Börnin reyndust vera dömurnar í Draumbæ Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2015 22:00 Gátan um íslensku börnin í frönsku kvikmyndinni er leyst. „Þetta eru dömurnar í Draumbæ" sagði einn áhorfenda okkar sem kom okkur á sporið. Í ljós kom að myndirnar voru teknar fyrir hálfri öld í Vestmannaeyjum. Við sýndum myndskeiðið í fréttum Stöðvar 2 í gær en Ásgrímur Sverrisson og nokkrir aðrir kvikmyndaáhugamenn vildu vita hvaða börn þetta væru og hvar og hvenær myndirnar voru teknar. Ástæðan er sú að þetta myndskeið frá Íslandi er notað í franskri kvikmynd sem í fyrra var valin þriðja besta heimildarmynd sögunnar. Í dag barst ábending á Vísi um að myndirnar væru teknar í Vestmannaeyjum, við Draumbæ vestan við flugvöllinn þar sem bjó stór barnafjölskylda á þeim tíma. Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, sem gjörþekkir svæðið, telur að þetta séu dömurnar í Draumbæ, systurnar Kristbjörg, Halldóra og Áshildur, sem þá voru 6, 8 og 11 ára gamlar.Nýleg ljósmynd af systrunum. Áshildur er til vinstri, Halldóra í miðið og Kristbjörg til hægri.„Ég tel það víst að þetta séum við, þrjár systurnar,“ segir Kristbjörg Sigríður Kristmundsdóttir, elsta systirin, fædd 1954, en hún er nú búsett á Patreksfirði. Hinar tvær, sem sjást á myndskeiðinu, Halldóra Kristmundsdóttir, fædd 1957, og Áshildur Kristmundsdóttir, fædd 1959, búa báðar í Svíþjóð. Kristbjörg telur að myndirnar hafi verið teknar árið 1965 og segist aðspurð kannast við fötin sem þær systur klæddust. Franskur eldfjallafræðingur, Haroun Tazieff, tók myndskeiðin á Íslandi en frá Draumbæ sást vel til Surtseyjargossins. Kristbjörg kveðst þó ekki muna sérstaklega eftir myndatökunni. Hún segist aldrei hafa séð þessar myndir áður og segir það svolítið skrýtið að sjá þær núna. Hún kveðst raunar ekki vita til þess að nein önnur kvikmynd sé til af þeim systrum svo ungum og segir gaman að sjá þær, eftir öll þessi ár.Alsystkinin frá Draumbæ eru sjö talsins. Hér eru hópurinn á fjölskyldumynd með móður sinni, Sigríði Valgeirsdóttur, frá árinu 1965, sama ár og kvikmyndin var tekin. Áshildur og Kristbjörg eru lengst til hægri en Halldóra í aftari röð lengst til vinstri. Tengdar fréttir Leitað barna sem sjást í frægri heimildarmynd Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd. 1. júní 2015 19:20 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira
Gátan um íslensku börnin í frönsku kvikmyndinni er leyst. „Þetta eru dömurnar í Draumbæ" sagði einn áhorfenda okkar sem kom okkur á sporið. Í ljós kom að myndirnar voru teknar fyrir hálfri öld í Vestmannaeyjum. Við sýndum myndskeiðið í fréttum Stöðvar 2 í gær en Ásgrímur Sverrisson og nokkrir aðrir kvikmyndaáhugamenn vildu vita hvaða börn þetta væru og hvar og hvenær myndirnar voru teknar. Ástæðan er sú að þetta myndskeið frá Íslandi er notað í franskri kvikmynd sem í fyrra var valin þriðja besta heimildarmynd sögunnar. Í dag barst ábending á Vísi um að myndirnar væru teknar í Vestmannaeyjum, við Draumbæ vestan við flugvöllinn þar sem bjó stór barnafjölskylda á þeim tíma. Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, sem gjörþekkir svæðið, telur að þetta séu dömurnar í Draumbæ, systurnar Kristbjörg, Halldóra og Áshildur, sem þá voru 6, 8 og 11 ára gamlar.Nýleg ljósmynd af systrunum. Áshildur er til vinstri, Halldóra í miðið og Kristbjörg til hægri.„Ég tel það víst að þetta séum við, þrjár systurnar,“ segir Kristbjörg Sigríður Kristmundsdóttir, elsta systirin, fædd 1954, en hún er nú búsett á Patreksfirði. Hinar tvær, sem sjást á myndskeiðinu, Halldóra Kristmundsdóttir, fædd 1957, og Áshildur Kristmundsdóttir, fædd 1959, búa báðar í Svíþjóð. Kristbjörg telur að myndirnar hafi verið teknar árið 1965 og segist aðspurð kannast við fötin sem þær systur klæddust. Franskur eldfjallafræðingur, Haroun Tazieff, tók myndskeiðin á Íslandi en frá Draumbæ sást vel til Surtseyjargossins. Kristbjörg kveðst þó ekki muna sérstaklega eftir myndatökunni. Hún segist aldrei hafa séð þessar myndir áður og segir það svolítið skrýtið að sjá þær núna. Hún kveðst raunar ekki vita til þess að nein önnur kvikmynd sé til af þeim systrum svo ungum og segir gaman að sjá þær, eftir öll þessi ár.Alsystkinin frá Draumbæ eru sjö talsins. Hér eru hópurinn á fjölskyldumynd með móður sinni, Sigríði Valgeirsdóttur, frá árinu 1965, sama ár og kvikmyndin var tekin. Áshildur og Kristbjörg eru lengst til hægri en Halldóra í aftari röð lengst til vinstri.
Tengdar fréttir Leitað barna sem sjást í frægri heimildarmynd Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd. 1. júní 2015 19:20 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira
Leitað barna sem sjást í frægri heimildarmynd Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd. 1. júní 2015 19:20