Málaskráin skemmdi fyrir: Vitni í sakamáli fékk neikvæða umsögn Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2015 07:00 Katrín Oddsdóttir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt þá ákvörðun ríkislögreglustjóra að veita ungum manni neikvæða umsögn vegna umsóknar hans um aðgang að haftasvæði flugverndar. Maðurinn sótti um aðganginn í tengslum við starf sitt fyrir ISAVIA við flugstjórnar- og flugnám. Umsögn ríkislögreglustjóra var neikvæð með vísan til fyrirliggjandi upplýsinga um manninn úr málaskrá lögreglunnar. Maðurinn var með hreint sakavottorð, en hafði komið við sögu lögreglu, meðal annars sem vitni og við skýrslugjöf. „Þetta er fyrst og fremst staðfesting á því að notkun á málaskrá lögreglu er oft og tíðum því miður mjög vafasöm. Það verður að búa til skýrar reglur um hvað megi geyma þar, hvenær því ber að eyða og með hvaða hætti megi nota það sem þar stendur,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður mannsins. Í dóminum segir að ríkislögreglustjóri hafi á engan hátt rökstutt með hvaða hætti staða mannsins sem vitni í sakamáli gerði það að verkum að umsögnin ætti að vera neikvæð. Staðhæfing lögreglustjórans um að ítrekaðar skráningar í lögreglukerfinu séu almenns eðlis og sýni ekki fram á að tilgreindar skráningar eða upplýsingar um manninn séu til þess fallnar að draga megi í efa hæfi hans til að njóta aðgangs að haftasvæði flugverndar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í mars að því hvort gangskör hafi verið gerð að því að setja ákvæði um eyðingu gagna úr gagnagrunninum og lét þess getið að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefðu hvorki meira né minna en 19.621 fyrirtæki og 325.003 einstaklingar verið skráðir hjá lögreglu, þar af 19.754 látnir. „Gagnagrunnurinn þarf að vera settur þannig upp að ef einhver kemur að einhverju máli þá safnist ekki upp einhver slóð sem síðan er hægt að nota gegn viðkomandi án samhengis. Ég hef ekki fengið nægilega skýr svör um þetta en ég veit að þetta kerfi er bara ónothæft. Ég hef ítrekað rætt þetta niðri á þingi en svo gerist ekki neitt. Ég mun halda áfram að beita mér fyrir því að þessi mál verði sett í viðunandi horf,“ segir Birgitta. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt þá ákvörðun ríkislögreglustjóra að veita ungum manni neikvæða umsögn vegna umsóknar hans um aðgang að haftasvæði flugverndar. Maðurinn sótti um aðganginn í tengslum við starf sitt fyrir ISAVIA við flugstjórnar- og flugnám. Umsögn ríkislögreglustjóra var neikvæð með vísan til fyrirliggjandi upplýsinga um manninn úr málaskrá lögreglunnar. Maðurinn var með hreint sakavottorð, en hafði komið við sögu lögreglu, meðal annars sem vitni og við skýrslugjöf. „Þetta er fyrst og fremst staðfesting á því að notkun á málaskrá lögreglu er oft og tíðum því miður mjög vafasöm. Það verður að búa til skýrar reglur um hvað megi geyma þar, hvenær því ber að eyða og með hvaða hætti megi nota það sem þar stendur,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður mannsins. Í dóminum segir að ríkislögreglustjóri hafi á engan hátt rökstutt með hvaða hætti staða mannsins sem vitni í sakamáli gerði það að verkum að umsögnin ætti að vera neikvæð. Staðhæfing lögreglustjórans um að ítrekaðar skráningar í lögreglukerfinu séu almenns eðlis og sýni ekki fram á að tilgreindar skráningar eða upplýsingar um manninn séu til þess fallnar að draga megi í efa hæfi hans til að njóta aðgangs að haftasvæði flugverndar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í mars að því hvort gangskör hafi verið gerð að því að setja ákvæði um eyðingu gagna úr gagnagrunninum og lét þess getið að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefðu hvorki meira né minna en 19.621 fyrirtæki og 325.003 einstaklingar verið skráðir hjá lögreglu, þar af 19.754 látnir. „Gagnagrunnurinn þarf að vera settur þannig upp að ef einhver kemur að einhverju máli þá safnist ekki upp einhver slóð sem síðan er hægt að nota gegn viðkomandi án samhengis. Ég hef ekki fengið nægilega skýr svör um þetta en ég veit að þetta kerfi er bara ónothæft. Ég hef ítrekað rætt þetta niðri á þingi en svo gerist ekki neitt. Ég mun halda áfram að beita mér fyrir því að þessi mál verði sett í viðunandi horf,“ segir Birgitta.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“