Mótmælandi handtekinn á Austurvelli Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2015 18:29 Þrír eða fjórir lögregluþjónar yfirbuguðu manninn. Vísir Lögregla handtók fyrir stuttu karlmann á miðjum aldri við mótmælin á Austurvelli sem nú standa yfir. Að sögn blaðamanns Vísis sem staddur er á mótmælunum hafði maðurinn stungið sér inn fyrir varnarvegg lögreglu og reyndi að komast inn í Alþingishúsið áður en lögregla yfirbugaði hann. Líkt og sjá má á myndum og myndskeiði með fréttinni, tóku nokkrir lögreglumenn þátt í því að yfirbuga manninn. Hann var síðan færður úr augsýn mótmælenda og svo virðist sem aukið hafi verið við mannskap lögreglu við þinghúsið í kjölfar atviksins. Hátt í þrjátíu lögreglumenn gæta nú hússins en aðeins um fimm til tíu gættu þess áður.Sjá einnig: 99 ástæður til byltingar Maðurinn reyndi fyrst að komast inn um gömlu dyr Alþingishússins en tókst það ekki. Hann hljóp nokkuð lengi undan lögregluþjónum en nam svo staðar með hendurnar út í loft til að reyna að halda lögreglumönnum frá. Þeir hlupu þó beint á hann og ýttu í jörðina. Að sögn blaðamanns Vísis á staðnum virtist handtaka mannsins ekki vekja mikla reiði meðal mótmælenda á Austurvelli. Örfáum eggjum og kínverjum hafi þó verið grýtt í þinghúsið eftir handtökuna en ekki endilega vegna hennar.Uppfært: Maðurinn sem var handtekinn, Björgvin Þór Hólm, framkvæmdastjóri Tölvuvirkni, kveðst hafa tekið meðvitaða ákvörðun um borgaralega óhlýðni af sinni hálfu í dag. Það hafi verið gert til þess að vekja athygli á störfum ríkisstjórnarinnar „sem séu óboðleg“. Honum þykir þó miður að hafa truflað störf lögreglu og segist hafa játað brot sitt skýlaust. Ekki sé hægt að setja út á störf lögreglu. Tengdar fréttir Enn ein mótmælin gegn ríkisstjórninni á Austurvelli Um 4.400 manns hafa boðað komu sína á Facebook. 24. maí 2015 18:26 Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. 26. maí 2015 12:15 „Ósvífið og óheiðarlegt að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað“ Forsætisráðherra fór yfir nokkrar staðreyndir á Alþingi í dag og sagði meðal annars tekjujöfnuð hafa aukist í tíð ríkisstjórnar sinnar. 26. maí 2015 15:40 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Lögregla handtók fyrir stuttu karlmann á miðjum aldri við mótmælin á Austurvelli sem nú standa yfir. Að sögn blaðamanns Vísis sem staddur er á mótmælunum hafði maðurinn stungið sér inn fyrir varnarvegg lögreglu og reyndi að komast inn í Alþingishúsið áður en lögregla yfirbugaði hann. Líkt og sjá má á myndum og myndskeiði með fréttinni, tóku nokkrir lögreglumenn þátt í því að yfirbuga manninn. Hann var síðan færður úr augsýn mótmælenda og svo virðist sem aukið hafi verið við mannskap lögreglu við þinghúsið í kjölfar atviksins. Hátt í þrjátíu lögreglumenn gæta nú hússins en aðeins um fimm til tíu gættu þess áður.Sjá einnig: 99 ástæður til byltingar Maðurinn reyndi fyrst að komast inn um gömlu dyr Alþingishússins en tókst það ekki. Hann hljóp nokkuð lengi undan lögregluþjónum en nam svo staðar með hendurnar út í loft til að reyna að halda lögreglumönnum frá. Þeir hlupu þó beint á hann og ýttu í jörðina. Að sögn blaðamanns Vísis á staðnum virtist handtaka mannsins ekki vekja mikla reiði meðal mótmælenda á Austurvelli. Örfáum eggjum og kínverjum hafi þó verið grýtt í þinghúsið eftir handtökuna en ekki endilega vegna hennar.Uppfært: Maðurinn sem var handtekinn, Björgvin Þór Hólm, framkvæmdastjóri Tölvuvirkni, kveðst hafa tekið meðvitaða ákvörðun um borgaralega óhlýðni af sinni hálfu í dag. Það hafi verið gert til þess að vekja athygli á störfum ríkisstjórnarinnar „sem séu óboðleg“. Honum þykir þó miður að hafa truflað störf lögreglu og segist hafa játað brot sitt skýlaust. Ekki sé hægt að setja út á störf lögreglu.
Tengdar fréttir Enn ein mótmælin gegn ríkisstjórninni á Austurvelli Um 4.400 manns hafa boðað komu sína á Facebook. 24. maí 2015 18:26 Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. 26. maí 2015 12:15 „Ósvífið og óheiðarlegt að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað“ Forsætisráðherra fór yfir nokkrar staðreyndir á Alþingi í dag og sagði meðal annars tekjujöfnuð hafa aukist í tíð ríkisstjórnar sinnar. 26. maí 2015 15:40 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Enn ein mótmælin gegn ríkisstjórninni á Austurvelli Um 4.400 manns hafa boðað komu sína á Facebook. 24. maí 2015 18:26
Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. 26. maí 2015 12:15
„Ósvífið og óheiðarlegt að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað“ Forsætisráðherra fór yfir nokkrar staðreyndir á Alþingi í dag og sagði meðal annars tekjujöfnuð hafa aukist í tíð ríkisstjórnar sinnar. 26. maí 2015 15:40