TBR spilaði síðasta leik sinn í Evrópukeppni félagsliða í gærkvöldi gegn Helsingfors frá Finnlandi. TBR vann 3-2.
Kristófer Darri Finnsson og Rakel Jóhannesdóttir spiluðu tvenndarleik gegn Marko Pyykonen og Mathilda Lindholm og töpuðu eftir oddalotu 21-17, 16-21 og 11-21.
Margrét Jóhannsdóttir vann einliðaleik sinn gegn Jenni Rautiainen 21-16 og 21-16. Kristófer Darri lék einliðaleik gegn Santtu Hyvarinen og tapaði 13-21 og 14-21.
Margrét Jóhannsdóttir og Rakel Jóhannesdóttir unnu tvíliðaleik gegn Mathilda Lindholm og Jenni Rautiainen 21-18 og 23-18.
Síðasti leikurinn var úrslitaviðureign en þar mættu Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen Marko Pyykonen og Pekka Ryhanen. Atli og Daníel unnu eftir oddalotu 12-21, 21-18 og 21-15.
TBR vann Helsingfors

Mest lesið

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti
