Barist um stoltið, söguna og milljarða Tómas Þór Þórðarso skrifar 2. maí 2015 08:00 Lengi hefur verið beðið eftir því að Mayweather og Pacquiao mætist í hringnum og nú verður af því eftir sex ára bið. vísir/Getty Eftir sex ára japl, jaml og fuður er loks komið að því: Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao mætast í hringnum. Þessir tveir stórkostlegu hnefaleikakappar berjast til síðasta blóðdropa í MGM Grand-höllinni í Vegas aðfaranótt sunnudags í stærsta bardaga sögunnar. Hnefaleikarnir eiga margar stórar stundir í sögubókunum en þegar horft er til peninganna er enginn stærri en þessi. 38,6 milljarðar Búist er við að Mayweather og Pacquiao skipti á milli sín 300 milljónum dala. Mayweather fær 60 prósent eins og um er samið sem gerir 23,6 milljarða króna og Filippseyingurinn fær 40 prósent sem eru 15 milljarðar króna. Engin sultarlaun. Bardaginn mun mölbrjóta öll met yfir kaup á einstökum viðburði í sjónvarpi, svokallað Pay Per View. Ekki bara mun bardaginn aðeins brjóta metið heldur tvöfalda það. Til að horfa á bardagann í háskerpu í Bandaríkjunum þarf að borga 100 dali eða þrettán þúsund krónur. Hvergi annars staðar en á Íslandi verður hægt að sjá bardagann í áskriftarsjónvarpi, en Stöð 2 Sport sýnir bardagann í lýsingu Bubba Morthens og Ómars Ragnarssonar. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Miðarnir á bardagann kostuðu allt upp í 800 þúsund krónur en ríkustu menn Bandaríkjanna og fleiri landa buðu Bob Arum, þeim sem sér um að kynna bardagann, fleiri milljónir fyrir miða sem því miður fyrir þá voru ekki til. Engin Hollywood-stjarna fær frítt á bardagann eins og tíðkast, en kynningastjórarnir eru duglegir að fá frægasta fólkið í Bandaríkjunum í húsið með því að bjóða því ókeypis miða. Sú eina sem fær ókeypis miða er MMA-stjarnan Ronda Rousey, en Bob Arum sagðist ekki geta gert annað en gefa henni miða þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði að eyða öllum tekjum sínum frá upphafi í UFC til að kaupa sér miða á svörtum markaði. Fyrsta tap Mayweathers? Það eru ekki bara peningarnir sem gera bardagann svo stóran þó þeir sýni svart á hvítu hversu ótrúlega stórt þetta er. Báðir eru kapparnir sem berjast ótrúlega hæfileikaríkir og tveir af bestu hnefaleikaköppum sögunnar. Mayweather er enn taplaus eftir 47 bardaga og hefur unnið í fimm þyngdarflokkum, en Manny hefur unnið í átta þyngdarflokkum, meira en nokkur annar maður. Hnefaleikaspekingar hafa velt sér mikið upp úr því hvor megi minna við tapi og eru flestir sammála um að það sé hinn kjaftfori Mayweather. Hann hefur sjálfur lýst sér sem besta bardagakappa sögunnar enda sé hann taplaus. Stór hluti af ímynd hans er að hann hefur aldrei tapað sem atvinnumaður. Tapi Mayweather verður umræðan um að hann handvelji sér bardaga sem mestar líkur eru á að hann vinni hverju sinni bara háværari. Það er allt undir og málið verður leyst í hringnum í nótt. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
Eftir sex ára japl, jaml og fuður er loks komið að því: Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao mætast í hringnum. Þessir tveir stórkostlegu hnefaleikakappar berjast til síðasta blóðdropa í MGM Grand-höllinni í Vegas aðfaranótt sunnudags í stærsta bardaga sögunnar. Hnefaleikarnir eiga margar stórar stundir í sögubókunum en þegar horft er til peninganna er enginn stærri en þessi. 38,6 milljarðar Búist er við að Mayweather og Pacquiao skipti á milli sín 300 milljónum dala. Mayweather fær 60 prósent eins og um er samið sem gerir 23,6 milljarða króna og Filippseyingurinn fær 40 prósent sem eru 15 milljarðar króna. Engin sultarlaun. Bardaginn mun mölbrjóta öll met yfir kaup á einstökum viðburði í sjónvarpi, svokallað Pay Per View. Ekki bara mun bardaginn aðeins brjóta metið heldur tvöfalda það. Til að horfa á bardagann í háskerpu í Bandaríkjunum þarf að borga 100 dali eða þrettán þúsund krónur. Hvergi annars staðar en á Íslandi verður hægt að sjá bardagann í áskriftarsjónvarpi, en Stöð 2 Sport sýnir bardagann í lýsingu Bubba Morthens og Ómars Ragnarssonar. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Miðarnir á bardagann kostuðu allt upp í 800 þúsund krónur en ríkustu menn Bandaríkjanna og fleiri landa buðu Bob Arum, þeim sem sér um að kynna bardagann, fleiri milljónir fyrir miða sem því miður fyrir þá voru ekki til. Engin Hollywood-stjarna fær frítt á bardagann eins og tíðkast, en kynningastjórarnir eru duglegir að fá frægasta fólkið í Bandaríkjunum í húsið með því að bjóða því ókeypis miða. Sú eina sem fær ókeypis miða er MMA-stjarnan Ronda Rousey, en Bob Arum sagðist ekki geta gert annað en gefa henni miða þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði að eyða öllum tekjum sínum frá upphafi í UFC til að kaupa sér miða á svörtum markaði. Fyrsta tap Mayweathers? Það eru ekki bara peningarnir sem gera bardagann svo stóran þó þeir sýni svart á hvítu hversu ótrúlega stórt þetta er. Báðir eru kapparnir sem berjast ótrúlega hæfileikaríkir og tveir af bestu hnefaleikaköppum sögunnar. Mayweather er enn taplaus eftir 47 bardaga og hefur unnið í fimm þyngdarflokkum, en Manny hefur unnið í átta þyngdarflokkum, meira en nokkur annar maður. Hnefaleikaspekingar hafa velt sér mikið upp úr því hvor megi minna við tapi og eru flestir sammála um að það sé hinn kjaftfori Mayweather. Hann hefur sjálfur lýst sér sem besta bardagakappa sögunnar enda sé hann taplaus. Stór hluti af ímynd hans er að hann hefur aldrei tapað sem atvinnumaður. Tapi Mayweather verður umræðan um að hann handvelji sér bardaga sem mestar líkur eru á að hann vinni hverju sinni bara háværari. Það er allt undir og málið verður leyst í hringnum í nótt.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti