Mótmælandi handtekinn á Austurvelli Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2015 18:29 Þrír eða fjórir lögregluþjónar yfirbuguðu manninn. Vísir Lögregla handtók fyrir stuttu karlmann á miðjum aldri við mótmælin á Austurvelli sem nú standa yfir. Að sögn blaðamanns Vísis sem staddur er á mótmælunum hafði maðurinn stungið sér inn fyrir varnarvegg lögreglu og reyndi að komast inn í Alþingishúsið áður en lögregla yfirbugaði hann. Líkt og sjá má á myndum og myndskeiði með fréttinni, tóku nokkrir lögreglumenn þátt í því að yfirbuga manninn. Hann var síðan færður úr augsýn mótmælenda og svo virðist sem aukið hafi verið við mannskap lögreglu við þinghúsið í kjölfar atviksins. Hátt í þrjátíu lögreglumenn gæta nú hússins en aðeins um fimm til tíu gættu þess áður.Sjá einnig: 99 ástæður til byltingar Maðurinn reyndi fyrst að komast inn um gömlu dyr Alþingishússins en tókst það ekki. Hann hljóp nokkuð lengi undan lögregluþjónum en nam svo staðar með hendurnar út í loft til að reyna að halda lögreglumönnum frá. Þeir hlupu þó beint á hann og ýttu í jörðina. Að sögn blaðamanns Vísis á staðnum virtist handtaka mannsins ekki vekja mikla reiði meðal mótmælenda á Austurvelli. Örfáum eggjum og kínverjum hafi þó verið grýtt í þinghúsið eftir handtökuna en ekki endilega vegna hennar.Uppfært: Maðurinn sem var handtekinn, Björgvin Þór Hólm, framkvæmdastjóri Tölvuvirkni, kveðst hafa tekið meðvitaða ákvörðun um borgaralega óhlýðni af sinni hálfu í dag. Það hafi verið gert til þess að vekja athygli á störfum ríkisstjórnarinnar „sem séu óboðleg“. Honum þykir þó miður að hafa truflað störf lögreglu og segist hafa játað brot sitt skýlaust. Ekki sé hægt að setja út á störf lögreglu. Tengdar fréttir Enn ein mótmælin gegn ríkisstjórninni á Austurvelli Um 4.400 manns hafa boðað komu sína á Facebook. 24. maí 2015 18:26 Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. 26. maí 2015 12:15 „Ósvífið og óheiðarlegt að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað“ Forsætisráðherra fór yfir nokkrar staðreyndir á Alþingi í dag og sagði meðal annars tekjujöfnuð hafa aukist í tíð ríkisstjórnar sinnar. 26. maí 2015 15:40 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
Lögregla handtók fyrir stuttu karlmann á miðjum aldri við mótmælin á Austurvelli sem nú standa yfir. Að sögn blaðamanns Vísis sem staddur er á mótmælunum hafði maðurinn stungið sér inn fyrir varnarvegg lögreglu og reyndi að komast inn í Alþingishúsið áður en lögregla yfirbugaði hann. Líkt og sjá má á myndum og myndskeiði með fréttinni, tóku nokkrir lögreglumenn þátt í því að yfirbuga manninn. Hann var síðan færður úr augsýn mótmælenda og svo virðist sem aukið hafi verið við mannskap lögreglu við þinghúsið í kjölfar atviksins. Hátt í þrjátíu lögreglumenn gæta nú hússins en aðeins um fimm til tíu gættu þess áður.Sjá einnig: 99 ástæður til byltingar Maðurinn reyndi fyrst að komast inn um gömlu dyr Alþingishússins en tókst það ekki. Hann hljóp nokkuð lengi undan lögregluþjónum en nam svo staðar með hendurnar út í loft til að reyna að halda lögreglumönnum frá. Þeir hlupu þó beint á hann og ýttu í jörðina. Að sögn blaðamanns Vísis á staðnum virtist handtaka mannsins ekki vekja mikla reiði meðal mótmælenda á Austurvelli. Örfáum eggjum og kínverjum hafi þó verið grýtt í þinghúsið eftir handtökuna en ekki endilega vegna hennar.Uppfært: Maðurinn sem var handtekinn, Björgvin Þór Hólm, framkvæmdastjóri Tölvuvirkni, kveðst hafa tekið meðvitaða ákvörðun um borgaralega óhlýðni af sinni hálfu í dag. Það hafi verið gert til þess að vekja athygli á störfum ríkisstjórnarinnar „sem séu óboðleg“. Honum þykir þó miður að hafa truflað störf lögreglu og segist hafa játað brot sitt skýlaust. Ekki sé hægt að setja út á störf lögreglu.
Tengdar fréttir Enn ein mótmælin gegn ríkisstjórninni á Austurvelli Um 4.400 manns hafa boðað komu sína á Facebook. 24. maí 2015 18:26 Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. 26. maí 2015 12:15 „Ósvífið og óheiðarlegt að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað“ Forsætisráðherra fór yfir nokkrar staðreyndir á Alþingi í dag og sagði meðal annars tekjujöfnuð hafa aukist í tíð ríkisstjórnar sinnar. 26. maí 2015 15:40 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
Enn ein mótmælin gegn ríkisstjórninni á Austurvelli Um 4.400 manns hafa boðað komu sína á Facebook. 24. maí 2015 18:26
Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. 26. maí 2015 12:15
„Ósvífið og óheiðarlegt að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað“ Forsætisráðherra fór yfir nokkrar staðreyndir á Alþingi í dag og sagði meðal annars tekjujöfnuð hafa aukist í tíð ríkisstjórnar sinnar. 26. maí 2015 15:40