Innlent

Lagatæknileg atriði koma í veg fyrir niðurstöðu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mótmæli lögreglumanna við stjórnarráðið á meðan kjaradeilur þeirra stóðu sem hæst.
Mótmæli lögreglumanna við stjórnarráðið á meðan kjaradeilur þeirra stóðu sem hæst. vísir/pjetur
Ekki er hægt að greina frá niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Landssambands lögreglumanna um kjarasamning félagsins og ríkisins vegna „lagatæknilegra atriða.

Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins. Þar segir að „vegna lagatæknilegra atriði, sem verið er að skoða af lögfræðingi LL, verður ekki hægt að birta niðurstöðuna opinberlega að svo stöddu.“

Einnig segir að fenginn hafi verið frestur hjá formanni samninganefndar ríkisins til klukkan 16 á morgun til þess að skila niðurstöðunni.

Landssambandið skrifaði undir nýja kjarasamninga við ríkið ásamt SFR og SFLÍ 28. október. Félagsmenn í SFR og SFLÍ hafa samþykkt kjarasamningana í atkvæðagreiðslum.

Ekki náðist í Snorra Magnússon, formann Landssambands lögreglumanna við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir

Verkfalli afstýrt um miðja nótt

"Við sem stóðum að þessum samningum erum mjög sátt við þessa niðurstöðu,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. "Þetta er alveg í anda þeirra markmiða sem við settum upp.“

Skrifuðu undir í nótt - verkfalli aflýst

Samningar náðust í kjaradeilu sjúkraliða, SFR og lögreglumanna við ríkið um klukkan fimm í nótt. Samningurinn felur í sér allt að 30 prósenta launahækkun á næstu fjórum árum.

Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika

Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×