Fótbolti

Jón Daði skoraði í stórsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Daði skoraði í stórsigri.
Jón Daði skoraði í stórsigri. vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson skoraði fjórða mark Viking í 4-0 sigri á Álasund í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Rosenborg kom til baka gegn Stabæk og vann 3-2 sigur eftir að hafa lent 2-0 undir.

Viking var 1-0 yfir á útivelli í hálfleik, en Veton Berisha bætti við tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik.

Jón Daði kom inná sem varamaður á 65. mínútu, en hann skoraði tuttugu mínútum síðar og tryggði Viking 4-0 sigur.

Steinþór Freyr Þorsteinsson var ónotaður varamaður hjá Viking, en Indriði Sigurðsson spilaði allan leikinn. Viking er í þriðja sætinu með nítján stig.

Daníel Leó Grétarsson kom inná sem varamaður síðustu þrjár mínúturnar hjá Álasund sem er í tólfta sæti deildarinnar.

Rosenborg vann 3-2 sigur á Stabæk á útivelli í sömu deild í dag. Adama Diomande kom Stabkæ yfir á sjöttu mínútur og Mikael Dorsin gerði sjálfsmark.

Paal Andre Helland minnkaði muninn fyrir Rosenborg og Alexander Söderlund, fyrrverandi leikmaður FH, jafnaði metin fjórum mínútum fyrir hlé.

Söderlund reyndist svo hetjan þegar hann skoraði sigurmarkið á 61. mínútu, en Rosenborg er á toppnum með 25 stig.

Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn í vörn Rosenborg, en hann hefur spilað afar vel á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×