Aldrei fleiri konur í Krýsuvík Elín Albertsdóttir skrifar 7. febrúar 2015 12:00 Fjórtán konur eru núna í meðferð í Krýsuvík og hafa aldrei verið fleiri. Lögð hefur verið áhersla á að miða starfið að þeirra þörfum. Lovísa hefur unnið hörðum höndum að uppbyggingu meðferðarheimilisins í Krýsuvík. Góður árangur hefur náðst og hún er afar sátt við það. Lovísa Christiansen hefur starfað sem framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins í Krýsuvík í átján ár. Mörg hundruð manns hafa fengið hjálp gegn áfengis- og vímuefnavanda á heimilinu en núna eru konur í fyrsta skipti í meirihluta sjúklinga. Lovísa segir að meðferðin í Krýsuvík sé einstaklingsmiðuð. Konur þurfa öðruvísi meðhöndlun en karlar og við því hefur verið brugðist. Nýlega gáfu Krýsuvíkursamtökin út bókin 8 lyklar að öruggum bata eftir áföll. Konur sem koma í Krýsuvík til meðferðar hafa allar einkenni áfallastreituröskunar. „Reynslan hefur kennt okkur að það er brýn þörf að vinna með undirliggjandi vandamál þessara kvenna. Fyrir þremur árum stofnuðum við teymi til að bæta kvennameðferðina, enda hafði þá konum fjölgað hjá okkur. Þá var farið í að þýða þessa bók sem Sigurlína Davíðsdóttir, sálfræðingur og professor emerita, tók að sér. Bókin er eftir bandaríska konu, Babette Rothschild. Þetta er handbók fyrir konur sem hafa orðið fyrir áföllum á lífsleiðinni. Hún er sömuleiðis gagnleg fyrir ættingja og vini. Þá kemur bókin sér vel fyrir alla þá sem vinna með konur sem hafa orðið fyrir einhvers konar áfalli. Margar þessara kvenna hafa til dæmis lent í kynferðislegu ofbeldi,“ segir Lovísa. Hún segir að áföllin geti verið margvísleg. Þau gætu hafa átt sér stað í barnæsku eða síðar á ævinni. „Bókin er góður stuðningur fyrir þá sem vilja ná bata og ná tökum á sjálfum sér. Þetta eru kannski ekki ný fræði en þarna eru þau sett fram á einfaldan hátt sem gott er að vinna eftir. Fólk getur lesið bókina í hóp með leiðbeinanda en líka bara eitt með sjálfu sér. Bókin hefur fengið góð viðbrögð hjá skjólstæðingum okkar og við finnum að hún gerir gagn. Þess utan hafa margir sem vinna með áfallastreituröskun nýtt sér hana,“ segir Lovísa. „Bókin er sérstaklega sniðin að konum og þær þurfa ekki að vera með áfengis- eða vímuefnavanda til að nýta sér hana.“Persónuleg meðferð Í Krýsuvík eru 14 konur og hafa aldrei verið fleiri. Heimilið tekur 21 og venjulega er langur biðlisti eftir að komast þangað. „Það er mikil ásókn í meðferð hjá okkur og það er mjög gleðilegt að konur nýti sér þetta úrræði til betra lífs. Við erum með sporameðferð sem byggð er á hugmyndafræði AA-samtakanna. Inn í meðferðina fléttum við öllu því besta sem hægt er að finna í heiminum í nýjungum á þessu sviði. Þar sem enginn er skemur en sex mánuði hjá okkur getum við kafað dýpra í málin en mögulegt er í styttri meðferðum. Margir dvelja hjá okkur í átta til níu mánuði og allt upp í ár. Við teljum að það taki þrjú ár að ná fullum bata. Sumar þessara kvenna hafa farið í margar meðferðir áður en þær leita til okkar,“ segir Lovísa. „Fólki líður vel í Krýsuvík, allir eru með sérherbergi og þetta er eins og stórt heimili. Við höfum náð góðum árangri og fólk fengið nýtt líf eftir meðferðina. Nýlega fengum við niðurstöðu úr árangursmati sem kom mjög vel út,“ segir Lovísa.Erfið vandamál Á þeim langa tíma sem Lovísa hefur starfað í Krýsuvík hefur hún kynnst mörgum vel. „Þar sem við erum með persónulegt umhverfi verður ekki hjá því komist. Eftir útskrift kemur fólk áfram til okkar í eftirfylgni, þannig að kynnin haldast,“ segir hún. „Þegar fólk útskrifast er tilfinningin oft eins og þegar börnin manns séu að fara að heiman. Sem betur fer eru flestir duglegir að láta vita af sér þannig að við fylgjumst með hvað verður um skjólstæðinga okkar. Tengslin haldast því lengi.“ Lovísa segir að sumir séu með alvarleg vandamál við komu. Konur og karlar sem hafa verið lengi í mikilli neyslu. „Einstaka er með erfið geðvandamál. Við getum ekki sagt hvort það sé orsök eða afleiðing af neyslunni. Þetta fólk þarf aðra meðhöndlun og við aðstoðum með það. Í Krýsuvík er gott teymi starfsfólks, læknir, sálfræðingur, ráðgjafar og fjórir kennarar sem koma frá Menntaskólanum í Kópavogi. Það starf hefur verið ómetanlegt og hjálpað mörgum skjólstæðingum okkar að öðlast menntun. Námskráin hefur verið hönnuð sérstaklega með þarfir þessa fólks í huga. Mjög margir hafa haldið áfram námi í MK eftir útskrift. Kennslan er því afar mikilvæg.“Sár lífsreynsla Óneitanlegt hefur Lovísa heyrt óhugnanlegar sögur og það getur tekið á að vinna með erfiðum sjúklingum. „Þegar maður sér góðan árangur gleymir maður erfiðu stundunum,“ segir hún. „Ég tók þessar lífsreynslusögur inn á mig í fyrstu en hef myndað ákveðna brynju með árunum. Óneitanlega getur þó sumt verið ákaflega sárt að heyra,“ segir Lovísa sem var sæmd fálkaorðunni 2011 fyrir störf sín í Krýsuvík. „Mitt helsta starf í Krýsuvík er að afla fjár til rekstrarins en það hefur oft tekið á og við höfum þurft að sanna okkur. Við gætum eflt starfsemina til muna ef við hefðum meira fjármagn. Við sækjum tvo þriðju til ríkisins en restina verðum við að útvega sjálf. Við eigum sem betur fer marga styrktaraðila og þeir eru flestir konur á miðjum aldri. Konur sem þekkja þetta vandamál af eigin raun eða þekkja til þess hjá ættingjum eða vinum,“ segir Lovísa sem segist ætla að vinna áfram í Krýsuvík þótt hún sé fyrir löngu komin á eftirlaunaaldur. Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Lovísa hefur unnið hörðum höndum að uppbyggingu meðferðarheimilisins í Krýsuvík. Góður árangur hefur náðst og hún er afar sátt við það. Lovísa Christiansen hefur starfað sem framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins í Krýsuvík í átján ár. Mörg hundruð manns hafa fengið hjálp gegn áfengis- og vímuefnavanda á heimilinu en núna eru konur í fyrsta skipti í meirihluta sjúklinga. Lovísa segir að meðferðin í Krýsuvík sé einstaklingsmiðuð. Konur þurfa öðruvísi meðhöndlun en karlar og við því hefur verið brugðist. Nýlega gáfu Krýsuvíkursamtökin út bókin 8 lyklar að öruggum bata eftir áföll. Konur sem koma í Krýsuvík til meðferðar hafa allar einkenni áfallastreituröskunar. „Reynslan hefur kennt okkur að það er brýn þörf að vinna með undirliggjandi vandamál þessara kvenna. Fyrir þremur árum stofnuðum við teymi til að bæta kvennameðferðina, enda hafði þá konum fjölgað hjá okkur. Þá var farið í að þýða þessa bók sem Sigurlína Davíðsdóttir, sálfræðingur og professor emerita, tók að sér. Bókin er eftir bandaríska konu, Babette Rothschild. Þetta er handbók fyrir konur sem hafa orðið fyrir áföllum á lífsleiðinni. Hún er sömuleiðis gagnleg fyrir ættingja og vini. Þá kemur bókin sér vel fyrir alla þá sem vinna með konur sem hafa orðið fyrir einhvers konar áfalli. Margar þessara kvenna hafa til dæmis lent í kynferðislegu ofbeldi,“ segir Lovísa. Hún segir að áföllin geti verið margvísleg. Þau gætu hafa átt sér stað í barnæsku eða síðar á ævinni. „Bókin er góður stuðningur fyrir þá sem vilja ná bata og ná tökum á sjálfum sér. Þetta eru kannski ekki ný fræði en þarna eru þau sett fram á einfaldan hátt sem gott er að vinna eftir. Fólk getur lesið bókina í hóp með leiðbeinanda en líka bara eitt með sjálfu sér. Bókin hefur fengið góð viðbrögð hjá skjólstæðingum okkar og við finnum að hún gerir gagn. Þess utan hafa margir sem vinna með áfallastreituröskun nýtt sér hana,“ segir Lovísa. „Bókin er sérstaklega sniðin að konum og þær þurfa ekki að vera með áfengis- eða vímuefnavanda til að nýta sér hana.