Erlent

Barn lést í sprengjuárás í Svíþjóð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. vísir/epa
Fjórir létu lífið þegar bílasprengja sprakk rétt fyrir utan Gautaborg í Svíþjóð í gær. Stúlka á leikskólaaldri er á meðal hinna látnu og 29 ára faðir hennar. Þá er jafnframt talið að foringi þekkts glæpagengis hafi verið í bifreiðinni.

Lögreglan í Gautaborg hefur lítið viljað tjá sig um málið á meðan rannsókn þess stendur fyrir þrátt fyrir að ýmsir telji að það tengist átökum glæpagengja í borginni.

Fram kemur á vef sænska blaðsins Aftonbladet að þrír karlmenn hafi verið í bílnum auk stúlkunnar. Sprengingin hafi átt sér stað við hringtorg suðvestur af Gautaborg um klukkan hálf sex að staðartíma. Stúlkan særðist lífshættulega í sprengingunni í gær en lést á sjúkrahúsi í morgun. Hún var á leið í veiðiferð með föður sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×