Erlent

Rútubílstjóri lést í skólaferðalagi

Vitni segja rútuna hafa keyrt á brúarstólpa.
Vitni segja rútuna hafa keyrt á brúarstólpa.
Rúta með þrjátíu og fjórum skólakrökkum og sex umsjónarmönnum valt á hraðbraut í Belgíu í morgun með þeim afleiðingum að bílstjóri hennar lést. Fimmtán voru fluttir á slysadeild og er einn þrettán ára drengur á gjörgæslu vegna höfuðmeiðsla sem hann hlaut í slysinu.

Börnin eru öll á aldrinum 11 til 13 og voru í skólaferðalagi.

Rútan var á vegum bresks fyrirtækis sem sérhæfir sig í skólaferðum. Hún valt á hraðbrautinni, en vitni segja að henni hafi verið ekið á brúarstólpa samkvæmt BBC. Annar bílstjóri frá Norður-Írlandi er sagður alvarlega slasaður.

Skólastjóri krakkanna segir að unnið sé að því að koma börnunum heim sem fyrst og að einhverjir foreldrar hafi jafnvel farið að sækja þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×