Lækkun skatta gæti ýtt undir þenslu sæunn gísladóttir skrifar 10. september 2015 10:33 Ásgeir Jónsson telur því brýnt nú að sýna aðhald í rekstri ríkissjóðs. vísir/gva Við kynningu fjárlagafrumvarpsins sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stærstu breytingarnar á skattkerfinu árið 2016 snúa að tekjuskatti einstaklinga og afnámi tolla á fatnað og skó. Almenn ánægja virðist með afnám tolla af fötum og skóm. Félag atvinnurekenda hefur meðal annars fagnað því. Hins vegar telur Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, að skattalækkanir geti leitt til þenslu. Hann segir mikilvægt að sýna aðhald í rekstri ríkissjóðs, ef auknum tekjum í ríkissjóði verður eytt þegar ríkir meðbyr geti ríkissjóður lent í tómu tjóni þegar niðursveifla kemur aftur í hagkerfið. Gangi nýtt fjárlagafrumvarp í gegn mun tekjuskattur einstaklinga lækka í tveimur áföngum og við þann síðari fækkar skattþrepum úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68% 1. janúar 2016 og í 22,50% við ársbyrjun 2017. Álag í milliþrepi verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur það saman við neðsta þrepið um áramótin 2016/2017. Ásgeir telur breytingarnar varðandi tollana mjög tímabærar og mikið framfaraspor. Sama á við um fækkun skattþrepa. Hann telur þó að skattalækkanirnar sem slíkar geti ýtt undir þenslu. „Miðað við hvernig íslenskt skattkerfi er bæði hvað varðar mjög háa jaðarskatta af tekjum sem og mikið vægi veltuskatta þá auka efnahagsuppsveiflur tekjur ríkisins hlutfallslega mjög mikið þannig að afgangur á fjárlögum verður eiginlega sjálfgefinn í þenslu. Það þarf þó ekki endilega að tákna að raunverulegt aðhald sé til staðar,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á að það sé fallvalt að treysta neyslutengdum skatttekjum. „Yfirleitt er það svo að með mjög hröðum vexti skatttekna koma tímar með skörpum samdrætti í niðursveiflu eins og gerðist hér fyrir nokkrum árum. Það ætti að vera regla að skattalækkanir á uppsveiflutímum séu ávallt fjármagnaðar með raunverulegri lækkun ríkisútgjalda.“ Ásgeir telur því brýnt nú að sýna aðhald í rekstri ríkissjóðs. „Það hefur alltaf gerst á Íslandi, alla vega svo langt sem mitt minni nær, að Íslendingar sýna skynsemi í mótbyr og hafa dug til að taka erfiðar ákvarð anir, en við látum síðan skipið reka á reiðanum í meðbyr. Oft hafa margar slæmar ákvarðanir verið teknar í blásandi byr á Íslandi sem dæmin sanna. Það er einnig svo að eftir undangenginn samdrátt eru þau mörg þjóðþrifaverkefnin sem fólki finnst að nú þurfi aukið fjármagn. Hins vegar er það mjög óheppilegt fyrir ríkið að færa út kvíarnar á sama tíma og fjárfesting er fyrst að taka við sér og vinnuaflsskortur er þegar farinn að gera vart við sig líkt og nú er raunin. Rétti tíminn fyrir opinberar framkvæmdir er á tímum niðursveiflu og þá er kostnaður líka mun minni, enda nægt fólk á lausu. Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þrýstingurinn verði óbærilegur að eyða þeim fjármunum sem kröfuhafar eru bráðlega að fara að leggja inn í ríkissjóð, án þess þó að ég sé að gera mönnum upp slæmar fyrir ætlanir,“ segir Ásgeir. Aðspurður segist Ásgeir telja að pólitískar ákvarðanir hafi áhrif á ríkis fjármálin. „Yfirleitt er bætt í ríkis útgjöldin fyrir kosningar og aðhaldið aukið eftir þær. Þannig virkar lýð ræðið.“ Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira
Við kynningu fjárlagafrumvarpsins sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stærstu breytingarnar á skattkerfinu árið 2016 snúa að tekjuskatti einstaklinga og afnámi tolla á fatnað og skó. Almenn ánægja virðist með afnám tolla af fötum og skóm. Félag atvinnurekenda hefur meðal annars fagnað því. Hins vegar telur Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, að skattalækkanir geti leitt til þenslu. Hann segir mikilvægt að sýna aðhald í rekstri ríkissjóðs, ef auknum tekjum í ríkissjóði verður eytt þegar ríkir meðbyr geti ríkissjóður lent í tómu tjóni þegar niðursveifla kemur aftur í hagkerfið. Gangi nýtt fjárlagafrumvarp í gegn mun tekjuskattur einstaklinga lækka í tveimur áföngum og við þann síðari fækkar skattþrepum úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68% 1. janúar 2016 og í 22,50% við ársbyrjun 2017. Álag í milliþrepi verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur það saman við neðsta þrepið um áramótin 2016/2017. Ásgeir telur breytingarnar varðandi tollana mjög tímabærar og mikið framfaraspor. Sama á við um fækkun skattþrepa. Hann telur þó að skattalækkanirnar sem slíkar geti ýtt undir þenslu. „Miðað við hvernig íslenskt skattkerfi er bæði hvað varðar mjög háa jaðarskatta af tekjum sem og mikið vægi veltuskatta þá auka efnahagsuppsveiflur tekjur ríkisins hlutfallslega mjög mikið þannig að afgangur á fjárlögum verður eiginlega sjálfgefinn í þenslu. Það þarf þó ekki endilega að tákna að raunverulegt aðhald sé til staðar,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á að það sé fallvalt að treysta neyslutengdum skatttekjum. „Yfirleitt er það svo að með mjög hröðum vexti skatttekna koma tímar með skörpum samdrætti í niðursveiflu eins og gerðist hér fyrir nokkrum árum. Það ætti að vera regla að skattalækkanir á uppsveiflutímum séu ávallt fjármagnaðar með raunverulegri lækkun ríkisútgjalda.“ Ásgeir telur því brýnt nú að sýna aðhald í rekstri ríkissjóðs. „Það hefur alltaf gerst á Íslandi, alla vega svo langt sem mitt minni nær, að Íslendingar sýna skynsemi í mótbyr og hafa dug til að taka erfiðar ákvarð anir, en við látum síðan skipið reka á reiðanum í meðbyr. Oft hafa margar slæmar ákvarðanir verið teknar í blásandi byr á Íslandi sem dæmin sanna. Það er einnig svo að eftir undangenginn samdrátt eru þau mörg þjóðþrifaverkefnin sem fólki finnst að nú þurfi aukið fjármagn. Hins vegar er það mjög óheppilegt fyrir ríkið að færa út kvíarnar á sama tíma og fjárfesting er fyrst að taka við sér og vinnuaflsskortur er þegar farinn að gera vart við sig líkt og nú er raunin. Rétti tíminn fyrir opinberar framkvæmdir er á tímum niðursveiflu og þá er kostnaður líka mun minni, enda nægt fólk á lausu. Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þrýstingurinn verði óbærilegur að eyða þeim fjármunum sem kröfuhafar eru bráðlega að fara að leggja inn í ríkissjóð, án þess þó að ég sé að gera mönnum upp slæmar fyrir ætlanir,“ segir Ásgeir. Aðspurður segist Ásgeir telja að pólitískar ákvarðanir hafi áhrif á ríkis fjármálin. „Yfirleitt er bætt í ríkis útgjöldin fyrir kosningar og aðhaldið aukið eftir þær. Þannig virkar lýð ræðið.“
Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira