Erlent

Mikið um dýrðir konunglegu brúðkaupi

Svíar fögnuðu í dag brúðkaupi Carls Phil­ips Svíaprins og Sofiu Hellqvist sem fram fór í kon­ung­legu kap­ell­unni í Stok­khólmi. Kóngafólk frá öllum heimshornum kom til Svíþjóðar til að vera viðstatt athöfnina. 

Það var kátt í sænsku konungshöllinni í dag en brúðkaupið var allt hið glæsilegasta eins og venjan er þegar kemur að kóngafólki. Parið kynntist á veitingastað fyrir fimm árum og trúlofaðist í fyrra. 550 gestir voru við athöfnina, þeirra á Takamado japansprinsessa, Margrét Þórhildur danadrottning, Maxima Hollandsdrottning og Edward Bretaprins.

Eftir að Carl Phil­ip kyssti brúði sína, var farið var með hjón­in í gegn­um miðborg­ina í hest­vagni við mikinn fögnuð viðstaddra, en þúsundir Svía fylgdust með í glampandi sól og hita í miðborg Stokkhólms.

Carl Philip, sem er 36 ára, er sonur konungshjónanna Karls Gústafs og Silvíu og þriðji í röðinni að sænsku krúnunni. Sofia er þrítug, fyrrverandi raunveruleikastjarna og jógakennari. Þar sem hún er ekki af konungsættum þurfti prinsinn sérstakt leyfi konungsfjölskyldunnar til að kvænast henni.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×