Erlent

Segir Írani efna til ófriðar í Jemen

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Forseti Jemen segir Hútí-uppreisnarsinna „fylgdarsveina Írans“.
Forseti Jemen segir Hútí-uppreisnarsinna „fylgdarsveina Írans“. Vísir/AFP
Forseti Jemen, Abdrabbuh Mansour Hadi, sakar Írani um að efna til ófriðar í Jemen, og kallar Hútí-uppreisnarsinna „fylgdarsveina Írans.“

Sádi Arabar hafa gert loftárásir á Jemen síðan á miðvikudaginn eftir að uppreisnarsinnar létu til skarar skríða við hafnarborgina Aden. Sádi Arabía hyggst halda hernaðaraðgerðum áfram í landinu þar til ástandið þar verður stöðugt, að því er segir í frétt BBC.

Átökunum í Jemen hefur verið lýst sem nokkurs konar stríði á milli þeirra þjóða á landsvæðinu þar sem súnnítar eru í meirihluta og Írans, þar sem sía-múslimar eru í meirihluta.

Hadi flúði land í vikunni vegna átakanna og hyggst ekki fara aftur til Jemen fyrr en átökunum linnir.


Tengdar fréttir

Forseti Jemen kominn til Sádi-Arabíu

Loftárásir, undir forystu Sádi-Araba voru á ný gerðar á Jemen í nótt en markmið þeirra er að brjóta uppreisnarmenn Húta á bak aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×