Formaður GKB ósáttur | "Viljum fá afsökunarbeiðni frá GSÍ“ Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. ágúst 2015 08:00 Sveit GKB. Mynd/Vefsíða GKB Golfklúbbur Kiðjabergs sendi frá sér fréttatilkynningu í gærkvöldi á heimasíðu sinni þar sem ákvörðun Golfsambands Íslands um að flýta leik GKB og Golfklúbbsins Jökuls í úrslitum um sigurinn í 2. deild í sveitakeppni GSÍ var gagnrýnd. Kylfingarnir úr GKB voru ekki til staðar í upphafi hringsins og var Ólafsvíkingum dæmdur sigur á fyrstu þremur holum vallarins. Samkvæmt yfirlýsingu Golfklúbbs Kiðjabergs fengu hvorki liðsstjóri liðsins né leikmenn GKB að vita af þessari ákvörðun mótanefndar GSÍ en leiknum var flýtt um klukkustund. Snorri Hjaltason, liðsstjóri GKB, var skiljanlega ósáttur með þessa framkomu mótsnefndar. „Þegar ég fór úr golfskálanum í gærkvöldi, spurði ég formann mótanefndar sérstaklega, hvenær rástími okkar væru á morgun og hann svaraði, ég veit það ekki en held að hann verði sá sami. Ég fór því út í bíl og kíkti í möppuna mína, sem ég fékk á liðsstjórafundinum, og sá að rástíminn var þar settur klukkan 10:06. Ég var því með það á hreinu að við ættum að hefja leik klukkan 10:06 eins og auglýst hafði verið. Síðan er þessum tíma flýtt um klukkustund án þess að láta okkur vita,“ sagði Snorri á heimasíðu klúbbsins en Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB, tók í sama streng. „Það þekkist ekki í neinni íþróttagrein að liðsstjóri skuli ekki vera látinn vita ef um breytingar á leiktíma eða öðru er að ræða hjá viðkomandi liði. Þetta er bara óafsakanlegt og við viljum fá afsökunarbeiðni frá GSÍ og mótanefnd. Það var einfaldlega ekki rétt staðið að málum í þessu sambandi og það bitnaði illilega á okkar liði.“ Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, staðfesti síðar við Vísi, að verklag mótastjórnar yrði skoðað á næstu dögum en hann sagði þetta vera leiðinlegan blett á annars góðri helgi. Golfklúbbur Mosfellsbæjar sigraði í fyrsta sinn í 1. deild í karlaflokki en í flokki kvenna var það sveit Golfklúbbs Reykjavíkur sem stóð uppi sem sigurvegari. Golf Tengdar fréttir Forseti GSÍ: Leiðinlegur blettur á annars góðri helgi Forseti Golfsambands Íslands staðfesti að farið yrði betur yfir verklag starfsmanna á sveitakeppni GSÍ eftir að Golfklúbbur Kiðjabergs sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að enginn hefði sagt liðinu að rástíma hefði verið flýtt. 10. ágúst 2015 09:30 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Golfklúbbur Kiðjabergs sendi frá sér fréttatilkynningu í gærkvöldi á heimasíðu sinni þar sem ákvörðun Golfsambands Íslands um að flýta leik GKB og Golfklúbbsins Jökuls í úrslitum um sigurinn í 2. deild í sveitakeppni GSÍ var gagnrýnd. Kylfingarnir úr GKB voru ekki til staðar í upphafi hringsins og var Ólafsvíkingum dæmdur sigur á fyrstu þremur holum vallarins. Samkvæmt yfirlýsingu Golfklúbbs Kiðjabergs fengu hvorki liðsstjóri liðsins né leikmenn GKB að vita af þessari ákvörðun mótanefndar GSÍ en leiknum var flýtt um klukkustund. Snorri Hjaltason, liðsstjóri GKB, var skiljanlega ósáttur með þessa framkomu mótsnefndar. „Þegar ég fór úr golfskálanum í gærkvöldi, spurði ég formann mótanefndar sérstaklega, hvenær rástími okkar væru á morgun og hann svaraði, ég veit það ekki en held að hann verði sá sami. Ég fór því út í bíl og kíkti í möppuna mína, sem ég fékk á liðsstjórafundinum, og sá að rástíminn var þar settur klukkan 10:06. Ég var því með það á hreinu að við ættum að hefja leik klukkan 10:06 eins og auglýst hafði verið. Síðan er þessum tíma flýtt um klukkustund án þess að láta okkur vita,“ sagði Snorri á heimasíðu klúbbsins en Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB, tók í sama streng. „Það þekkist ekki í neinni íþróttagrein að liðsstjóri skuli ekki vera látinn vita ef um breytingar á leiktíma eða öðru er að ræða hjá viðkomandi liði. Þetta er bara óafsakanlegt og við viljum fá afsökunarbeiðni frá GSÍ og mótanefnd. Það var einfaldlega ekki rétt staðið að málum í þessu sambandi og það bitnaði illilega á okkar liði.“ Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, staðfesti síðar við Vísi, að verklag mótastjórnar yrði skoðað á næstu dögum en hann sagði þetta vera leiðinlegan blett á annars góðri helgi. Golfklúbbur Mosfellsbæjar sigraði í fyrsta sinn í 1. deild í karlaflokki en í flokki kvenna var það sveit Golfklúbbs Reykjavíkur sem stóð uppi sem sigurvegari.
Golf Tengdar fréttir Forseti GSÍ: Leiðinlegur blettur á annars góðri helgi Forseti Golfsambands Íslands staðfesti að farið yrði betur yfir verklag starfsmanna á sveitakeppni GSÍ eftir að Golfklúbbur Kiðjabergs sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að enginn hefði sagt liðinu að rástíma hefði verið flýtt. 10. ágúst 2015 09:30 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Forseti GSÍ: Leiðinlegur blettur á annars góðri helgi Forseti Golfsambands Íslands staðfesti að farið yrði betur yfir verklag starfsmanna á sveitakeppni GSÍ eftir að Golfklúbbur Kiðjabergs sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að enginn hefði sagt liðinu að rástíma hefði verið flýtt. 10. ágúst 2015 09:30