Innlent

Flugvallartillaga á furðulegum tíma

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingfréttaritari Fréttablaðsins, og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, þingfréttaritari ríkissjónvarpsins, greindu stöðuna á Alþingi í Umræðunni á Stöð 2 í gærkvöldi. Þingstörf voru sett í uppnám í gær þegar umdeilt frumvarp Höskuldar Þórhallssonar og annarra þingmanna Framsóknarflokksins um tilfærslu á skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar á Reykjavíkurflugvelli til þingsins var afgreitt úr umhverfis og samgöngunefnd.

Bæði Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli var bætt við frumvarpið á síðustu stundu og kallaði það á hörð viðbrögð þingmanna úr stjórnarandstöðu og víðar.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru á föstudaginn síðasta voru líka til umræðu. Kolbeinn sagði aðgerðirnar raunverulegt útspil sem áhugavert yrði að fylgjast með þó fjármögnun væri óljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×