Kjúklingur í verslanir þrátt fyrir verkfall Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2015 21:15 Dreifing á kjúklingi hófst um klukkan þrjú í dag. Kjöt frá Matfugli ætti að vera komið í allar verslanir á morgun. vísir/gva Matfugl hóf í dag að dreifa kjúklingakjöti í verslanir. Kjúklingur var nánast genginn til þurrðar í verslunum landsins og í óefni stefndi hjá kjúklingabændum. Þeir fengu þó undanþágu fyrir slátrun gegn því skilyrði að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað. Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, segir slík skilyrði enga stoð eiga í lögum. „Það var bara löngu orðið tímabært að hefja dreifingu. Við sáum yfirlýsingu frá Dýralæknafélaginu til svínabænda um að þeim hefði snúist hugur og að það yrðu ekki gerðar kröfur um geymslu á hráefni. Það er ákveðin stefnubreyting hjá þeim frá því að verkfallið hófst og þess vegna sáum við okkur ekki annað fært en að hefja dreifingu,“ segir Sveinn í samtali við Vísi og bætir við að dreifingu verði framhaldið á meðan kjötið er til. Afleiðingarnar verði engar því fyrirtækið hafi engar reglur brotið. Sveinn segir daglegt tap hafa verið töluvert en vill þó ekki gefa upp neinar tölur að svo stöddu. Í sameiginlegri yfirlýsingu þrettán fyrirtækja í svína- og alifuglaframleiðslu segir að vikulegt tap hafi numið um 80-100 milljónum króna.Páll Halldórsson segir að hafi menn gengið bak orða sinna þurfi að skoða málið frekar, en vill þó ekki taka afstöðu til málsins að svo stöddu.Málið þurfi að skoða Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segist ekki geta tekið afstöðu til málsins að svo stöddu en að málið þurfi að skoða. „Til þess að hægt sé að slátra kjúklingi þá þarf auðvitað dýralæknir að fylgjast með. Ef þessi slátrun hefur átt sér stað undir því fororði að þetta fari ekki í dreifingu þá er þetta auðvitað eitthvað sem þarf að skoða,“ segir Páll í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hvernig frá þessu var gengið en ef það var með þeim hætti að því hafi verið lofað að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað þá eru menn auðvitað að ganga bak orða sinna, það liggur í augum uppi,“ bætir hann við.Íhuga skaðabótamál Í yfirlýsingu frá svína- og alifuglafyrirtækjum segir að reglur um dýravelferð hafi verið brotnar og að ástandið hafi bitnað á líðan dýra. Þá séu skilyrði dýralækna um að heilbrigðisskoðuð vara fari ekki á markað sé brot á samkeppnislögum og ólögmætt inngrip í framboð vara á markaði. Samkeppniseftirlitinu hafi því verið sent erindi og þess óskað að gripið verði inn í „þessar ólögmætu aðgerðir og að viðeigandi viðurlögum verði beitt“. Þá muni hagsmunaðilar skoða grundvöll þess að sækja bætur fyrir það tjón sem orðið hafa „með þessum ólögmætu þvinguðu skilyrðum“. Verkfall 2016 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Matfugl hóf í dag að dreifa kjúklingakjöti í verslanir. Kjúklingur var nánast genginn til þurrðar í verslunum landsins og í óefni stefndi hjá kjúklingabændum. Þeir fengu þó undanþágu fyrir slátrun gegn því skilyrði að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað. Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, segir slík skilyrði enga stoð eiga í lögum. „Það var bara löngu orðið tímabært að hefja dreifingu. Við sáum yfirlýsingu frá Dýralæknafélaginu til svínabænda um að þeim hefði snúist hugur og að það yrðu ekki gerðar kröfur um geymslu á hráefni. Það er ákveðin stefnubreyting hjá þeim frá því að verkfallið hófst og þess vegna sáum við okkur ekki annað fært en að hefja dreifingu,“ segir Sveinn í samtali við Vísi og bætir við að dreifingu verði framhaldið á meðan kjötið er til. Afleiðingarnar verði engar því fyrirtækið hafi engar reglur brotið. Sveinn segir daglegt tap hafa verið töluvert en vill þó ekki gefa upp neinar tölur að svo stöddu. Í sameiginlegri yfirlýsingu þrettán fyrirtækja í svína- og alifuglaframleiðslu segir að vikulegt tap hafi numið um 80-100 milljónum króna.Páll Halldórsson segir að hafi menn gengið bak orða sinna þurfi að skoða málið frekar, en vill þó ekki taka afstöðu til málsins að svo stöddu.Málið þurfi að skoða Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segist ekki geta tekið afstöðu til málsins að svo stöddu en að málið þurfi að skoða. „Til þess að hægt sé að slátra kjúklingi þá þarf auðvitað dýralæknir að fylgjast með. Ef þessi slátrun hefur átt sér stað undir því fororði að þetta fari ekki í dreifingu þá er þetta auðvitað eitthvað sem þarf að skoða,“ segir Páll í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hvernig frá þessu var gengið en ef það var með þeim hætti að því hafi verið lofað að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað þá eru menn auðvitað að ganga bak orða sinna, það liggur í augum uppi,“ bætir hann við.Íhuga skaðabótamál Í yfirlýsingu frá svína- og alifuglafyrirtækjum segir að reglur um dýravelferð hafi verið brotnar og að ástandið hafi bitnað á líðan dýra. Þá séu skilyrði dýralækna um að heilbrigðisskoðuð vara fari ekki á markað sé brot á samkeppnislögum og ólögmætt inngrip í framboð vara á markaði. Samkeppniseftirlitinu hafi því verið sent erindi og þess óskað að gripið verði inn í „þessar ólögmætu aðgerðir og að viðeigandi viðurlögum verði beitt“. Þá muni hagsmunaðilar skoða grundvöll þess að sækja bætur fyrir það tjón sem orðið hafa „með þessum ólögmætu þvinguðu skilyrðum“.
Verkfall 2016 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent