Forseti GSÍ: Leiðinlegur blettur á annars góðri helgi Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. ágúst 2015 09:30 Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Vísir/Daníel Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, staðfesti í samtali við Vísi í dag að betur yrð farið yfir verklagið þegar leikmönnum er tilkynntur leiktími á næstu sveitakeppni sambandsins. Golfklúbbur Kiðjabergs sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem vinnulag mótastjórnar var fordæmt en hvorki leikmenn né liðsstjóri fengu veður af breytingunni á rástíma. Um var að ræða úrslitaleikinn í 2. deild sveitakeppninar þar sem GKB mætti Golfklúbbnum Jökli, GJO í Vestmannaeyjum. Upphaflega stóð til að leikmenn ræstu klukkan 10.06 en ákveðið var að flýta rástímanum um klukkutíma. „Ég kom ekki að þessu máli en það er ljóst að þetta verður rannsakað. Þetta kom uppi seinni part gærkvöldsins og ég get því miður ekki svarað of miklu eins og staðan er en vissulega er þetta leiðinlegur blettur á annars góðri helgi.“ Breytingin á rástíma skilaði sér til allra annarra klúbba en GKB en Haukur vissi ekki skýringu á því. „Það var breyting sem skilaði sér til allra klúbbanna nema til þeirra sem varð til þess að þeir mættu ekki á tilskyldum tíma. Í reglum golfsins stendur skýrt að það þýði tap en við þurfum að skoða það hvað það var sem olli þessu,“ sagði Haukur sem gerði ekki ráð fyrir að leikurinn yrði endurtekinn. „Eins og staðan er í dag þykir mér það ólíklegt. Þrátt fyrir að þetta sé leiðinlegt atvik er mótinu er lokið sömuleiðis verðlaunaafhendingunni. Nú þurfum við að fara yfir hvar vandinn gerðist og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur.“ Golf Tengdar fréttir Formaður GKB ósáttur | "Viljum fá afsökunarbeiðni frá GSÍ“ Liðsstjóri Golfklúbbs Kiðjabergs í sveitakeppni GSÍ gagnrýndi fyrirkomulagið á mótinu en liðið fékk enga tilkynningu um að leik liðsins gegn GJÓ hefði verið flýtt um klukkustund. Formaður GKB tók í sama streng og sagðist vilja fá afsökunarbeiðni frá Golfsambandi Íslands. 10. ágúst 2015 08:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, staðfesti í samtali við Vísi í dag að betur yrð farið yfir verklagið þegar leikmönnum er tilkynntur leiktími á næstu sveitakeppni sambandsins. Golfklúbbur Kiðjabergs sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem vinnulag mótastjórnar var fordæmt en hvorki leikmenn né liðsstjóri fengu veður af breytingunni á rástíma. Um var að ræða úrslitaleikinn í 2. deild sveitakeppninar þar sem GKB mætti Golfklúbbnum Jökli, GJO í Vestmannaeyjum. Upphaflega stóð til að leikmenn ræstu klukkan 10.06 en ákveðið var að flýta rástímanum um klukkutíma. „Ég kom ekki að þessu máli en það er ljóst að þetta verður rannsakað. Þetta kom uppi seinni part gærkvöldsins og ég get því miður ekki svarað of miklu eins og staðan er en vissulega er þetta leiðinlegur blettur á annars góðri helgi.“ Breytingin á rástíma skilaði sér til allra annarra klúbba en GKB en Haukur vissi ekki skýringu á því. „Það var breyting sem skilaði sér til allra klúbbanna nema til þeirra sem varð til þess að þeir mættu ekki á tilskyldum tíma. Í reglum golfsins stendur skýrt að það þýði tap en við þurfum að skoða það hvað það var sem olli þessu,“ sagði Haukur sem gerði ekki ráð fyrir að leikurinn yrði endurtekinn. „Eins og staðan er í dag þykir mér það ólíklegt. Þrátt fyrir að þetta sé leiðinlegt atvik er mótinu er lokið sömuleiðis verðlaunaafhendingunni. Nú þurfum við að fara yfir hvar vandinn gerðist og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur.“
Golf Tengdar fréttir Formaður GKB ósáttur | "Viljum fá afsökunarbeiðni frá GSÍ“ Liðsstjóri Golfklúbbs Kiðjabergs í sveitakeppni GSÍ gagnrýndi fyrirkomulagið á mótinu en liðið fékk enga tilkynningu um að leik liðsins gegn GJÓ hefði verið flýtt um klukkustund. Formaður GKB tók í sama streng og sagðist vilja fá afsökunarbeiðni frá Golfsambandi Íslands. 10. ágúst 2015 08:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Formaður GKB ósáttur | "Viljum fá afsökunarbeiðni frá GSÍ“ Liðsstjóri Golfklúbbs Kiðjabergs í sveitakeppni GSÍ gagnrýndi fyrirkomulagið á mótinu en liðið fékk enga tilkynningu um að leik liðsins gegn GJÓ hefði verið flýtt um klukkustund. Formaður GKB tók í sama streng og sagðist vilja fá afsökunarbeiðni frá Golfsambandi Íslands. 10. ágúst 2015 08:00