Fótbolti

Randers steig risa skref í átt að Evrópusæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elmar lagði upp mark í leiknum í dag og þakkaði pent fyrir sig.
Elmar lagði upp mark í leiknum í dag og þakkaði pent fyrir sig. vísir/getty
Theodór Elmar Bjarnason lagði upp síðara mark Randers í 2-0 sigri á Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en með sigrinum steig Randers stórt skref í átt að Evrópusæti.

Djiby Fall skoraði fyrsta markið eftir fjórtán mínútna leik og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Jonas Kramper tvöfaldaði svo forystu Randers eftir stoðsendingu frá Elmari á 62. mínútu. Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 2-0.

Elmar spilaði allan leikinn fyrir Randers, en Ögmundur Kristinsson sat á bekknum.

Með sigrinum er Randers í fjórða sætinu, sex stigum á undan Hobro sem er í fimmta sætinu. Tveir leikir eru eftir og Randers á einnig fimmtán mörk í markatölu á Hobro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×