Arnar: Besti maður Íslands á þessu móti eru stuðningsmennirnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 16:30 Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í Berlín. Vísir/Valli Arnar Guðjónsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, var ánægður með frammistöðu strákanna í gær þrátt fyrir tap á móti Spáni. „Við spiluðum góðan körfubolta. Við mættum Serbíu sem var í úrslitum á HM og daginn eftir vorum við að mæta liði sem er talið vera annað besta lið heims," sagði Arnar Guðjónsson eftir leikinn í gær. „Við spiluðum rosalega vel en okkur er farið virkilega að eygja fyrir sigri og það er alveg kominn tími á hann. Við erum að spila mjög vel en okkur vantar þennan sigur. Vonandi kemur hann á morgun (í dag)," sagði Arnar en framundan er lokaleikur íslenska liðsins á Evrópumótinu sem verður á móti Tyrkjum í kvöld. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum bestu körfuboltaþjóðir í heimi en við höfum samt sem áður spilað gríðarlega vel á mótinu. Fyrri hálfleikarnir á móti Serbum og Spánverjum voru sem dæmi frábærir," sagði Arnar. „Vonandi náum við góðum 40 mínútum á móti Tyrkjum sem eru líka mjög góðir. Þeir eru ekki alveg jafngóðir og Spánn og Serbíu en hörkulið," sagði Arnar. Íslensku strákarnir hafa fengið vel að kynnast þeirri taktík mótherjanna að ráðast á íslenska teiginn. „Það fara allir inn í teig á móti Íslendingum. Ef liðin gera það ekki þá á að reka þjálfarana um leið," sagði Arnar. „Tyrkirnir eru með Semih Erden undir körfunni hjá sér. Hann er ekki Gasol-góður en gríðarlega góður í körfubolta," sagði Arnar. „Það ætti að vera í verkahring okkar þjálfaranna að reyna að búa til orku í okkar leikmönnum. Það að hafa þúsund manns klappandi fyrir sér eftir leikinn þangað til að húsverðirnir fara að hóta því að slökkva ljósin, gefur alveg óhemjumikla orku. Það hefur hjálpað okkur svo mikið að maður á ekki orð til að lýsa því," sagði Arnar. „Ég held að orkan komi rosalega mikið frá þessu fólki sem er hérna. Það er búið að vera stórkostlegt. Besti maður Íslands á þessu móti eru þessi þúsund upp í stúku. Ég vona að þau haldi áfram á morgun (í dag) og hafi trú á okkur áfram. Við trúum og þegar þau eru með okkur þá getur allt gerst," sagði Arnar að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00 Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á Evrópumótinu í körfubolta þegar íslensku strákarnir biðu lægri hlut fyrir gríðarlega sterku liði Spánverja, 73-99. 9. september 2015 23:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik. 10. september 2015 16:00 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Arnar Guðjónsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, var ánægður með frammistöðu strákanna í gær þrátt fyrir tap á móti Spáni. „Við spiluðum góðan körfubolta. Við mættum Serbíu sem var í úrslitum á HM og daginn eftir vorum við að mæta liði sem er talið vera annað besta lið heims," sagði Arnar Guðjónsson eftir leikinn í gær. „Við spiluðum rosalega vel en okkur er farið virkilega að eygja fyrir sigri og það er alveg kominn tími á hann. Við erum að spila mjög vel en okkur vantar þennan sigur. Vonandi kemur hann á morgun (í dag)," sagði Arnar en framundan er lokaleikur íslenska liðsins á Evrópumótinu sem verður á móti Tyrkjum í kvöld. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum bestu körfuboltaþjóðir í heimi en við höfum samt sem áður spilað gríðarlega vel á mótinu. Fyrri hálfleikarnir á móti Serbum og Spánverjum voru sem dæmi frábærir," sagði Arnar. „Vonandi náum við góðum 40 mínútum á móti Tyrkjum sem eru líka mjög góðir. Þeir eru ekki alveg jafngóðir og Spánn og Serbíu en hörkulið," sagði Arnar. Íslensku strákarnir hafa fengið vel að kynnast þeirri taktík mótherjanna að ráðast á íslenska teiginn. „Það fara allir inn í teig á móti Íslendingum. Ef liðin gera það ekki þá á að reka þjálfarana um leið," sagði Arnar. „Tyrkirnir eru með Semih Erden undir körfunni hjá sér. Hann er ekki Gasol-góður en gríðarlega góður í körfubolta," sagði Arnar. „Það ætti að vera í verkahring okkar þjálfaranna að reyna að búa til orku í okkar leikmönnum. Það að hafa þúsund manns klappandi fyrir sér eftir leikinn þangað til að húsverðirnir fara að hóta því að slökkva ljósin, gefur alveg óhemjumikla orku. Það hefur hjálpað okkur svo mikið að maður á ekki orð til að lýsa því," sagði Arnar. „Ég held að orkan komi rosalega mikið frá þessu fólki sem er hérna. Það er búið að vera stórkostlegt. Besti maður Íslands á þessu móti eru þessi þúsund upp í stúku. Ég vona að þau haldi áfram á morgun (í dag) og hafi trú á okkur áfram. Við trúum og þegar þau eru með okkur þá getur allt gerst," sagði Arnar að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00 Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á Evrópumótinu í körfubolta þegar íslensku strákarnir biðu lægri hlut fyrir gríðarlega sterku liði Spánverja, 73-99. 9. september 2015 23:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik. 10. september 2015 16:00 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00
Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00
Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á Evrópumótinu í körfubolta þegar íslensku strákarnir biðu lægri hlut fyrir gríðarlega sterku liði Spánverja, 73-99. 9. september 2015 23:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30
Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik. 10. september 2015 16:00