Tónlist

Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“

Birgir Olgeirsson skrifar
Það er ekki annað hægt en að hrífast með Sigurði þegar horft er á myndband Of Monsters and Men við lagið Crystals.
Það er ekki annað hægt en að hrífast með Sigurði þegar horft er á myndband Of Monsters and Men við lagið Crystals. YouTube
„Ég hef verið mikill aðdáandi hljómsveitarinnar og það minnkar ekkert við þetta,“ segir leikarinn Sigurður Sigurjónsson sem fer með aðalhlutverkið í nýju myndbandi sveitarinnar Of Monsters and Men við lagið Crystals.

Hljómsveitinni bregður hvergi fyrir í myndbandinu heldur er aðeins skeggprúður Sigurður sem syngur af mikilli innlifun með laginu. „Það voru bara hljómsveitarmeðlimir sem fóru þess á leit við mig að ég tæki þátt í þessu og mér fannst það of spennandi og skrýtið til að hafna því. Ég hafði aldrei gert svona nokkuð áður þannig að mér fannst tilvalið að prufa þetta enda var ég í góðum höndum meðlima hljómsveitarinnar,“ segir Sigurður um verkefnið.

Myndbandið var tekið upp fyrir nokkrum dögum og gekk Sigurði að eigin sögn býsna vel að læra textann og þurfti ekki margar tökur til að ná honum réttum. „Ég fékk ekki langan aðdraganda að þessu en það hófst enda er þetta góð melódía þannig að það var auðvelt að læra textann,“ segir Sigurður.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.