Grænt ljós á kaup leynigagna fanney birna jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Fjármálaráðherra segist ætla að greiða fyrir kaupum á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Fréttablaðið/GVA „Það sem skiptir máli í dag er að við treystum embættinu [skattrannsóknarstjóra] til þess að klára þessa vinnu. Við viljum að embættið sé ekki í neinum vafa með það að það hefur stuðning til að sækja gögnin, það þarf bara að gæta að ákveðnum grundvallaratriðum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið um hugsanleg kaup á upplýsingum um Íslendinga í skattaskjólum. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu RÚV á laugardag að hann teldi málið hafa þvælst of lengi hjá embættinu og ekki stæði á stuðningi fjármálaráðuneytisins. „Það má vera að ég hafi verið kannski of óþolinmóður,“ segir Bjarni en bætir við að hann telji málið samt sem áður hafa tekið of langan tíma. Fréttablaðið hefur greint frá því undanfarið, fyrst í apríl í fyrra, að skattrannsóknarstjóra stæðu slík gögn til boða. Fjármálaráðuneytinu var tilkynnt um að embættinu hefði borist sýnishorn af gögnunum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum og að þau gæfu vísbendingar um skattaundanskot. Bæði embætti skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneytið sendu frá sér yfirlýsingar í gær um málið.Bryndís KristjánsdóttirÍ yfirlýsingu skattrannsóknarstjóra kemur fram að þegar ráðuneytinu var sent minnisblað um gögnin hafi engar viðræður átt sér stað við bjóðanda gagnanna um mögulegt kaupverð „en eftir því sem skattrannsóknarstjóra sé þó best kunnugt hafi bjóðandi gagnanna fengið greitt fyrir sambærilegar upplýsingar sem fyrirfram ákveðið hlutfall af endurálögðum og innheimtum skatti“. Bjarni segir að á fundi ráðuneytisins með Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra hafi ráðuneytið játað því að til greina kæmi að standa að greiðslu með þeim hætti. Í yfirlýsingu skattrannsóknarstjóra segir enn fremur að ráðuneytið hafi í desember tilkynnt að það vildi tryggja nauðsynlegar fjárheimildir, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þar á meðal að greiðslur séu skilyrtar við hlutfall af innheimtu. Ekki hafi verið unnt að ná samningum með þessum skilyrðum við sendandann og að afstaða ráðuneytisins til þess að endurskoða þessi skilyrði þurfi að liggja fyrir. Bjarni segir skilyrðið um árangurstengdar greiðslur hafa fyrst komið fram hjá skattrannsóknarstjóra sem þekkt aðferð við svona viðskipti. „Þetta var ekki eitthvert fortakslaust skilyrði af hálfu fjármálaráðuneytisins, heldur var þetta þekkt aðferðarfræði samkvæmt því sem okkur var sagt,“ segir Bjarni. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins kemur fram að gögnin séu föl fyrir 150 milljónir króna eða 2.500 evrur fyrir hvert mál, en málin eru samtals 416 talsins. „Skylda til mats á upplýsingum þeim sem í boði eru, að hversu miklu gagni þær geta komið við rannsókn á skattundanskotum og ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattrannsóknarstjóra en fjármála- og efnahagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
„Það sem skiptir máli í dag er að við treystum embættinu [skattrannsóknarstjóra] til þess að klára þessa vinnu. Við viljum að embættið sé ekki í neinum vafa með það að það hefur stuðning til að sækja gögnin, það þarf bara að gæta að ákveðnum grundvallaratriðum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið um hugsanleg kaup á upplýsingum um Íslendinga í skattaskjólum. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu RÚV á laugardag að hann teldi málið hafa þvælst of lengi hjá embættinu og ekki stæði á stuðningi fjármálaráðuneytisins. „Það má vera að ég hafi verið kannski of óþolinmóður,“ segir Bjarni en bætir við að hann telji málið samt sem áður hafa tekið of langan tíma. Fréttablaðið hefur greint frá því undanfarið, fyrst í apríl í fyrra, að skattrannsóknarstjóra stæðu slík gögn til boða. Fjármálaráðuneytinu var tilkynnt um að embættinu hefði borist sýnishorn af gögnunum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum og að þau gæfu vísbendingar um skattaundanskot. Bæði embætti skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneytið sendu frá sér yfirlýsingar í gær um málið.Bryndís KristjánsdóttirÍ yfirlýsingu skattrannsóknarstjóra kemur fram að þegar ráðuneytinu var sent minnisblað um gögnin hafi engar viðræður átt sér stað við bjóðanda gagnanna um mögulegt kaupverð „en eftir því sem skattrannsóknarstjóra sé þó best kunnugt hafi bjóðandi gagnanna fengið greitt fyrir sambærilegar upplýsingar sem fyrirfram ákveðið hlutfall af endurálögðum og innheimtum skatti“. Bjarni segir að á fundi ráðuneytisins með Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra hafi ráðuneytið játað því að til greina kæmi að standa að greiðslu með þeim hætti. Í yfirlýsingu skattrannsóknarstjóra segir enn fremur að ráðuneytið hafi í desember tilkynnt að það vildi tryggja nauðsynlegar fjárheimildir, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þar á meðal að greiðslur séu skilyrtar við hlutfall af innheimtu. Ekki hafi verið unnt að ná samningum með þessum skilyrðum við sendandann og að afstaða ráðuneytisins til þess að endurskoða þessi skilyrði þurfi að liggja fyrir. Bjarni segir skilyrðið um árangurstengdar greiðslur hafa fyrst komið fram hjá skattrannsóknarstjóra sem þekkt aðferð við svona viðskipti. „Þetta var ekki eitthvert fortakslaust skilyrði af hálfu fjármálaráðuneytisins, heldur var þetta þekkt aðferðarfræði samkvæmt því sem okkur var sagt,“ segir Bjarni. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins kemur fram að gögnin séu föl fyrir 150 milljónir króna eða 2.500 evrur fyrir hvert mál, en málin eru samtals 416 talsins. „Skylda til mats á upplýsingum þeim sem í boði eru, að hversu miklu gagni þær geta komið við rannsókn á skattundanskotum og ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattrannsóknarstjóra en fjármála- og efnahagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira