Helíum, ekki bara gott partí Ásdís Ólafsdóttir og Snjólaug Ólafsdóttir skrifar 26. maí 2015 11:45 Helíumfylltar blöðrur hafa löngum glatt bæði börn og fullorðna við ýmis tilefni s.s. á 17. júní og til skreytinga í veislum. Sú stundarskemmtun sem blöðrurnar veita getur þó dregið dilk á eftir sér, nokkuð sem við höfundar þessarar greinar, viljum benda á. Helíum er sennilega þekktast sem partíblöðrugas og óvíst að allir átti sig á mikilvægi gassins til annarra nota. Nú í seinni tíð hefur borið á helíumskorti. Almenningur hefur helst orðið var við þann skort þegar falast er eftir helíum í blöðrur. En það eru aðrir og veigameiri þættir sem munu breytast þegar helíumskortur verður viðvarandi. Helíum er léttara en andrúmsloft og er það létt að þyngdarafl jarðar heldur því ekki svo það kemst út úr lofthjúpi jarðar. Helíum er ekki framleitt heldur finnst það með jarðgasi þar sem jarðvegur er nægilega þéttur. Fá svæði hafa helíum í vinnanlegu magni og eru um 75% af vinnslu alls helíums í Bandaríkjunum. Suðumark helíums er nálægt alkuli (-269 °C) og er efnið í fljótandi formi besta kæliefni heims. Aðalnotkun helíums í heiminum er sem kælivökvi á segulómunartæki (MRI-skanna) á sjúkrahúsum en einnig er það notað sem kælimiðill við framleiðslu hálfleiðara og í kjarnaofnum svo dæmi séu tekin. Enn er ekki vitað hvernig skipta eigi efninu út fyrir aðra kælimiðla. Önnur notkun helíums er t.d. í loftbelgi til mælinga svo sem við háloftaveðurmælingar, við framleiðslu á ljósleiðara, á rannsóknarstofum, í eldsneytistönkum geimflauga og í innöndunargasi t.d. í súrefnistönkum kafara. Helíum er því notað í margvíslegum tilgangi til að styðja við lífsmáta okkar og afleiðingar af skorti efnisins munu valda verulegum vandræðum. Af ofangreindu má sjá að vert er að velja rétta notkun á helíumauðlindinni.Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur.Eru þær þess virði? Annar ókostur blaðranna leiðir af því ef við sleppum þeim eða missum þær frá okkur. Blöðrur eru flestar búnar til úr latexblöndu eða úr þunnri pólýesterfilmu (BoPET) sem er m.a. nýtt í iðnaði t.d. við framleiðslu loka á jógúrtdósir og í geimbúningum NASA. Allt plast í hafinu getur ógnað lífverum á tvo vegu, þ.e. líkamlegar hættur þegar lífverur flækjast í plastinu og kafna, og svo efnafræðileg hætta þegar lífuppsöfnun á plastögnum verður inni í líkama lífvera sem gerist t.d. með öndun neðansjávar eða með fæðu (fuglar, fiskar og sjávarspendýr). Þegar sjávarlífverur taka inn í sig plast eiga þær í erfiðleikum með að losa sig við það og margar hverjar deyja kvalafullum dauðdaga. Þegar helíumfylltar blöðrur sleppa eða er sleppt lausum þá enda þær flestar lífdaga sína í hafinu. Þótt blöðrur í hafinu séu ekki uppistaðan í plastmengun hafsins eru þær eitt af þeim plastefnum sem við getum auðveldlega komið í veg fyrir að berist þangað. Helíum er þrjótandi auðlind sem er okkur nauðsynleg til framleiðslu á vörum og þjónustu sem við viljum alls ekki vera án, t.d. innan heilbrigðisgeirans. Að spara helíum er því eitthvað sem við ættum öll að kappkosta. Plast er umhverfisspillir sem veldur miklum skaða í umhverfinu. Afleiðingarnar af því að nota helíumfylltar blöðrur verða að vera okkur öllum kunnar, eru þær þess virði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Sjá meira
Helíumfylltar blöðrur hafa löngum glatt bæði börn og fullorðna við ýmis tilefni s.s. á 17. júní og til skreytinga í veislum. Sú stundarskemmtun sem blöðrurnar veita getur þó dregið dilk á eftir sér, nokkuð sem við höfundar þessarar greinar, viljum benda á. Helíum er sennilega þekktast sem partíblöðrugas og óvíst að allir átti sig á mikilvægi gassins til annarra nota. Nú í seinni tíð hefur borið á helíumskorti. Almenningur hefur helst orðið var við þann skort þegar falast er eftir helíum í blöðrur. En það eru aðrir og veigameiri þættir sem munu breytast þegar helíumskortur verður viðvarandi. Helíum er léttara en andrúmsloft og er það létt að þyngdarafl jarðar heldur því ekki svo það kemst út úr lofthjúpi jarðar. Helíum er ekki framleitt heldur finnst það með jarðgasi þar sem jarðvegur er nægilega þéttur. Fá svæði hafa helíum í vinnanlegu magni og eru um 75% af vinnslu alls helíums í Bandaríkjunum. Suðumark helíums er nálægt alkuli (-269 °C) og er efnið í fljótandi formi besta kæliefni heims. Aðalnotkun helíums í heiminum er sem kælivökvi á segulómunartæki (MRI-skanna) á sjúkrahúsum en einnig er það notað sem kælimiðill við framleiðslu hálfleiðara og í kjarnaofnum svo dæmi séu tekin. Enn er ekki vitað hvernig skipta eigi efninu út fyrir aðra kælimiðla. Önnur notkun helíums er t.d. í loftbelgi til mælinga svo sem við háloftaveðurmælingar, við framleiðslu á ljósleiðara, á rannsóknarstofum, í eldsneytistönkum geimflauga og í innöndunargasi t.d. í súrefnistönkum kafara. Helíum er því notað í margvíslegum tilgangi til að styðja við lífsmáta okkar og afleiðingar af skorti efnisins munu valda verulegum vandræðum. Af ofangreindu má sjá að vert er að velja rétta notkun á helíumauðlindinni.Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur.Eru þær þess virði? Annar ókostur blaðranna leiðir af því ef við sleppum þeim eða missum þær frá okkur. Blöðrur eru flestar búnar til úr latexblöndu eða úr þunnri pólýesterfilmu (BoPET) sem er m.a. nýtt í iðnaði t.d. við framleiðslu loka á jógúrtdósir og í geimbúningum NASA. Allt plast í hafinu getur ógnað lífverum á tvo vegu, þ.e. líkamlegar hættur þegar lífverur flækjast í plastinu og kafna, og svo efnafræðileg hætta þegar lífuppsöfnun á plastögnum verður inni í líkama lífvera sem gerist t.d. með öndun neðansjávar eða með fæðu (fuglar, fiskar og sjávarspendýr). Þegar sjávarlífverur taka inn í sig plast eiga þær í erfiðleikum með að losa sig við það og margar hverjar deyja kvalafullum dauðdaga. Þegar helíumfylltar blöðrur sleppa eða er sleppt lausum þá enda þær flestar lífdaga sína í hafinu. Þótt blöðrur í hafinu séu ekki uppistaðan í plastmengun hafsins eru þær eitt af þeim plastefnum sem við getum auðveldlega komið í veg fyrir að berist þangað. Helíum er þrjótandi auðlind sem er okkur nauðsynleg til framleiðslu á vörum og þjónustu sem við viljum alls ekki vera án, t.d. innan heilbrigðisgeirans. Að spara helíum er því eitthvað sem við ættum öll að kappkosta. Plast er umhverfisspillir sem veldur miklum skaða í umhverfinu. Afleiðingarnar af því að nota helíumfylltar blöðrur verða að vera okkur öllum kunnar, eru þær þess virði?
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar