Erlent

Sex bandarískir hermenn féllu í árás í Afganistan

Atli Ísleifsson skrifar
Talibanar hafa fjölgað árásum sínum í Afganistan síðustu mánuði. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Talibanar hafa fjölgað árásum sínum í Afganistan síðustu mánuði. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Sex bandarískir hermenn á vegum NATO féllu í sjálfsvígssprengjuárás nærri herstöðinni Bagram, nærri afgönsku höfuðborginni Kabúl í dag.

Árásin beindist að bandarísk-afganskri hersveit sem var á vettvangi norður af Kabúl. Sex hermenn til viðbótar særðust í árásinni.

Árásarmaðurinn var á mótorhjóli, en Talibanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni og segja að mun fleiri hermenn hafi fallið í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×