Bílskúrinn: Blönduð keppni í Brasilíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. nóvember 2015 22:15 Mercedes fagnar í Brasilíu. Vísir/Getty Keppnin í Brasilíu um síðustu helgi var með þeim rólegri, einungis einn ökumaður komst ekki í endamark, Carlos Sainz á Toro Rosso kláraði ekki fyrsta hringinn.Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark eftir að hafa leitt frá upphafi til enda, fyrir utan þá hringi sem hann tók þjónustuhlé. Margt athyglisvert kom þó fram um helgina uppgjör þess helsta er í Bílskúrnum, hér á Vísi.Er Toto Wolff að skemma fyrir áhorfendum?Vísir/GettyEr Mercedes með leiðindi? Mercedes liðið bannaði Lewis Hamilton að skipta um keppnisáætlun í miðri keppni. Rosberg var á undan en Hamilton virtist hraðari. Mercedes vildi halda báðum ökumönnum á sömu áætlun. Hamilton ítrekaði stöðugt yfir keppnina að það væri erfitt að taka fram úr á Interlagos brautinni. Hann kvartaði yfir því sama í Mexíkó. Áhugaverð tilviljun ef tilviljun getur kallast er að í bæði skipti var Hamilton að elta Rosberg og reyna að ná forystunni. Er Hamilton að búa sér til afsökun? Eða er í alvörunni erfitt að elta Mercedes bílinn í návígi? Hamilton er óvanur því að vera fyrir aftan liðsfélaga sinn. Mercedes vildi þrátt fyrir allt ekki leyfa Hamilton að taka áhættuna og skipta um dekk á öðrum tíma en Rosberg. Mercedes rændi þar með áhorfendur hugsanlega af baráttu sinna manna. Mercedes segist skilja að áhorfendur vilji hreina og beina baráttu en það sé ekki liðinu, styrktaraðilum þess og fjárfestum fyrir bestu. Vonandi skiptir Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes um skoðun fyrir Abú Dabí.Pastor Maldonado kominn fram úr Marcus Ericsson eftir að hafa keyrt á hann.Vísir/gettyVar Maldonado um að kenna?Pastor “Crahstor” Maldonado á Lotus ók utan í Marcus Ericsson á Sauber í keppninni á sunnudag. Báðir ökumenn gátu haldið áfram en Ericsson tapaði sæti sínu í keppninni. Maldonado er einn umdeildasti ökumaðurinn í Formúlu 1 um þessar mundir. Hann er þekktur fyrir að aka utan í aðra ökumenn og oftar en ekki er það hann sök. Reyndin er sú að honum var um að kenna í þessu tilfelli. Hvernig getur ökumaður sem ekki hefur lokið nema 10 keppnum af 18 á tímabilinu haldið sæti sínu hjá liði sem hefur komið bíl á verðlaunapall í ár? Peningar eru lausnin, Maldonado er með svo öfluga bakhjarla að Lotus liðið hefur einfaldlega ekki efni á að losa sig við hann. Atvikið um helgina var með þeim saklausari sem Maldonado hefur valdið í gegnum tíðina. Það bjó samt til ástæðu til að tala um hann og hvort hann eigi sæti sitt í Formúlu 1 skilið yfir höfuð. Það má ekki gleyma að Maldonado vann spænska kappaksturinn 2012. Það er þó vert að bæta við að sú keppni var aðeins ein af fimm það árið sem hann náði stigasæti, þá voru 20 keppnir haldnar. Spænska keppnin var slembilukka að mati blaðamanns og Maldonado er skrambi heppinn að vera áfram í Formúlu 1.Max Verstappen byrjar einn af flottari fram úr ökstrum helgarinnar, hér tekur hann fram úr Sergio Perez.Vísir/gettyMaður keppninnarMax Vertsappen hjá Toro Rosso heldur áfram að heilla, hann átti ekki í neinum vandræðum með að taka fram úr á brautinni í Brasilíu. Hann sýndi ótrúlega takta og fær þess vegna heiðurinn að því að vera maður keppninnar. Verstappen endaði í níunda sæti eftir að hafa ræst 10. Það segir þó ekki allt enda tók hann fram úr töluvert fleirum en einum. Max Verstappen er að verða eftirsóttasti ökumaðurinn í Formúlu 1, án þess að vera fært að sema við nýtt lið. Hann er samningsbundin Toro Rosso út næsta ár. Hann er líka alinn upp í Red Bull ökumannsakademíunni, kannski hefur Red Bull einhver forkaupsrétt á honum. Ferrari og Mercedes eru sögð á eftir honum, hann er 18 ára og líklegur meistari að mati margra.Nico Rosberg geislar af sjálfstrausti.Vísir/GettyEr Rosberg að ræsa rosalegu 2016? Rosberg er fullur sjálfstraust, hann hefur ekki stigið feilspor síðan hann tapaði forystunni í Texas og um leið möguleikanum á að verða heimsmeistari ökumanna. Hann hefur aldrei náð fleiri ráspólum í röð á ferlinum, fimm í röð komnir núna. Ætli ökumaður á bíl númer sex nái í ráspól númer sex í röð í Abú Dabí? Hugsanlega er honum bara létt að heimsmeistaratitillinn er ekki lengur í boði, kannski keyrir hann betur þegar pressan er minni. Kannski er þetta bara tilviljun.Lewis Hamitlon hefur verið að hafa gaman og njóta lífsins undanfarið og klessa Paggani Zonda bíl sinn í Mónakó.Vísir/GettyEr Hamilton hættur í ár?Hvort árangur Rosberg undanfarið er tilviljun eða ekki, veit ég ekki. Kannski er Hamilton bara sama, hann er orðinn heimsmeistari, liðið er orðið heimsmeistari og hann er með flesta ráspóla á tímabilinu. Hamilton frestaði komu sinni til Brasilíu vegna þess að hann lenti í árekstri við þrjá kyrrstæða bíla í Mónakó og var ennþá eitthvað slappur eftir það þegar hann átti að fljúga. Hamilton sagði að hann hefði verið þreyttur eftir mikið húllumhæ undanfarnar vikur, síðan hann varð heimsmeistari. Toto Wolff segir að hann neyti ekki áfengis svo ekki hefur verið um ölvunarakstur að ræða. Hamilton sagði sjálfur eftir tímatökuna á laugardag að verkefni hans þetta árið væri búið, hann væri heimsmeistari. Hann sagði þó reyndar eftir keppnina að hann myndi auðvitað vilja vinna allt sem hægt er að vinna og sérstaklega ehfði hann viljað vinna í Brasilíu, þar sem hann hefur aldrei unnið keppni. Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Ekki hægt að taka fram úr hérna Nico Rosberg tryggði sér í dag annað sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna í Brasilíu. Hver sagði hvað eftir keppnina? 15. nóvember 2015 18:10 Hamilton: Ég á eftir að vinna hér, það væri mjög gaman Nico Rosberg setti Mercedes bíl sinn á ráspól í Brasilíu. Hann var átta hundruðustu á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. 14. nóvember 2015 22:15 Nico Rosberg náði fimmta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í brasilíska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar í tímatökunni og Sebastian Vettel á Ferari varð þriðji. 14. nóvember 2015 17:05 Nico Rosberg vann í Brasilíu Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í brasilíska kappakstrinum. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 15. nóvember 2015 17:34 Felipe Massa dæmdur úr leik á heimavelli Felipe Massa hefur verið dæmdur úr brasilíska kappakstrinum sem fram fór í dag. Dekk á bíl heimamannsins var heitara en heimilt er á ráslínu. 15. nóvember 2015 22:30 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Keppnin í Brasilíu um síðustu helgi var með þeim rólegri, einungis einn ökumaður komst ekki í endamark, Carlos Sainz á Toro Rosso kláraði ekki fyrsta hringinn.Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark eftir að hafa leitt frá upphafi til enda, fyrir utan þá hringi sem hann tók þjónustuhlé. Margt athyglisvert kom þó fram um helgina uppgjör þess helsta er í Bílskúrnum, hér á Vísi.Er Toto Wolff að skemma fyrir áhorfendum?Vísir/GettyEr Mercedes með leiðindi? Mercedes liðið bannaði Lewis Hamilton að skipta um keppnisáætlun í miðri keppni. Rosberg var á undan en Hamilton virtist hraðari. Mercedes vildi halda báðum ökumönnum á sömu áætlun. Hamilton ítrekaði stöðugt yfir keppnina að það væri erfitt að taka fram úr á Interlagos brautinni. Hann kvartaði yfir því sama í Mexíkó. Áhugaverð tilviljun ef tilviljun getur kallast er að í bæði skipti var Hamilton að elta Rosberg og reyna að ná forystunni. Er Hamilton að búa sér til afsökun? Eða er í alvörunni erfitt að elta Mercedes bílinn í návígi? Hamilton er óvanur því að vera fyrir aftan liðsfélaga sinn. Mercedes vildi þrátt fyrir allt ekki leyfa Hamilton að taka áhættuna og skipta um dekk á öðrum tíma en Rosberg. Mercedes rændi þar með áhorfendur hugsanlega af baráttu sinna manna. Mercedes segist skilja að áhorfendur vilji hreina og beina baráttu en það sé ekki liðinu, styrktaraðilum þess og fjárfestum fyrir bestu. Vonandi skiptir Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes um skoðun fyrir Abú Dabí.Pastor Maldonado kominn fram úr Marcus Ericsson eftir að hafa keyrt á hann.Vísir/gettyVar Maldonado um að kenna?Pastor “Crahstor” Maldonado á Lotus ók utan í Marcus Ericsson á Sauber í keppninni á sunnudag. Báðir ökumenn gátu haldið áfram en Ericsson tapaði sæti sínu í keppninni. Maldonado er einn umdeildasti ökumaðurinn í Formúlu 1 um þessar mundir. Hann er þekktur fyrir að aka utan í aðra ökumenn og oftar en ekki er það hann sök. Reyndin er sú að honum var um að kenna í þessu tilfelli. Hvernig getur ökumaður sem ekki hefur lokið nema 10 keppnum af 18 á tímabilinu haldið sæti sínu hjá liði sem hefur komið bíl á verðlaunapall í ár? Peningar eru lausnin, Maldonado er með svo öfluga bakhjarla að Lotus liðið hefur einfaldlega ekki efni á að losa sig við hann. Atvikið um helgina var með þeim saklausari sem Maldonado hefur valdið í gegnum tíðina. Það bjó samt til ástæðu til að tala um hann og hvort hann eigi sæti sitt í Formúlu 1 skilið yfir höfuð. Það má ekki gleyma að Maldonado vann spænska kappaksturinn 2012. Það er þó vert að bæta við að sú keppni var aðeins ein af fimm það árið sem hann náði stigasæti, þá voru 20 keppnir haldnar. Spænska keppnin var slembilukka að mati blaðamanns og Maldonado er skrambi heppinn að vera áfram í Formúlu 1.Max Verstappen byrjar einn af flottari fram úr ökstrum helgarinnar, hér tekur hann fram úr Sergio Perez.Vísir/gettyMaður keppninnarMax Vertsappen hjá Toro Rosso heldur áfram að heilla, hann átti ekki í neinum vandræðum með að taka fram úr á brautinni í Brasilíu. Hann sýndi ótrúlega takta og fær þess vegna heiðurinn að því að vera maður keppninnar. Verstappen endaði í níunda sæti eftir að hafa ræst 10. Það segir þó ekki allt enda tók hann fram úr töluvert fleirum en einum. Max Verstappen er að verða eftirsóttasti ökumaðurinn í Formúlu 1, án þess að vera fært að sema við nýtt lið. Hann er samningsbundin Toro Rosso út næsta ár. Hann er líka alinn upp í Red Bull ökumannsakademíunni, kannski hefur Red Bull einhver forkaupsrétt á honum. Ferrari og Mercedes eru sögð á eftir honum, hann er 18 ára og líklegur meistari að mati margra.Nico Rosberg geislar af sjálfstrausti.Vísir/GettyEr Rosberg að ræsa rosalegu 2016? Rosberg er fullur sjálfstraust, hann hefur ekki stigið feilspor síðan hann tapaði forystunni í Texas og um leið möguleikanum á að verða heimsmeistari ökumanna. Hann hefur aldrei náð fleiri ráspólum í röð á ferlinum, fimm í röð komnir núna. Ætli ökumaður á bíl númer sex nái í ráspól númer sex í röð í Abú Dabí? Hugsanlega er honum bara létt að heimsmeistaratitillinn er ekki lengur í boði, kannski keyrir hann betur þegar pressan er minni. Kannski er þetta bara tilviljun.Lewis Hamitlon hefur verið að hafa gaman og njóta lífsins undanfarið og klessa Paggani Zonda bíl sinn í Mónakó.Vísir/GettyEr Hamilton hættur í ár?Hvort árangur Rosberg undanfarið er tilviljun eða ekki, veit ég ekki. Kannski er Hamilton bara sama, hann er orðinn heimsmeistari, liðið er orðið heimsmeistari og hann er með flesta ráspóla á tímabilinu. Hamilton frestaði komu sinni til Brasilíu vegna þess að hann lenti í árekstri við þrjá kyrrstæða bíla í Mónakó og var ennþá eitthvað slappur eftir það þegar hann átti að fljúga. Hamilton sagði að hann hefði verið þreyttur eftir mikið húllumhæ undanfarnar vikur, síðan hann varð heimsmeistari. Toto Wolff segir að hann neyti ekki áfengis svo ekki hefur verið um ölvunarakstur að ræða. Hamilton sagði sjálfur eftir tímatökuna á laugardag að verkefni hans þetta árið væri búið, hann væri heimsmeistari. Hann sagði þó reyndar eftir keppnina að hann myndi auðvitað vilja vinna allt sem hægt er að vinna og sérstaklega ehfði hann viljað vinna í Brasilíu, þar sem hann hefur aldrei unnið keppni.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Ekki hægt að taka fram úr hérna Nico Rosberg tryggði sér í dag annað sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna í Brasilíu. Hver sagði hvað eftir keppnina? 15. nóvember 2015 18:10 Hamilton: Ég á eftir að vinna hér, það væri mjög gaman Nico Rosberg setti Mercedes bíl sinn á ráspól í Brasilíu. Hann var átta hundruðustu á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. 14. nóvember 2015 22:15 Nico Rosberg náði fimmta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í brasilíska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar í tímatökunni og Sebastian Vettel á Ferari varð þriðji. 14. nóvember 2015 17:05 Nico Rosberg vann í Brasilíu Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í brasilíska kappakstrinum. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 15. nóvember 2015 17:34 Felipe Massa dæmdur úr leik á heimavelli Felipe Massa hefur verið dæmdur úr brasilíska kappakstrinum sem fram fór í dag. Dekk á bíl heimamannsins var heitara en heimilt er á ráslínu. 15. nóvember 2015 22:30 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Hamilton: Ekki hægt að taka fram úr hérna Nico Rosberg tryggði sér í dag annað sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna í Brasilíu. Hver sagði hvað eftir keppnina? 15. nóvember 2015 18:10
Hamilton: Ég á eftir að vinna hér, það væri mjög gaman Nico Rosberg setti Mercedes bíl sinn á ráspól í Brasilíu. Hann var átta hundruðustu á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. 14. nóvember 2015 22:15
Nico Rosberg náði fimmta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í brasilíska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar í tímatökunni og Sebastian Vettel á Ferari varð þriðji. 14. nóvember 2015 17:05
Nico Rosberg vann í Brasilíu Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í brasilíska kappakstrinum. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 15. nóvember 2015 17:34
Felipe Massa dæmdur úr leik á heimavelli Felipe Massa hefur verið dæmdur úr brasilíska kappakstrinum sem fram fór í dag. Dekk á bíl heimamannsins var heitara en heimilt er á ráslínu. 15. nóvember 2015 22:30