McIlroy ver titilinn á PGA-meistaramótinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. ágúst 2015 15:30 Einn af bestu kylfingum heimsins í dag. Vísir/getty Rory McIlroy, norður-írski kylfingurinn, lauk æfingarhring á Whistling Straits vellinum um helgina en hann var nokkuð bjartsýnn á að hann myndi taka þátt á PGA-meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. McIlroy hefur titil að verja en hann varð meistari árið 2012 sem og 2014. Óvissa var um þátttöku Rory á mótinu eftir að hann sleit liðbönd í fótbolta með vinum sínum þann 4. laugardaginn síðastliðna. Missti hann tækifærinu að verja titilinn á Opna breska meistaramótinu fyrir vikið en í fjarveru hans stóð Zach Johnson uppi sem sigurvegari. McIlroy hefur undanfarnar vikur stefnt á að taka þátt í meistaramótinu en hann hefur ekki tekið þátt í móti í rúman mánuð. Hefði hann ekki tekið þátt að þessu sinni hefði ungstirnið Jordan Spieth átt möguleikann á því að slá hann af toppi heimslistans í golfi en norður-írski kylfingurinn virðist ekki ætla að gefast upp án þess að berjast. „Þetta gekk vel, það var gott að fá tilfinningu fyrir vellinum í dag. Ökklinn er mun betri, ég stefndi á að vera kominn aftur út á völl eftir fimm vikur og það var hárrétt metið hjá mér. Ég var örlítið stífur í byrjun en ég er annars í góðu standi.“ Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy, norður-írski kylfingurinn, lauk æfingarhring á Whistling Straits vellinum um helgina en hann var nokkuð bjartsýnn á að hann myndi taka þátt á PGA-meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. McIlroy hefur titil að verja en hann varð meistari árið 2012 sem og 2014. Óvissa var um þátttöku Rory á mótinu eftir að hann sleit liðbönd í fótbolta með vinum sínum þann 4. laugardaginn síðastliðna. Missti hann tækifærinu að verja titilinn á Opna breska meistaramótinu fyrir vikið en í fjarveru hans stóð Zach Johnson uppi sem sigurvegari. McIlroy hefur undanfarnar vikur stefnt á að taka þátt í meistaramótinu en hann hefur ekki tekið þátt í móti í rúman mánuð. Hefði hann ekki tekið þátt að þessu sinni hefði ungstirnið Jordan Spieth átt möguleikann á því að slá hann af toppi heimslistans í golfi en norður-írski kylfingurinn virðist ekki ætla að gefast upp án þess að berjast. „Þetta gekk vel, það var gott að fá tilfinningu fyrir vellinum í dag. Ökklinn er mun betri, ég stefndi á að vera kominn aftur út á völl eftir fimm vikur og það var hárrétt metið hjá mér. Ég var örlítið stífur í byrjun en ég er annars í góðu standi.“
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira