Frelsi hinna fáu og ríku varið á kostnað fjöldans Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2015 13:06 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. Vísir/GVA Formaður Vinstri grænna gerði eignarhald og afskræmingu orða að umræðuefni á flokksráðsfundi flokksins í morgun. Sjálfstæðisflokknum hefði til dæmis tekist að eigna sér orðið "frelsi" sem í raun gengi út á að tryggja frelsi hinna fáu og efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð á kostnað frelsis fjöldans. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins í Iðnó í morgun að Vinstri græn hefðu lengi þurft að glíma við stimpilinn „Fúl á móti“ og að flokkurinn væri ekki stjórntækur. Það hafi hægt og bítandi breyst á síðustu árunum fyrir hrun. Flokkurinn hefði sýnt bæði í ríkisstjórn og á þingi nú að hann væri fyrst og fremst flokkur sem væri með tilteknum málum, eins og jöfnuði sjálfbærni, kvenfrelsi og friði. Nú klifuðu álitsgjafar á því að stjórnarandstaðan væri ekki nægjanlega öflug eða sýnileg, þrátt fyrir óteljandi mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnin hennar á þingi. „Og fyrstu viðbrögð mín við þessu voru; við erum ekki hreyfing sem er bara í stjórnarandstöðu. Við erum í stjórnmálum. Við erum að berjast fyrir okkar hugsjónum. Við erum ekki bara til, til að vera átómatískt á móti,“ sagði Katrín. Munurinn á því að vera ráðherra og í stjórnarandstöðu, sé sá að fjölmiðlar hafi fyrst og fremst samband til að fá andstæð viðbrögð við ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Vinstri grænna hefðu engan áhuga á að líkjast þeirri stjórnarandstöðu sem núverandi stjórnarflokkar stunduðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð mikilvæg í stjórnmálum og nefndi orð sem mikilvægt væri að Vinstri græn settu í sína verkfærakistu, en hefðu lengi verið í gíslingu hægri aflanna. Orð eins og frelsi, stöðugleiki og öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn hefði til að mynda eignað sér orðið "frelsi". „En, hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað á kostnað frelsis fjöldans? Því hvað verður um frelsið til að sækja sér menntun og heilbrigðisþjónustu við hæfi, eða frelsi fólks til að búa í samfélagi þar sem dagvinnulaunin duga fyrir mannsæmandi lífi. Þegar skorið er niður þannig að þjónusta við almenning rýrnar, aðgangur eldri en 25 ára að framhaldsskólamenntun er skorinn niður, gjöld fyrir læknisþjónustu eru hækkuð, fjárfestingar í innviðum, rannsóknum, nýsköpun eru skornar niður. Þannig að framtíðartækifærum í landinu okkar fækkar. Þá er verið að skerða frelsi fjöldans, fjöldans til að lifa góðu lífi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Formaður Vinstri grænna gerði eignarhald og afskræmingu orða að umræðuefni á flokksráðsfundi flokksins í morgun. Sjálfstæðisflokknum hefði til dæmis tekist að eigna sér orðið "frelsi" sem í raun gengi út á að tryggja frelsi hinna fáu og efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð á kostnað frelsis fjöldans. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins í Iðnó í morgun að Vinstri græn hefðu lengi þurft að glíma við stimpilinn „Fúl á móti“ og að flokkurinn væri ekki stjórntækur. Það hafi hægt og bítandi breyst á síðustu árunum fyrir hrun. Flokkurinn hefði sýnt bæði í ríkisstjórn og á þingi nú að hann væri fyrst og fremst flokkur sem væri með tilteknum málum, eins og jöfnuði sjálfbærni, kvenfrelsi og friði. Nú klifuðu álitsgjafar á því að stjórnarandstaðan væri ekki nægjanlega öflug eða sýnileg, þrátt fyrir óteljandi mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnin hennar á þingi. „Og fyrstu viðbrögð mín við þessu voru; við erum ekki hreyfing sem er bara í stjórnarandstöðu. Við erum í stjórnmálum. Við erum að berjast fyrir okkar hugsjónum. Við erum ekki bara til, til að vera átómatískt á móti,“ sagði Katrín. Munurinn á því að vera ráðherra og í stjórnarandstöðu, sé sá að fjölmiðlar hafi fyrst og fremst samband til að fá andstæð viðbrögð við ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Vinstri grænna hefðu engan áhuga á að líkjast þeirri stjórnarandstöðu sem núverandi stjórnarflokkar stunduðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð mikilvæg í stjórnmálum og nefndi orð sem mikilvægt væri að Vinstri græn settu í sína verkfærakistu, en hefðu lengi verið í gíslingu hægri aflanna. Orð eins og frelsi, stöðugleiki og öryggi. Sjálfstæðisflokkurinn hefði til að mynda eignað sér orðið "frelsi". „En, hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað á kostnað frelsis fjöldans? Því hvað verður um frelsið til að sækja sér menntun og heilbrigðisþjónustu við hæfi, eða frelsi fólks til að búa í samfélagi þar sem dagvinnulaunin duga fyrir mannsæmandi lífi. Þegar skorið er niður þannig að þjónusta við almenning rýrnar, aðgangur eldri en 25 ára að framhaldsskólamenntun er skorinn niður, gjöld fyrir læknisþjónustu eru hækkuð, fjárfestingar í innviðum, rannsóknum, nýsköpun eru skornar niður. Þannig að framtíðartækifærum í landinu okkar fækkar. Þá er verið að skerða frelsi fjöldans, fjöldans til að lifa góðu lífi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira