Bláa lónið verður að fordæmi í Níkaragva Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Morten Nygart Telur Ísland vera Houston jarðvarmans.fréttablaðið/stefán Danski athafnamaðurinn Morten Nygart, sem rekur fyrirtækið Global 2020 ásamt Scarlett eiginkonu sinni, telur raunhæft að byggja upp ferðamannaaðstöðu í Níkaragva með Bláa lónið á Íslandi sem fyrirmynd. Scarlett er frá Níkaragva, en þau hjónin hafa verið ráðgjafar stjórnvalda í landinu á sviði endurnýjanlegrar orku. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í nóvember viljayfirlýsingu af hálfu Íslands um að efla samstarf við Níkaragva á sviði hagnýtingar endurnýtanlegra orkugjafa. Viljayfirlýsingin felur í sér að löndin tvö muni efla samvinnu sín á milli, m.a. hvað varðar þekkingu á sviði endurnýjanlegrar orku. Viljayfirlýsingin, sem er á milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og ráðuneytis orku- og námumála í Níkaragva, var undirrituð að viðstöddum Daniel Ortega, forseta landsins. Morten Nygart segir í samtali við Markaðinn að mikill árangur hafi náðst í Níkaragva á sviði endurnýjanlegrar raforku. Nú sé verið að huga að því hvar í heiminum þekking á sviði jarðvarma sé sem mest. „Og við segjum að Ísland sé eins og Houston jarðvarmans,“ segir Nygart. Hann segist strax hafa sett sig í samband við Hákon Gunnarsson, stofnanda Gekon, sem átti frumkvæði að klasasamstarfi innan jarðvarmageirans. „Við sáum hvernig orkan var notuð á margvíslegan hátt og við sáum margar hugmyndir um notkun hennar í annars stigs framleiðslu,“ segir Nygart. Hann tekur fram að þar eigi hann meðal annars við í fiskeldi, í Bláa lóninu og á fleiri vegu. „Það var mögnuð lífsreynsla að sjá þetta,“ segir hann. Nygart segist einnig hafa hitt fólk frá Íslenska sjávarklasanum og þar væri hugsunin sú sama. Að nýta náttúrugæði til þess að framleiða margvíslega hluti. Nygart segist vilja nýta þetta íslenska hugvit til að stofna auðlindagarð í Níkaragva sem yrði byggður eftir íslensku hugviti. Eftir að viljayfirlýsingin var undirrituð í nóvember sé hann núna hingað kominn til þess að komast að því hverjir hafi áhuga á að taka þátt í þessu verkefni. „Við getum ekki þrýst á alla. Við getum ekki skuldbundið alla en við verðum að sjá hvaða viðbrögð við fáum og upp að hvaða marki þessi fyrirtæki vilja taka þátt. Það er svolítil ráðgáta því það er misjafnt hvað fólk vill,“ segir Nygart. Hann segist gera sér grein fyrir að Íslendingar geti ekki farið í miklar fjárfestingar í þessum verkefnum. „Þeir hafa þekkingu og tíma og það er vilji til að taka þátt, ekki með peningum heldur öðrum hætti. Og það er það sem við viljum og vonumst eftir. En það þýðir auðvitað að við verðum að finna fjárfesta annars staðar,“ segir hann. Fjármagnsins verði síðan leitað annars staðar í Evrópu og sennilegast Bandaríkjunum líka. Nygart sér fyrir sér að Íslendingar vinni að þessum verkefnum í Níkaragva. „Helst bara Íslendingar því hugmyndin er að flytja íslenska þekkingu til Níkaragva. Augljóslega eru Íslendingar ekki eina fólkið með flottar hugmyndir en þeir hafa sýnt það að þeir geta gert hluti á þessu sviði sem engir aðrir hafa gert. Það eina sem verður ekki hluti af þessu verkefni er íslenska krónan,“ segir Nygart í kaldhæðni. Hann telur raunhæft að byggja upp Bláa lónið. „Já, algjörlega, það er væntanlega eitt af því sem mun byggjast upp fyrst,“ segir hann. Nygart segist hafa verið í sambandi við Albert Albertsson, hjá HS Orku, vegna lónsins. „Hann fór með okkur til Níkaragva og hann hefur sýnt þessu verkefni mikinn áhuga,“ segir Nygart. Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Danski athafnamaðurinn Morten Nygart, sem rekur fyrirtækið Global 2020 ásamt Scarlett eiginkonu sinni, telur raunhæft að byggja upp ferðamannaaðstöðu í Níkaragva með Bláa lónið á Íslandi sem fyrirmynd. Scarlett er frá Níkaragva, en þau hjónin hafa verið ráðgjafar stjórnvalda í landinu á sviði endurnýjanlegrar orku. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í nóvember viljayfirlýsingu af hálfu Íslands um að efla samstarf við Níkaragva á sviði hagnýtingar endurnýtanlegra orkugjafa. Viljayfirlýsingin felur í sér að löndin tvö muni efla samvinnu sín á milli, m.a. hvað varðar þekkingu á sviði endurnýjanlegrar orku. Viljayfirlýsingin, sem er á milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og ráðuneytis orku- og námumála í Níkaragva, var undirrituð að viðstöddum Daniel Ortega, forseta landsins. Morten Nygart segir í samtali við Markaðinn að mikill árangur hafi náðst í Níkaragva á sviði endurnýjanlegrar raforku. Nú sé verið að huga að því hvar í heiminum þekking á sviði jarðvarma sé sem mest. „Og við segjum að Ísland sé eins og Houston jarðvarmans,“ segir Nygart. Hann segist strax hafa sett sig í samband við Hákon Gunnarsson, stofnanda Gekon, sem átti frumkvæði að klasasamstarfi innan jarðvarmageirans. „Við sáum hvernig orkan var notuð á margvíslegan hátt og við sáum margar hugmyndir um notkun hennar í annars stigs framleiðslu,“ segir Nygart. Hann tekur fram að þar eigi hann meðal annars við í fiskeldi, í Bláa lóninu og á fleiri vegu. „Það var mögnuð lífsreynsla að sjá þetta,“ segir hann. Nygart segist einnig hafa hitt fólk frá Íslenska sjávarklasanum og þar væri hugsunin sú sama. Að nýta náttúrugæði til þess að framleiða margvíslega hluti. Nygart segist vilja nýta þetta íslenska hugvit til að stofna auðlindagarð í Níkaragva sem yrði byggður eftir íslensku hugviti. Eftir að viljayfirlýsingin var undirrituð í nóvember sé hann núna hingað kominn til þess að komast að því hverjir hafi áhuga á að taka þátt í þessu verkefni. „Við getum ekki þrýst á alla. Við getum ekki skuldbundið alla en við verðum að sjá hvaða viðbrögð við fáum og upp að hvaða marki þessi fyrirtæki vilja taka þátt. Það er svolítil ráðgáta því það er misjafnt hvað fólk vill,“ segir Nygart. Hann segist gera sér grein fyrir að Íslendingar geti ekki farið í miklar fjárfestingar í þessum verkefnum. „Þeir hafa þekkingu og tíma og það er vilji til að taka þátt, ekki með peningum heldur öðrum hætti. Og það er það sem við viljum og vonumst eftir. En það þýðir auðvitað að við verðum að finna fjárfesta annars staðar,“ segir hann. Fjármagnsins verði síðan leitað annars staðar í Evrópu og sennilegast Bandaríkjunum líka. Nygart sér fyrir sér að Íslendingar vinni að þessum verkefnum í Níkaragva. „Helst bara Íslendingar því hugmyndin er að flytja íslenska þekkingu til Níkaragva. Augljóslega eru Íslendingar ekki eina fólkið með flottar hugmyndir en þeir hafa sýnt það að þeir geta gert hluti á þessu sviði sem engir aðrir hafa gert. Það eina sem verður ekki hluti af þessu verkefni er íslenska krónan,“ segir Nygart í kaldhæðni. Hann telur raunhæft að byggja upp Bláa lónið. „Já, algjörlega, það er væntanlega eitt af því sem mun byggjast upp fyrst,“ segir hann. Nygart segist hafa verið í sambandi við Albert Albertsson, hjá HS Orku, vegna lónsins. „Hann fór með okkur til Níkaragva og hann hefur sýnt þessu verkefni mikinn áhuga,“ segir Nygart.
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira