Jón Daði Böðvarsson var á skotskónum fyrir Viking þegar liðið vann 3-1 sigur á Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var 100. leikur Jóns Daða fyrir félagið.
Veton Berisha kom Viking yfir á 36. mínútu, en Andreas Nordvik jafnaði metin sex mínútum síðar fyrir gestina frá Sarpsborg. Staðan 1-1 í hálfleik.
Jón Daði kom svo Viking yfir á 53. mínútu, en hann skoraði þá með laglegum skalla. Fjórða mark Jóns í Tippeligaen í vetur.
Veton Berisha skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Viking á 58. mínútu og lokatölur 3-1 sigur Viking. Með sigrinum skutust þeir upp í þriðja sæti deildarinnar, en Sarpsborg er í því níunda.
Jón Daði og Indriði Sigurðsson spiluðu allan leikinn fyrir Viking, en Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inná sem varamaður á 82. mínútu. Björn Daníel Sverrisson er enn frá vegna meiðsla.
Jón Daði skoraði í 100. leiknum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn
Íslenski boltinn

„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn

Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn


Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum
Íslenski boltinn
