Hlynur: Höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 22:38 Hlynur Bæringsson og Logi Gunnarsson eftir leikinn. Vísir/Valli Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. „Þetta er nánast ólýsanlegt og þetta er bara partý. Þetta er búin að vera ótrúleg vika og við og þetta fólk sem kom til að styðja okkur höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu," sagði Hlynur eftir leikinn á móti Tyrklandi sem tapaðist reyndar í framlengingu en það er ekki hægt að kalla íslensku strákana annað en sigurvegara. „Ég mun eiga þessar stundir í kollinum á meðan ég er á lífi. Á meðan eitthvað er eftir í kollinum á mér þá mun ég muna eftir þessum stundum hér í Berlín. Stundum er lífið gott og það er búið að vera það þessa viku," sagði Hlynur. Hlynur var með 12 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 5 af 9 skotum sínum. „Ég er eiginlega bara búinn að gleyma leiknum og það móment er bara farið. Það er auðvitað svekkjandi að hafa tapað en hugurinn er allt annars staðar. Þetta var tilfinningarússibani en þeir eru sterkir og kláruðu þetta," sagði Hlynur. „Þetta er fyrsta skrefið. Við erum búnir að hafa góðar fyrirmyndir í þessu eins og fótbolta- og handboltalandsliðin. Núna fengum við að taka fyrsta skrefið okkar og erum komnir inn á okkar fyrsta mót. Nú verður það kannski næsta kynslóð sem nær þessum fyrsta sigri," sagði Hlynur. Er þetta endastöð hjá Hlyni með landsliðinu? „Það getur vel verið. Ég veit það ekki. Ég hræðist það svolítið þegar þetta er allt búið. Nú fer maður bara í hversdagshjakkið. Það getur vel verið að ég komi aftur en þetta er orðið svolítið tímafrekt," sagði Hlynur. „Þetta er engin kvöð fyrir mig og ótrúlega gaman. Það eina sem er að maður er mikið frá fjölskyldunni. Annars er alltaf gaman að koma í landsliðið og það þarf svo sem ekki að pína mig," sagði Hlynur að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. „Þetta er nánast ólýsanlegt og þetta er bara partý. Þetta er búin að vera ótrúleg vika og við og þetta fólk sem kom til að styðja okkur höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu," sagði Hlynur eftir leikinn á móti Tyrklandi sem tapaðist reyndar í framlengingu en það er ekki hægt að kalla íslensku strákana annað en sigurvegara. „Ég mun eiga þessar stundir í kollinum á meðan ég er á lífi. Á meðan eitthvað er eftir í kollinum á mér þá mun ég muna eftir þessum stundum hér í Berlín. Stundum er lífið gott og það er búið að vera það þessa viku," sagði Hlynur. Hlynur var með 12 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 5 af 9 skotum sínum. „Ég er eiginlega bara búinn að gleyma leiknum og það móment er bara farið. Það er auðvitað svekkjandi að hafa tapað en hugurinn er allt annars staðar. Þetta var tilfinningarússibani en þeir eru sterkir og kláruðu þetta," sagði Hlynur. „Þetta er fyrsta skrefið. Við erum búnir að hafa góðar fyrirmyndir í þessu eins og fótbolta- og handboltalandsliðin. Núna fengum við að taka fyrsta skrefið okkar og erum komnir inn á okkar fyrsta mót. Nú verður það kannski næsta kynslóð sem nær þessum fyrsta sigri," sagði Hlynur. Er þetta endastöð hjá Hlyni með landsliðinu? „Það getur vel verið. Ég veit það ekki. Ég hræðist það svolítið þegar þetta er allt búið. Nú fer maður bara í hversdagshjakkið. Það getur vel verið að ég komi aftur en þetta er orðið svolítið tímafrekt," sagði Hlynur. „Þetta er engin kvöð fyrir mig og ótrúlega gaman. Það eina sem er að maður er mikið frá fjölskyldunni. Annars er alltaf gaman að koma í landsliðið og það þarf svo sem ekki að pína mig," sagði Hlynur að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00
Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31