Erlent

Segja sprengjumanninn vera Sáda

Samúel Karl Ólason skrifar
Þúsundir fylgdu fórnarlömbum árásarinnar til grafar.
Þúsundir fylgdu fórnarlömbum árásarinnar til grafar. Vísir/EPA
Yfirvöld í Kúveit segja að Fahd Suleiman Abdulmohsen al-Qaba'a hafi sprengt sig í loft og þannig myrt minnst 27 manns við mosku sí höfuðborg landsins. Hann er sagður vera frá Sádi-Arabíu og kom til landsins með flugvél einungis nokkrum klukkustundum áður en hann sprengdi sig í loft upp.

Fahd Suleiman Abdulmohsen al-Qaba'a er sagður hafa sprengt sig í loft upp í Kúveit.Vísir/AFP
Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Minnst 227 særðust, en þetta er ein blóðugasta hryðjuverkaárs Kúveit í manna minnum.

Lögreglan í borginni Kúveit hefur handtekið 25 ára mann sem sagður er hafa keyrt árásarmanninn að moskunni. Sá tilheyrir Bidoon þjóðflokkinum, en þeir eru afkomendur eyðimerkurhirðingja sem segja ríkisstjórnina neita að veita þeim ríkisborgarrétt auk almenna réttinda. Auk ökumannsins hafa minnst sex aðrir verið handteknir, samkvæmt AP fréttaveitunni.


Tengdar fréttir

Blóðbað íslamska ríkisins

Fjögur hryðjuverk voru framin í gær í nafni íslamskra öfgaafla. Franska þjóðin er slegin óhug og François Hollande Frakklandsforseti stappaði stálinu í þjóð sína og bað hana um að gefa sig ekki óttanum á vald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×