Slökkviliðsstjóri með 22 ára reynslu rekinn vegna ósamþykktrar 250 þúsund króna launahækkunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2015 13:30 Kristján Einarsson hefur starfað hjá slökkviliðinu undanfarin 22 ár. Mynd/HSU/MHH Kristjáni Einarssyni, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, var síðdegis í gær sagt upp störfum. Ástæðan er sú að fagráð brunavarna telur að hann hafi hækkað laun sín og aðstoðarslökkviliðsstjóra án þess að hafa til þess heimild. Deiluefnið er bakvaktagreiðslur sem virðast ekki hafa verið samþykktar á fundi stjórnar en Kristján segist þó hafa fengið grænt ljós á hjá þáverandi formanni stjórnar, Eyþóri Arnalds. Eyþór lét af störfum sem formaður stjórnar í árslok 2012. Á sama tíma var rekstrarforminu breytt og í stað stjórnar varð til fagráð Brunavarna Árnessýslu.Kristján segir uppsögnina, sem barst honum á heimili hans síðdegis í gær, hafa verið fyrirvaralausa. Hann hafi starfað hjá slökkviliðinu í 22 ár og alla tíð verið á bakvöktum án þess að þiggja fyrir þær greiðslur. Aðstoðarslökkviliðsstjórinn, sem Kristján réð til starfa fyrir nokkrum árum, hafi verið óánægður með launakjör sín og þá staðreynd að engar greiðslur fengust fyrir bakvaktir. Hann sagði upp störfum.Eyþór Arnalds er fyrrverandi formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu, nú fagráðs Brunavarna Árnessýslu. Hann hætti um áramótin 2012 til 2013 eða á sama tíma og rekstrarformi og nafni var breytt.Vísir/GVASegir Eyþór hafa gefið grænt ljós „Þáverandi formaður, Eyþór Arnalds, kom til mín og spurði mig hvort hann mætti færa varaslökkviliðsstjórann upp að mínum launum. Hann kemur svo eftir samningagerðina til mín og segir að ég eigi að færa hann upp um þennan launaflokk og hækka við hann yfirvinnuna,“ segir Kristján. Í framhaldinu hafi hann spurt Eyþór út í bakvaktagreiðslurnar þar sem aðstoðarslökkviliðsstjórinn hafi ekki sætt sig við að vera bundinn af bakvöktum án þess að fá greitt fyrir það. „Hann (Eyþór) sagði mér að svo yrði þá að vera ef það væri samkvæmt reglum að greiða bakvaktir,“ segir Kristján. Fagráð Brunavarna Árnessýslu, áður stjórn Brunavarna Árnessýslu, kannast hins vegar ekkert við að gefin hafi verið heimild fyrir slíku. „Ég hef aldrei heyrt þetta fyrr, hvorki frá Kristjáni eða Eyþór,“ segir Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðsins. Hann segir uppsögnina alls ekki hafa verið fyrirvaralausa enda hafi þessi mál verið til umræðu síðan í vor. Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðs Brunavarna Árnessýslu.Reiknar með málsókn Eyþór hætti í stjórninni áramótin 2013-2014 en Kristján og aðstoðarmaður hans hafa þegið bakvaktagreiðslur, 250 þúsund krónur á mánuði, frá fyrrnefndum áramótum. Reyndar hófust greiðslurnar í maí það ár en þeir fjórir mánuðir sem liðnir voru af árinu voru greiddir afturvikt. Ari segir að í lögum sé fjallað um ábyrgð slökkviliðsstjóra og að þeir séu alltaf á bakvakt. Hins vegar sé ekki bundin í lög að þeir eigi að þiggja sérstakar greiðslur fyrir bakvaktarstörf. Misjafnt sé hvernig þessu sé háttað um allt land. Algengast sé að slökkviliðsstjóri sé á mjög góðum launum „til að sjá um allt saman“. Hins vegar þekkist það líka að þeir fái sérstakar bakvaktagreiðslur. Hins vegar sé kýrskýrt að sögn Ara að engin samþykkt á stjórnarfundi fyrir bakvaktargreiðslum hafi legið fyrir. Stjórnin ætlar ekki að leita til lögreglu vegna málsins heldur eigi þau von á því að Kristján telji uppsögnina ólöglega og fari í mál. Bakvaktagreiðslum aðstoðarslökkviliðsstjórans var sagt upp í maí og er í uppsagnarferli. Kristján segir málið í höndum lögfræðings síns sem hafi sent fagráði skýringar sínar. Ekki náðist í Eyþór Arnalds, fyrrverandi formann stjórnar Brunavarna Árnessýslu, fyrir hádegi í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Kristjáni Einarssyni, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, var síðdegis í gær sagt upp störfum. Ástæðan er sú að fagráð brunavarna telur að hann hafi hækkað laun sín og aðstoðarslökkviliðsstjóra án þess að hafa til þess heimild. Deiluefnið er bakvaktagreiðslur sem virðast ekki hafa verið samþykktar á fundi stjórnar en Kristján segist þó hafa fengið grænt ljós á hjá þáverandi formanni stjórnar, Eyþóri Arnalds. Eyþór lét af störfum sem formaður stjórnar í árslok 2012. Á sama tíma var rekstrarforminu breytt og í stað stjórnar varð til fagráð Brunavarna Árnessýslu.Kristján segir uppsögnina, sem barst honum á heimili hans síðdegis í gær, hafa verið fyrirvaralausa. Hann hafi starfað hjá slökkviliðinu í 22 ár og alla tíð verið á bakvöktum án þess að þiggja fyrir þær greiðslur. Aðstoðarslökkviliðsstjórinn, sem Kristján réð til starfa fyrir nokkrum árum, hafi verið óánægður með launakjör sín og þá staðreynd að engar greiðslur fengust fyrir bakvaktir. Hann sagði upp störfum.Eyþór Arnalds er fyrrverandi formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu, nú fagráðs Brunavarna Árnessýslu. Hann hætti um áramótin 2012 til 2013 eða á sama tíma og rekstrarformi og nafni var breytt.Vísir/GVASegir Eyþór hafa gefið grænt ljós „Þáverandi formaður, Eyþór Arnalds, kom til mín og spurði mig hvort hann mætti færa varaslökkviliðsstjórann upp að mínum launum. Hann kemur svo eftir samningagerðina til mín og segir að ég eigi að færa hann upp um þennan launaflokk og hækka við hann yfirvinnuna,“ segir Kristján. Í framhaldinu hafi hann spurt Eyþór út í bakvaktagreiðslurnar þar sem aðstoðarslökkviliðsstjórinn hafi ekki sætt sig við að vera bundinn af bakvöktum án þess að fá greitt fyrir það. „Hann (Eyþór) sagði mér að svo yrði þá að vera ef það væri samkvæmt reglum að greiða bakvaktir,“ segir Kristján. Fagráð Brunavarna Árnessýslu, áður stjórn Brunavarna Árnessýslu, kannast hins vegar ekkert við að gefin hafi verið heimild fyrir slíku. „Ég hef aldrei heyrt þetta fyrr, hvorki frá Kristjáni eða Eyþór,“ segir Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðsins. Hann segir uppsögnina alls ekki hafa verið fyrirvaralausa enda hafi þessi mál verið til umræðu síðan í vor. Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðs Brunavarna Árnessýslu.Reiknar með málsókn Eyþór hætti í stjórninni áramótin 2013-2014 en Kristján og aðstoðarmaður hans hafa þegið bakvaktagreiðslur, 250 þúsund krónur á mánuði, frá fyrrnefndum áramótum. Reyndar hófust greiðslurnar í maí það ár en þeir fjórir mánuðir sem liðnir voru af árinu voru greiddir afturvikt. Ari segir að í lögum sé fjallað um ábyrgð slökkviliðsstjóra og að þeir séu alltaf á bakvakt. Hins vegar sé ekki bundin í lög að þeir eigi að þiggja sérstakar greiðslur fyrir bakvaktarstörf. Misjafnt sé hvernig þessu sé háttað um allt land. Algengast sé að slökkviliðsstjóri sé á mjög góðum launum „til að sjá um allt saman“. Hins vegar þekkist það líka að þeir fái sérstakar bakvaktagreiðslur. Hins vegar sé kýrskýrt að sögn Ara að engin samþykkt á stjórnarfundi fyrir bakvaktargreiðslum hafi legið fyrir. Stjórnin ætlar ekki að leita til lögreglu vegna málsins heldur eigi þau von á því að Kristján telji uppsögnina ólöglega og fari í mál. Bakvaktagreiðslum aðstoðarslökkviliðsstjórans var sagt upp í maí og er í uppsagnarferli. Kristján segir málið í höndum lögfræðings síns sem hafi sent fagráði skýringar sínar. Ekki náðist í Eyþór Arnalds, fyrrverandi formann stjórnar Brunavarna Árnessýslu, fyrir hádegi í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir.
Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira