Fátt kemur í veg fyrir verkfall Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. maí 2015 07:00 Már Guðmundsson. Vísir Formaður Starfsgreinasambandsins sakar Má Guðmundsson seðlabankastjóra um hræðsluáróður og segir fátt geta komið í veg fyrir verkfallsaðgerðir í næstu viku. Hún segir útilokað að fallast á sáttatilboð Samtaka atvinnulífsins. Már sagði í fréttum Stöðvar tvö á sunnudag að miklar launahækkanir muni hafa slæm áhrif á vinnumarkaðinn og jafnvel leiða til aukins atvinnuleysis. Samtök atvinnulífsins lögðu í síðustu viku fram sáttatilboð í deilu samtakanna við Starfsgreinasambandið og segja að tilboðið feli í sér 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna á samningstímanum. Starfsgreinasambandið hefur gagnrýnt þessa útreikninga og Drífa Snædal framkvæmdastjóri sambandsins sakaði SA um blekkingar í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Björn Snæbjörnsson, formaður sambandsins, tekur í sama streng og segir útilokað að fallast á þetta tilboð. „Þetta er þriggja ára samningur sem gerir ráð fyrir 30 þúsund króna hækkun. Svo áttu að fara að kaupa yfirvinnu og lengingu á dagvinnu til þess að fá einhver átta prósent þannig að þetta er ekki allt gull sem glóir þó það sé hægt að finna einhverja háa prósentutölu,“ segir Björn. Næstu verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast á þriðjudag í næstu viku og standa í tvo daga. Boðað hefur verið til sáttafundar á mánudag en Björn segir fátt benda til þess að hægt verði að koma í veg fyrir verkföll. Björn sakar seðlabankastjóra um hræðsluáróður. „Þetta er að hluta til bara hræðsluáróður. Það er verið að reyna að hræða okkur. Ég hef ekki heyrt hann tala um þetta í tengslum við það sem aðrir hafa verið að fá og menn voru búnir að búa til ákveðna launastefnu áður en við fórum af stað,“ segir Björn. Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins sakar Má Guðmundsson seðlabankastjóra um hræðsluáróður og segir fátt geta komið í veg fyrir verkfallsaðgerðir í næstu viku. Hún segir útilokað að fallast á sáttatilboð Samtaka atvinnulífsins. Már sagði í fréttum Stöðvar tvö á sunnudag að miklar launahækkanir muni hafa slæm áhrif á vinnumarkaðinn og jafnvel leiða til aukins atvinnuleysis. Samtök atvinnulífsins lögðu í síðustu viku fram sáttatilboð í deilu samtakanna við Starfsgreinasambandið og segja að tilboðið feli í sér 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna á samningstímanum. Starfsgreinasambandið hefur gagnrýnt þessa útreikninga og Drífa Snædal framkvæmdastjóri sambandsins sakaði SA um blekkingar í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Björn Snæbjörnsson, formaður sambandsins, tekur í sama streng og segir útilokað að fallast á þetta tilboð. „Þetta er þriggja ára samningur sem gerir ráð fyrir 30 þúsund króna hækkun. Svo áttu að fara að kaupa yfirvinnu og lengingu á dagvinnu til þess að fá einhver átta prósent þannig að þetta er ekki allt gull sem glóir þó það sé hægt að finna einhverja háa prósentutölu,“ segir Björn. Næstu verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast á þriðjudag í næstu viku og standa í tvo daga. Boðað hefur verið til sáttafundar á mánudag en Björn segir fátt benda til þess að hægt verði að koma í veg fyrir verkföll. Björn sakar seðlabankastjóra um hræðsluáróður. „Þetta er að hluta til bara hræðsluáróður. Það er verið að reyna að hræða okkur. Ég hef ekki heyrt hann tala um þetta í tengslum við það sem aðrir hafa verið að fá og menn voru búnir að búa til ákveðna launastefnu áður en við fórum af stað,“ segir Björn.
Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira