Lífið

Ökumenn í Flórída finna leið framhjá athugunum lögreglunnar á ölvunarakstri

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Redlich komst í gegn.
Redlich komst í gegn.
Ökumenn í Flórída nýta sér nú leið í lögunum fylkisins til þess að komast hjá vegatálmum settum upp af lögreglu til þess að kanna hvort einhverjir séu að keyra undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

Í umfjöllun Washington Post um málið er vísað á myndband sem tekið var upp á nýársnótt, þegar maður setti öll skilríkin sín í plastvasa og var með blað sem á stóð að hann heimilaði ekki að lögreglan leitaði í bílnum og sagðist vilja fá lögfræðing sinn til sín ef lögreglan vildi ræða málin. Eins og sjá má í myndbandinu virka lögreglumennirnir hissa og leyfa honum svo að fara í gegn án þess að ræða við hann.





Maðurinn í myndbandinu heitir Warren Redlich. Myndbandið hefur fengið mikla athygli á netinu, yfir tvær milljónir manns hafa horft á það.

Redlich segir að í lögum Flórída-fylkis standi að fólk þurfi ekki að rétta lögreglumönnum skilríki sín á svona vegatálmum, nóg sé að hafa þau til taks fyrir utan bílinn. Redlich segir að margir saklausir séu teknir fyrir ölvunarakstur og hvetur fólk til þess að rúlla ekki rúðunni sinni niður, því þá geti lögreglan lagt huglægt mat á talanda fólks og hvort hana gruni að fólk sé undir áhrifum.

Hann bendir einnig á að ef lögreglumenn vilji sekta mann fyrir eitthvað þurfi maður ekki að opna gluggann fyrir þeim, því ökumenn þurfi ekki að skrifa undir sektir, nema í algjörum undantekningatilvikum. Því geti fólk bent lögreglunni að setja sektir undir rúðuþurrku sína.

Ekki eru allir sammála þessari túlkun Redlich á lögunum. Wasington Post ræddi meðal annars við yfirmann lögreglu tveimur sýslum í Flórída. Sá sagði að menn sem gerðu svipað og Redlich ættu ekki að komast í gegnum svona vegatálma án þess að ræða við lögreglu; lögreglumenn hefðu rétt á því að ræða við fólk.

Tæplega 41 þúsund voru handtekni fyrir að aka undir áhrifum og voru 26 þúsund dæmdir.

Hér að neðan má svo sjá þegar Redlich komst í gegnum annan vegatálma í Miami, síðasta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×