“Persónuleg meðferð Í Krýsuvík eru 14 konur og hafa aldrei verið fleiri. Heimilið tekur 21 og venjulega er langur biðlisti eftir að komast þangað. „Það er mikil ásókn í meðferð hjá okkur og það er mjög gleðilegt að konur nýti sér þetta úrræði til betra lífs. Við erum með sporameðferð sem byggð er á hugmyndafræði AA-samtakanna. Inn í meðferðina fléttum við öllu því besta sem hægt er að finna í heiminum í nýjungum á þessu sviði. Þar sem enginn er skemur en sex mánuði hjá okkur getum við kafað dýpra í málin en mögulegt er í styttri meðferðum. Margir dvelja hjá okkur í átta til níu mánuði og allt upp í ár. Við teljum að það taki þrjú ár að ná fullum bata. Sumar þessara kvenna hafa farið í margar meðferðir áður en þær leita til okkar,“ segir Lovísa. „Fólki líður vel í Krýsuvík, allir eru með sérherbergi og þetta er eins og stórt heimili. Við höfum náð góðum árangri og fólk fengið nýtt líf eftir meðferðina. Nýlega fengum við niðurstöðu úr árangursmati sem kom mjög vel út,“ segir Lovísa.Erfið vandamál Á þeim langa tíma sem Lovísa hefur starfað í Krýsuvík hefur hún kynnst mörgum vel. „Þar sem við erum með persónulegt umhverfi verður ekki hjá því komist. Eftir útskrift kemur fólk áfram til okkar í eftirfylgni, þannig að kynnin haldast,“ segir hún. „Þegar fólk útskrifast er tilfinningin oft eins og þegar börnin manns séu að fara að heiman. Sem betur fer eru flestir duglegir að láta vita af sér þannig að við fylgjumst með hvað verður um skjólstæðinga okkar. Tengslin haldast því lengi.“ Lovísa segir að sumir séu með alvarleg vandamál við komu. Konur og karlar sem hafa verið lengi í mikilli neyslu. „Einstaka er með erfið geðvandamál. Við getum ekki sagt hvort það sé orsök eða afleiðing af neyslunni. Þetta fólk þarf aðra meðhöndlun og við aðstoðum með það. Í Krýsuvík er gott teymi starfsfólks, læknir, sálfræðingur, ráðgjafar og fjórir kennarar sem koma frá Menntaskólanum í Kópavogi. Það starf hefur verið ómetanlegt og hjálpað mörgum skjólstæðingum okkar að öðlast menntun. Námskráin hefur verið hönnuð sérstaklega með þarfir þessa fólks í huga. Mjög margir hafa haldið áfram námi í MK eftir útskrift. Kennslan er því afar mikilvæg.“Sár lífsreynsla Óneitanlegt hefur Lovísa heyrt óhugnanlegar sögur og það getur tekið á að vinna með erfiðum sjúklingum. „Þegar maður sér góðan árangur gleymir maður erfiðu stundunum,“ segir hún. „Ég tók þessar lífsreynslusögur inn á mig í fyrstu en hef myndað ákveðna brynju með árunum. Óneitanlega getur þó sumt verið ákaflega sárt að heyra,“ segir Lovísa sem var sæmd fálkaorðunni 2011 fyrir störf sín í Krýsuvík. „Mitt helsta starf í Krýsuvík er að afla fjár til rekstrarins en það hefur oft tekið á og við höfum þurft að sanna okkur. Við gætum eflt starfsemina til muna ef við hefðum meira fjármagn. Við sækjum tvo þriðju til ríkisins en restina verðum við að útvega sjálf. Við eigum sem betur fer marga styrktaraðila og þeir eru flestir konur á miðjum aldri. Konur sem þekkja þetta vandamál af eigin raun eða þekkja til þess hjá ættingjum eða vinum,“ segir Lovísa sem segist ætla að vinna áfram í Krýsuvík þótt hún sé fyrir löngu komin á eftirlaunaaldur.
Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira