Yfirvofandi dauði íslenskunnar Bergur Þór Ingólfsson skrifar 18. maí 2015 00:00 Þann 14. apríl 2015 birtist í Fréttablaðinu lítil grein eftir Lindu Björk Markúsardóttur, talmeina- og íslenskufræðing, þar sem hún lýsir yfir áhyggjum sínum af yfirvofandi dauða íslenskunnar. Hún skrifar um skjólstæðinga sína, börn, sem eiga ekki orð á eigin tungumáli yfir hluti sem þeim eru sýndir á mynd þótt þau þekki þá, notagildi þeirra og enskt heiti. UNESCO skiptir tungumálum í fimm flokka eftir líkum á útrýmingu: 1) „öruggt“, 2) „viðkvæmt“ (ekki talað af börnum heima fyrir), 3) „örugglega í útrýmingarhættu“ (ekki talað af börnum), 4) „í verulegri útrýmingarhættu“ (aðeins talað af eldri kynslóðum) og 5) „í mikilli útrýmingarhættu“ (talað af nokkrum úr eldri kynslóðum, oftast ekki reiprennandi). Það má því álykta af reynslu Lindu að íslenskan gæti verið á mörkum þess að vera „viðkvæm“ á útrýmingarskalanum þar sem hluti barna hérlendis notar útlensku sín á milli í leik og tjáningu. Við skulum gera ráð fyrir því að íslenskan sé jákvæð og verðmæt. Að í henni sé þekking, reynsla, sköpunarkraftur og sameiningarmáttur. Hún geri okkur kleift að komast í nánara samband við okkur sjálf, hvert annað, náttúruna og vísindin. Saga þjóðarinnar og upplifun liggur á tungunni. Orðin „boðaföll“, „athyglisgáfa“, „berjalyng“ og jafnvel sögnin „að nenna“ gefa aðra tilfinningu þegar Íslendingur hugsar þau á íslensku heldur en á öðru tungumáli. Að því gefnu að við viljum halda áfram að tala og hugsa á móðurmálinu og ef börnin sem Linda Björk lýsir í grein sinni eru í meiri og betri tengslum við ensk orð tölvuleikja, kvikmynda og tónlistar en íslenska þýðingu þeirra – hvað er þá til ráða?Málið er pólítískt Fyrir það fyrsta má alls ekki setja þann merkimiða á börnin að þau séu vandamál. Þetta eru greinilega útsjónarsöm og gáfuð börn sem geta leitað sér fanga á internetinu og aðlagast á auðveldan hátt. Læra meira að segja erlent tungumál án leiðbeiningar fullorðinna. Forðumst allt þjóðernisofbeldi og setjum ábyrgðina þangað sem hún á heima. Málið er pólitískt. Þótt foreldrar geti lesið meira fyrir börn sín og kennarar hafi það í valdi sínu að gera námið meira spennandi þá er það í raun pólitísk ákvörðun hvort íslenskan sé eitt þeirra 2.400 tungumála sem koma til með að deyja út á hálfsmánaðar fresti næstu hundrað árin samkvæmt útreikningum ónefndra málvísindamanna. Inn- og útflutningur menningar er raunverulegur, þar er enginn óvinur, heldur aðeins raunverulegur áhugi á eðlilegum samskiptum. Íslenskan getur orðið undir vegna þess hve fáir tala hana en hún lifir ennþá meðan hún er frjó í hugsun. Hvernig helst hún frjó og hvernig helst hún við? Það eru ekki nema um það bil tuttugu og fjögur ár síðan Fuglastríð í Lumbruskógi (1991) kom út á íslensku og markar það ákveðið upphaf á talsetningu teiknimynda hér á landi vegna þess hve vel til tókst, en áður hafði verið lesið inn efni fyrir sjónvarp. Í kjölfarið fylgdu svo stórar Disney-myndir eins og Aladdín (1992) og Konungur ljónanna (1994). Margar af þeim myndum sem við þekkjum eru mikil listaverk í þýðingu og túlkun íslenskra leikara, þýðenda og upptökustjóra. Við höfum líka notið ákveðinnar sérstöðu varðandi þýðingar. Á flestum öðrum tungumálum heitir Bósi Ljósár Buzz Lightyear. Af því að enskan er aðgengileg og auðveld íslenskum börnum þarf samanburðurinn á talsetningunni að vera íslenskunni í hag til að einhver nenni að horfa á þær. Þær verða að vera sjálfsagðari, skemmtilegri og jafnvel vandaðri en upprunalega útgáfan.Viðvörunarbjöllur Þetta hefur tekist í mjög mörgum tilfellum og það er ein forsenda þess að við erum fyrst núna að stíga inn á stig tvö í útrýmingarskala tungumála. Það getur verið að það sé orðið of seint að gera skurk í því að þýða leiki yfir á íslensku á skapandi og skemmtilegan hátt fyrir þá krakka sem nú sitja við tölvurnar en eitthvað þarf að gera fyrir komandi kynslóðir. Textun á kvikmyndum er líka mikilvæg nú þegar myndveitur eins og Netflix eru að opnast. En það er ekki nóg að heyra bara íslensku eða lesa. Við verðum að geta speglað okkur og fundið til samsömunar í því efni sem við horfum og hlustum á – njótum. Þess vegna eru íslenskar kvikmyndir, sjónvarpsþættir, leikhús, óperur, bækur, blöð og tölvuleikir ekki einungis nauðsynlegar fyrir tunguna heldur líka sálarlíf okkar. Við verðum að tilheyra einhverju sem við berum kennsl á, að öðrum kosti verður líf okkar aumt og tengslalaust. Ofurhetjur eru efni margra tölvuleikja og kvikmynda. Sumar þeirra eiga íslenskan uppruna. Bandarískur framburður á Þór, Loka og Óðni er skemmtilegur en það er þó missir að þeim íslenska, sérstaklega á Íslandi. Hús íslenskra fræða hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Sú hola kemur fyrir sjónir eins og tákn um algjört menningarlegt metnaðarleysi. Þá er ekki aðeins átt við rannsóknirnar og fræðistörfin heldur líka að ein mestu jarðnesku (og andlegu) verðmæti þjóðarinnar; handritin, eiga hér engan sérstakan virðingarsess og aðstæður við varðveislu þeirra tæplega öruggar á nútíma mælikvarða. Ber það ekki líka lélegu viðskiptaviti vitni að Móna Lísa Íslands skuli ekki vera sýnileg þeim ferðamönnum sem fylla hér öll hótel? Ef okkur á annað borð þykir vænt um að geta hugsað og tjáð okkur á móðurmálinu þá ættum við að ekki að hunsa viðvörunarbjöllur Lindu Bjarkar. Í þessu tilfelli er útdauði valkostur, að tala eða ekki tala íslensku er einfaldlega ákvörðun sem verður að taka áður en það verður of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 14. apríl 2015 birtist í Fréttablaðinu lítil grein eftir Lindu Björk Markúsardóttur, talmeina- og íslenskufræðing, þar sem hún lýsir yfir áhyggjum sínum af yfirvofandi dauða íslenskunnar. Hún skrifar um skjólstæðinga sína, börn, sem eiga ekki orð á eigin tungumáli yfir hluti sem þeim eru sýndir á mynd þótt þau þekki þá, notagildi þeirra og enskt heiti. UNESCO skiptir tungumálum í fimm flokka eftir líkum á útrýmingu: 1) „öruggt“, 2) „viðkvæmt“ (ekki talað af börnum heima fyrir), 3) „örugglega í útrýmingarhættu“ (ekki talað af börnum), 4) „í verulegri útrýmingarhættu“ (aðeins talað af eldri kynslóðum) og 5) „í mikilli útrýmingarhættu“ (talað af nokkrum úr eldri kynslóðum, oftast ekki reiprennandi). Það má því álykta af reynslu Lindu að íslenskan gæti verið á mörkum þess að vera „viðkvæm“ á útrýmingarskalanum þar sem hluti barna hérlendis notar útlensku sín á milli í leik og tjáningu. Við skulum gera ráð fyrir því að íslenskan sé jákvæð og verðmæt. Að í henni sé þekking, reynsla, sköpunarkraftur og sameiningarmáttur. Hún geri okkur kleift að komast í nánara samband við okkur sjálf, hvert annað, náttúruna og vísindin. Saga þjóðarinnar og upplifun liggur á tungunni. Orðin „boðaföll“, „athyglisgáfa“, „berjalyng“ og jafnvel sögnin „að nenna“ gefa aðra tilfinningu þegar Íslendingur hugsar þau á íslensku heldur en á öðru tungumáli. Að því gefnu að við viljum halda áfram að tala og hugsa á móðurmálinu og ef börnin sem Linda Björk lýsir í grein sinni eru í meiri og betri tengslum við ensk orð tölvuleikja, kvikmynda og tónlistar en íslenska þýðingu þeirra – hvað er þá til ráða?Málið er pólítískt Fyrir það fyrsta má alls ekki setja þann merkimiða á börnin að þau séu vandamál. Þetta eru greinilega útsjónarsöm og gáfuð börn sem geta leitað sér fanga á internetinu og aðlagast á auðveldan hátt. Læra meira að segja erlent tungumál án leiðbeiningar fullorðinna. Forðumst allt þjóðernisofbeldi og setjum ábyrgðina þangað sem hún á heima. Málið er pólitískt. Þótt foreldrar geti lesið meira fyrir börn sín og kennarar hafi það í valdi sínu að gera námið meira spennandi þá er það í raun pólitísk ákvörðun hvort íslenskan sé eitt þeirra 2.400 tungumála sem koma til með að deyja út á hálfsmánaðar fresti næstu hundrað árin samkvæmt útreikningum ónefndra málvísindamanna. Inn- og útflutningur menningar er raunverulegur, þar er enginn óvinur, heldur aðeins raunverulegur áhugi á eðlilegum samskiptum. Íslenskan getur orðið undir vegna þess hve fáir tala hana en hún lifir ennþá meðan hún er frjó í hugsun. Hvernig helst hún frjó og hvernig helst hún við? Það eru ekki nema um það bil tuttugu og fjögur ár síðan Fuglastríð í Lumbruskógi (1991) kom út á íslensku og markar það ákveðið upphaf á talsetningu teiknimynda hér á landi vegna þess hve vel til tókst, en áður hafði verið lesið inn efni fyrir sjónvarp. Í kjölfarið fylgdu svo stórar Disney-myndir eins og Aladdín (1992) og Konungur ljónanna (1994). Margar af þeim myndum sem við þekkjum eru mikil listaverk í þýðingu og túlkun íslenskra leikara, þýðenda og upptökustjóra. Við höfum líka notið ákveðinnar sérstöðu varðandi þýðingar. Á flestum öðrum tungumálum heitir Bósi Ljósár Buzz Lightyear. Af því að enskan er aðgengileg og auðveld íslenskum börnum þarf samanburðurinn á talsetningunni að vera íslenskunni í hag til að einhver nenni að horfa á þær. Þær verða að vera sjálfsagðari, skemmtilegri og jafnvel vandaðri en upprunalega útgáfan.Viðvörunarbjöllur Þetta hefur tekist í mjög mörgum tilfellum og það er ein forsenda þess að við erum fyrst núna að stíga inn á stig tvö í útrýmingarskala tungumála. Það getur verið að það sé orðið of seint að gera skurk í því að þýða leiki yfir á íslensku á skapandi og skemmtilegan hátt fyrir þá krakka sem nú sitja við tölvurnar en eitthvað þarf að gera fyrir komandi kynslóðir. Textun á kvikmyndum er líka mikilvæg nú þegar myndveitur eins og Netflix eru að opnast. En það er ekki nóg að heyra bara íslensku eða lesa. Við verðum að geta speglað okkur og fundið til samsömunar í því efni sem við horfum og hlustum á – njótum. Þess vegna eru íslenskar kvikmyndir, sjónvarpsþættir, leikhús, óperur, bækur, blöð og tölvuleikir ekki einungis nauðsynlegar fyrir tunguna heldur líka sálarlíf okkar. Við verðum að tilheyra einhverju sem við berum kennsl á, að öðrum kosti verður líf okkar aumt og tengslalaust. Ofurhetjur eru efni margra tölvuleikja og kvikmynda. Sumar þeirra eiga íslenskan uppruna. Bandarískur framburður á Þór, Loka og Óðni er skemmtilegur en það er þó missir að þeim íslenska, sérstaklega á Íslandi. Hús íslenskra fræða hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Sú hola kemur fyrir sjónir eins og tákn um algjört menningarlegt metnaðarleysi. Þá er ekki aðeins átt við rannsóknirnar og fræðistörfin heldur líka að ein mestu jarðnesku (og andlegu) verðmæti þjóðarinnar; handritin, eiga hér engan sérstakan virðingarsess og aðstæður við varðveislu þeirra tæplega öruggar á nútíma mælikvarða. Ber það ekki líka lélegu viðskiptaviti vitni að Móna Lísa Íslands skuli ekki vera sýnileg þeim ferðamönnum sem fylla hér öll hótel? Ef okkur á annað borð þykir vænt um að geta hugsað og tjáð okkur á móðurmálinu þá ættum við að ekki að hunsa viðvörunarbjöllur Lindu Bjarkar. Í þessu tilfelli er útdauði valkostur, að tala eða ekki tala íslensku er einfaldlega ákvörðun sem verður að taka áður en það verður of seint.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar