Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 20:00 Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. Andrew Cottey er deildarforseti stjórnmálafræðideildar háskólans í Cork á Írlandi, og höfundur bókar um öryggismál í Evrópu á 21 öld. Hann flutti fyrirlestur á vegum alþjóðastofnunar í Norræna húsinu í dag þar sem hann talaði um breytta heimsmynd í kjölfar átakanna í Úkraínu og hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi, sem skapað hafa mikla spennu í samskiptum Rússlands og Vesturlanda. Hryðjuverkin í París gætu þó orðið til þess að breyta stöðunni töluvert. „Ég held að þetta muni hafa áhrif. Það virðast vera horfur á nýrri samvinnu á milli Rússa og Vesturlanda, þar sem þau hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í að sigra Íslamska ríkið. Við verðum að sjá hvernig það verður byggt upp með tímanum,“ segir Andrew. Þannig munu leiðtogar Rússlands og Vesturlandanna líklega taka á næstunni höndum saman gegn hryðjuverkasamtökunum. „Frá sjónarhóli Vesturlanda eru mörg vandamál varðandi Rússland og öfugt. En fyrir báða er Íslamska ríkið stærri óvinur einmitt núna. Ef við lítum á það sem gerðist á götum Parísar er skiljanlegt að það hafi forgang fyrir evrópskan almenning, bandarískan almenning og jafnvel rússneskan almenning. Ég held að núna og á komandi mánuðum, eða jafnvel árum, getur baráttan við Íslamska ríkið orðið miðlæg í öllum þessum löndum,“ segir Andrew. Slíkt samstarf myndi þó ekki leysa allan vandann. „Rússarnir munu vafalaust sjá þetta sem tækifæri til að laga að hluta sambandið við Vesturlönd. En fyrir Pútín forseta verður sennilega erfitt heima fyrir að láta undan vestrænum þrýstingi. Ég held að við munum sjá blandað samstarf, það verður að hluta til kannski hagnýtt samstarf hvað varðar Íslamska ríkið og hryðjuverkastarfsemi, en á sama tíma verða önnur vandamál í Evrópu áfram til staðar,“ segir Andrew Cottey. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. Andrew Cottey er deildarforseti stjórnmálafræðideildar háskólans í Cork á Írlandi, og höfundur bókar um öryggismál í Evrópu á 21 öld. Hann flutti fyrirlestur á vegum alþjóðastofnunar í Norræna húsinu í dag þar sem hann talaði um breytta heimsmynd í kjölfar átakanna í Úkraínu og hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi, sem skapað hafa mikla spennu í samskiptum Rússlands og Vesturlanda. Hryðjuverkin í París gætu þó orðið til þess að breyta stöðunni töluvert. „Ég held að þetta muni hafa áhrif. Það virðast vera horfur á nýrri samvinnu á milli Rússa og Vesturlanda, þar sem þau hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í að sigra Íslamska ríkið. Við verðum að sjá hvernig það verður byggt upp með tímanum,“ segir Andrew. Þannig munu leiðtogar Rússlands og Vesturlandanna líklega taka á næstunni höndum saman gegn hryðjuverkasamtökunum. „Frá sjónarhóli Vesturlanda eru mörg vandamál varðandi Rússland og öfugt. En fyrir báða er Íslamska ríkið stærri óvinur einmitt núna. Ef við lítum á það sem gerðist á götum Parísar er skiljanlegt að það hafi forgang fyrir evrópskan almenning, bandarískan almenning og jafnvel rússneskan almenning. Ég held að núna og á komandi mánuðum, eða jafnvel árum, getur baráttan við Íslamska ríkið orðið miðlæg í öllum þessum löndum,“ segir Andrew. Slíkt samstarf myndi þó ekki leysa allan vandann. „Rússarnir munu vafalaust sjá þetta sem tækifæri til að laga að hluta sambandið við Vesturlönd. En fyrir Pútín forseta verður sennilega erfitt heima fyrir að láta undan vestrænum þrýstingi. Ég held að við munum sjá blandað samstarf, það verður að hluta til kannski hagnýtt samstarf hvað varðar Íslamska ríkið og hryðjuverkastarfsemi, en á sama tíma verða önnur vandamál í Evrópu áfram til staðar,“ segir Andrew Cottey.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira