Grunaður um hundrað milljóna fjárdrátt frá sparisjóðnum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. október 2015 10:00 Magnús var handtekinn vegna málsins en upphæðin sem hann er grunaður um að hafa dregið sér er um hundrað milljónir króna. Magnús Jónasson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar, er grunaður um að hafa dregið sér um eitt hundrað milljónir króna úr Sparisjóði Siglufjarðar, samkvæmt heimildum Vísis. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hve há fjárhæðin er, þar sem skýringar hafa fengist á hluta færslnanna, en Ólafur Þór staðfestir að heildarumfang fjárdráttarins sé áður nefnd hundrað milljóna króna tala. Málið hófst með kæru stjórnenda sparisjóðsins en þá lá grunur á að Magnús hefði dregið sér mun lægri fjárhæð en hann er nú grunaður um. Átta fulltrúar sérstaks saksóknara voru sendir á Siglufjörð 29. september síðastliðinn til að framkvæma húsleitir og handtaka þá sem lágu undir grun; meðal annars Magnús. Í yfirlýsingu frá AFL Sparisjóði, sem send var fjölmiðlum í kjölfar þess að Vísir greindi frá málinu, kom fram að við athugun sérstaks saksóknara í alls óskyldu máli hafi komið upp rökstuddur grunur um fjárdrátt fyrrum skrifstofustjóra sparisjóðsins. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort játning liggi fyrir um öll brotin, en Magnús hefur þó játað aðild sína að málinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann lét af störfum sem forseti bæjarstjórnar eftir að málið kom upp. Tengdar fréttir Tveir handteknir vegna gruns um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar Átta starfsmenn frá sérstökum saksóknara fóru norður í aðgerðir í gær. 30. september 2015 17:08 Annar hinna handteknu er forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar Sérstakur saksóknari gat ekki gefið upp hve mikið fé aðilarnir drógu sér. 1. október 2015 15:52 Magnús óskar eftir lausn frá störfum Boðað hefur verið til aukafundar í bæjarstjórn Fjallabyggðar á morgun. 6. október 2015 16:14 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Magnús Jónasson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar, er grunaður um að hafa dregið sér um eitt hundrað milljónir króna úr Sparisjóði Siglufjarðar, samkvæmt heimildum Vísis. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hve há fjárhæðin er, þar sem skýringar hafa fengist á hluta færslnanna, en Ólafur Þór staðfestir að heildarumfang fjárdráttarins sé áður nefnd hundrað milljóna króna tala. Málið hófst með kæru stjórnenda sparisjóðsins en þá lá grunur á að Magnús hefði dregið sér mun lægri fjárhæð en hann er nú grunaður um. Átta fulltrúar sérstaks saksóknara voru sendir á Siglufjörð 29. september síðastliðinn til að framkvæma húsleitir og handtaka þá sem lágu undir grun; meðal annars Magnús. Í yfirlýsingu frá AFL Sparisjóði, sem send var fjölmiðlum í kjölfar þess að Vísir greindi frá málinu, kom fram að við athugun sérstaks saksóknara í alls óskyldu máli hafi komið upp rökstuddur grunur um fjárdrátt fyrrum skrifstofustjóra sparisjóðsins. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort játning liggi fyrir um öll brotin, en Magnús hefur þó játað aðild sína að málinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann lét af störfum sem forseti bæjarstjórnar eftir að málið kom upp.
Tengdar fréttir Tveir handteknir vegna gruns um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar Átta starfsmenn frá sérstökum saksóknara fóru norður í aðgerðir í gær. 30. september 2015 17:08 Annar hinna handteknu er forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar Sérstakur saksóknari gat ekki gefið upp hve mikið fé aðilarnir drógu sér. 1. október 2015 15:52 Magnús óskar eftir lausn frá störfum Boðað hefur verið til aukafundar í bæjarstjórn Fjallabyggðar á morgun. 6. október 2015 16:14 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Tveir handteknir vegna gruns um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar Átta starfsmenn frá sérstökum saksóknara fóru norður í aðgerðir í gær. 30. september 2015 17:08
Annar hinna handteknu er forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar Sérstakur saksóknari gat ekki gefið upp hve mikið fé aðilarnir drógu sér. 1. október 2015 15:52
Magnús óskar eftir lausn frá störfum Boðað hefur verið til aukafundar í bæjarstjórn Fjallabyggðar á morgun. 6. október 2015 16:14