Grímsey komin í var Sveinn Arnarson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Gripið verður til margvíslegra aðgerða svo byggð haldist í Grímsey. Þetta samþykkti ríkisstjórn Íslands á fundi sínum í gær. Fréttablaðið/Pjetur Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær margþættar aðgerðir til að bjarga byggð í Grímsey. Byggðalaginu verði gefinn aukinn kvóti frá ríkinu, samgöngur bættar til og frá eynni og endurmetinn verði kostnaður við húshitun í eynni. Hinn 20. ágúst sl. samþykkti ríkisstjórn Íslands, að tillögu forsætisráðherra, að setja á laggirnar vinnuhóp til að skoða stöðu Grímseyjar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að mikilvægt væri að Íslandsbanki, Akureyrarkaupstaður, Byggðastofnun og ríkissjóður kæmu að sameiginlegri lausn. Lagði vinnuhópurinn til aðgerðir sem myndu kosta um 500 milljónir króna árlega. „Ég hef trú á að með þessum aðgerðum sem nú liggja fyrir og byggja að talsverðu leyti á tillögum heimamanna verði unnt að styðja við áframhaldandi búsetu í þessari nyrstu byggð landsins. Sérstaða eyjunnar er óumdeild.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í tilkynningu.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður Bæjarráðs AkureyrarBæjarstjórn Akureyrar fagnar þeirri niðurstöðu Ríkisstjórnar að grípa til aðgerða í því skyni að treysta áframhaldandi byggð í Grímsey. Í bókun sem bæjarstjórn samþykkti í gær kemur fram að mikilvægt se´að allir hjálpist að til að viðhalda byggðinni. „Akureyringar hafa lagt áherslu á að ríkið komi að málum ásamt sveitarfélaginu til að styrkja forsendur búsetu í Grímsey og hefur jákvæð niðurstaða nú fengist í málið. Sérstaða byggðar í Grímsey er óumdeild og því brýnt að allir leggist á árarnar til að skjóta styrkum stoðum undir búsetu þar til frambúðar eins og Ríkisstjórn Íslands hefur nú ákveðið að gera,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Akureyrar. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar, segir gleðiefni að ríkisstjórn hafi tekið þessa ákvörðun. „Þetta er gleðidagur fyrir okkur Akureyringa að ríkisstjórn hafi ákveðið að ganga til verka við að viðhalda byggð í Grímsey. Við höfum alltaf sagt að það þurfi samstillt átak til að ná lendingu í málinu,“ segir Guðmundur Baldvin. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær margþættar aðgerðir til að bjarga byggð í Grímsey. Byggðalaginu verði gefinn aukinn kvóti frá ríkinu, samgöngur bættar til og frá eynni og endurmetinn verði kostnaður við húshitun í eynni. Hinn 20. ágúst sl. samþykkti ríkisstjórn Íslands, að tillögu forsætisráðherra, að setja á laggirnar vinnuhóp til að skoða stöðu Grímseyjar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að mikilvægt væri að Íslandsbanki, Akureyrarkaupstaður, Byggðastofnun og ríkissjóður kæmu að sameiginlegri lausn. Lagði vinnuhópurinn til aðgerðir sem myndu kosta um 500 milljónir króna árlega. „Ég hef trú á að með þessum aðgerðum sem nú liggja fyrir og byggja að talsverðu leyti á tillögum heimamanna verði unnt að styðja við áframhaldandi búsetu í þessari nyrstu byggð landsins. Sérstaða eyjunnar er óumdeild.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í tilkynningu.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður Bæjarráðs AkureyrarBæjarstjórn Akureyrar fagnar þeirri niðurstöðu Ríkisstjórnar að grípa til aðgerða í því skyni að treysta áframhaldandi byggð í Grímsey. Í bókun sem bæjarstjórn samþykkti í gær kemur fram að mikilvægt se´að allir hjálpist að til að viðhalda byggðinni. „Akureyringar hafa lagt áherslu á að ríkið komi að málum ásamt sveitarfélaginu til að styrkja forsendur búsetu í Grímsey og hefur jákvæð niðurstaða nú fengist í málið. Sérstaða byggðar í Grímsey er óumdeild og því brýnt að allir leggist á árarnar til að skjóta styrkum stoðum undir búsetu þar til frambúðar eins og Ríkisstjórn Íslands hefur nú ákveðið að gera,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Akureyrar. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar, segir gleðiefni að ríkisstjórn hafi tekið þessa ákvörðun. „Þetta er gleðidagur fyrir okkur Akureyringa að ríkisstjórn hafi ákveðið að ganga til verka við að viðhalda byggð í Grímsey. Við höfum alltaf sagt að það þurfi samstillt átak til að ná lendingu í málinu,“ segir Guðmundur Baldvin.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira