Opin hinseginfræðsla Samtakanna '78 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. maí 2015 07:00 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir segir opna hinsegin fræðslu Samtakanna '78 vera til að sporna gegn ranghugmyndum. Fréttablaðið/GVA Samtökin ‘78 standa fyrir opinni fræðslu um hinsegin fólk á sunnudaginn næstkomandi. Fræðslustarf Samtakanna hefur verið mikið í umræðunni síðan bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að efla hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarins í apríl síðastliðnum. Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson lýsti sig andvígan hinsegin fræðslu í grunnskólum og stofnaði Facebook-síðu sem hann nefndi Barnaskjól. Í kjölfarið vaknaði mikil umræða um hinsegin fræðslu í skólum. „Fræðslan er haldin út af þessari miklu umræðu sem hefur verið um fræðslu samtakanna og fræðslustörf almennt. Í kjölfarið ákváðu Samtökin ‘78 að blása til opinnar fræðslu vegna mikilla ranghugmynda í umræðunni, til dæmis á internetinu og á Útvarpi Sögu, um hvað svona fræðsla snýst og hvernig hún fer fram,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslufulltrúi Samtakanna ‘78 en mikil umræða myndaðist meðal annars í þættinum „Línan laus“ á Útvarpi Sögu þar sem hlustendur hringdu inn og töluðu gegn hinsegin fræðslu í grunnskólum. „Fræðslan snýst um að fræða fólk um hvað það er að vera hinsegin og mismunandi hópa innan hinsegin flórunnar. Við tölum um mismunandi kynhneigð, kynvitund og kyn. Svo tölum við líka um fordóma og staðalímyndir, lagalega stöðu hinsegin fólks og loks eru opnar umræður og spurningum svarað,“ segir Ugla um fræðsluna. Opin fræðsla samtakanna, sem hefur aldrei verið haldin áður, fer fram á alþjóðlegum degi gegn hinsegin fóbíu. Ugla segir samtökin hafa hvatt bæjarfélög til þess að flagga hinsegin fánanum á þessum degi undanfarin ár. Alþjóðlegur dagur gegn hinseginfóbíu er upprunninn í Bandaríkjunum og var fyrst haldinn árið 2005. Dagurinn er alltaf haldinn hátíðlegur 17. maí. Opin hinsegin fræðsla Samtakanna fer fram næsta sunnudag í Háteigsskóla klukkan 15.00. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Samtökin ‘78 standa fyrir opinni fræðslu um hinsegin fólk á sunnudaginn næstkomandi. Fræðslustarf Samtakanna hefur verið mikið í umræðunni síðan bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að efla hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarins í apríl síðastliðnum. Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson lýsti sig andvígan hinsegin fræðslu í grunnskólum og stofnaði Facebook-síðu sem hann nefndi Barnaskjól. Í kjölfarið vaknaði mikil umræða um hinsegin fræðslu í skólum. „Fræðslan er haldin út af þessari miklu umræðu sem hefur verið um fræðslu samtakanna og fræðslustörf almennt. Í kjölfarið ákváðu Samtökin ‘78 að blása til opinnar fræðslu vegna mikilla ranghugmynda í umræðunni, til dæmis á internetinu og á Útvarpi Sögu, um hvað svona fræðsla snýst og hvernig hún fer fram,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslufulltrúi Samtakanna ‘78 en mikil umræða myndaðist meðal annars í þættinum „Línan laus“ á Útvarpi Sögu þar sem hlustendur hringdu inn og töluðu gegn hinsegin fræðslu í grunnskólum. „Fræðslan snýst um að fræða fólk um hvað það er að vera hinsegin og mismunandi hópa innan hinsegin flórunnar. Við tölum um mismunandi kynhneigð, kynvitund og kyn. Svo tölum við líka um fordóma og staðalímyndir, lagalega stöðu hinsegin fólks og loks eru opnar umræður og spurningum svarað,“ segir Ugla um fræðsluna. Opin fræðsla samtakanna, sem hefur aldrei verið haldin áður, fer fram á alþjóðlegum degi gegn hinsegin fóbíu. Ugla segir samtökin hafa hvatt bæjarfélög til þess að flagga hinsegin fánanum á þessum degi undanfarin ár. Alþjóðlegur dagur gegn hinseginfóbíu er upprunninn í Bandaríkjunum og var fyrst haldinn árið 2005. Dagurinn er alltaf haldinn hátíðlegur 17. maí. Opin hinsegin fræðsla Samtakanna fer fram næsta sunnudag í Háteigsskóla klukkan 15.00.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira