sögunnar sem mögulegur líffæragjafi. Hann setti sig í samband við hana eftir að hafa séð viðtalið og sagðist vera tilbúinn að gefa henni annað nýrað, ef það hentaði. „Það eru akkúrat tvær vikur í dag síðan ég vaknaði eftir aðgerðina,“ segir Kjartan. „Það kemur á óvart hvað þetta er allt fljótt að ganga til baka. Ég var skorinn fyrir hálfum mánuði og fæ að fara heim tveimur dögum síðar. Maður fer náttúrulega aðeins hægar um, þar sem einhverjir skurðir eru að gróa og svona, en þetta er ekkert að há manni. Þetta hefur bara gengið rosalega vel.“ Hann bendir á að það á ekki að vera vandamál að lifa með einu nýra. „Þannig að þú getur haldið áfram að drekka bjór og svona,“ segir Gyða létt.Ertu byrjaður að drekka bjór?„Að sjálfsögðu,“ segir Kjartan og hlær. Gyða segist ekki vera búin að ákveða hvað hún gefur Kjartani í jólagjöf en það muni þó sennilega ekki „toppa“ gjöfina hans.Innslagið um Gyðu og Kjartan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira